Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Döh...
31.8.2008 | 21:54
Hæhæ kæru vinir...
Ég er bara að láta vita að ég er í blogg-leti þessa dagana..er búin að vera frekar framlág, það er spurning hvort orkan hafi skilað sér til ykkar og ég orðin orkulaus
En allavega að á fimmtudaginn var ég gjörsamlega orkulaus og úr mér allur vindur svo á föstudaginn vaknaði ég með þvílíkan hausverk og var með hann allann daginn. Á laugardaginn var ég svona lala og svo í dag er mér flökurt. Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki að verða lasin ég nenni því ekki.
En kæru vinir hafið það gott þar til næst, ég reyni að koma með eitthvað skemmtlegt efni á næstu dögum.
Knús og klemm til ykkar.
Skjáumstum sæta fólk.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Orku-sending.....;)
27.8.2008 | 15:55
Hæhæ kæru vinir...
Með þessu bloggi sem verður bara stutt að þessu sinn. Er til vina minna vegna orkuleysis.
ÉG SENDI ALLA MÍNA ORKU-STRAUMA TIL ÞEIRRA SEM ÞURFA Á ÞVÍ AÐ HALDA, HVORT SEM ÞAÐ VERÐUR NOTAST VIÐ ÞRIF EÐA ANNAÐ...
Svo set ég sjálfa mig í hleðslu að því loknu svo ég hafi orku til að fara og taka á móti strákunum okkar..jamm mig langar mjög svo til þess. Ætla að ath hver nennir með í bæinn.
En skjáumstum sæta fólk og eigið góðan dag, hvað sem þið gerið.
Og ég vona að orku-straumarnir hafið skilað sér...
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Löt í dag...:(
26.8.2008 | 12:55
Hæhæ kæru vinir...Bara að láta vita að ég er á lífi.
Ég er ekki í neinu blogg-stuði í dag, neibb er bara LÖT í dag í alla staði en ætla samt að reyna að koma mér í þrifnaðargírinn og hreinsa út....jamm ég set bara góðan disk á eins og t.d. The very best of Fleetwood mac þá hlýt ég að komast í gang. Það er þrælgóður diskur sko.
En hafið það gott í dag og njótið þess að vera til. Og verið góð hvort við annað og alla sem eru í kringum ykkur.
Skjáumstum sæta fólk og munið að kommenta.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Áfram Ísland.....;)
22.8.2008 | 17:46
Hæhæ kæru vinir..
Ég er ekkert smá stolt af strákunum okkar...þetta var MAGNAÐUR leikur frá upphafi til enda..þeir voru og eru stórkostlegir. Eftir að leikurinn var búin að ég gjörsamlega táraðist, og sjá hvernig þeim leið á eftir í eintómri sæluvímu og gleðitárum. Bara glæsilegt, og mín ætlar sko að horfa á leikinn á sunnudagsmorgunin...og sjá þá taka GULLIÐ.
Ég hef svo mikla trú á þeim að það hálfa væri nóg. HVER hefur það ekki??? nei ég bara spyr...
Ég get sagt ykkur það að í hvert skipti sem Ísland skoraði að þá sló ég alltaf höndunum svo fast, svona Yeeessssssss-klapp og svo Hi5 við kallinn að ég var orðin eldrauð á höndunum og var farin að verkja..hehehe en alveg þess virði samt. Bara gaman af þessu.
En svo þegar sigurinn var í höfn, að þá spratt þetta í gegnum heilabúið á mér.
Erum búnir að ná í silfrið
sem við náðum með höndum tveim.
Ætlum okkur að ná í gullið
og koma með það um'hálsinn heim.
Jamm þetta er svo sem ekkert sérstakt, bara svona upp á djókið sko..hehehehe...
Skelli hérna inn skemmtilegri mynd af Forsetahjónunum...
Svoooo sææææætt eitthvað...hehehe..
En nú ætla ég að hætta þessu pári í bili, enda er heilabúið ekkert að gera sig núna..þar sem hann er undir áhrifum sæluvímunar og ekkert annað kemst að.
En skjáumstum sæta fólk og munið að kommenta.
og svo bara ÁFRAM ÍSLAND!!!!!
Kv Gunna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tuskutremmi og búðarkast...;)
21.8.2008 | 20:02
Hvað segið þið svo ...?????
Það er allt gott að frétta af mér. Ég fékk tuskutremma í dag og þreif allt út, jamm ég tók helgar þrifin í dag því á morgun er engin tími í það. Um hádegi þá ætla ég að hlamma mér fyrir framan imbann og horfa á strákana okkar mala spánverjana....já það er allt í lagi að vera bjartsýnn...ekki satt??? Ég hef allavega trú á þeim, þeir eru búinir að standa sig frábærlega.
Ení hú, svo eftir leikinn ætla ég að fá búðarkast, jamm ætla að versla inn það sem þarf. Því á laugardaginn hef ég engan tíma í það...skiljiði...það er menningarnótt og allt og of mikið um að vera sko...bara út um allt...ha...
Já ætla að búa til salöt og hafa eitthvað flott á laugardaginn. Svo er stefnan að kíkja á tónleikana á Miklatúni...og svo auðvitað Flugeldana.. ég klikka sko ekki á þeim.
En laugardagurinn verður tekinn snemma...þar sem ég á að mæta í strípur kl 10 um morgunin og það alla leið upp í Grafarvog þarf að vakna eldsnemma og fara í sturtu og alles svo ég verði ekki eins og mygluð hæna þegar ég mæti þangað.
En núna þarf ég að hætta þessu pári mínu, þar sem ég er að elda, jamm setti matinn í steikarapottinn og inn í ofn og ilmurinn er orðin svo þvílíkur að garnirnar eru farnar að gaula.
Skjáumstum sæta fólk og munið að kommenta.
Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hugmyndaflug...;)
21.8.2008 | 12:52
Alveg er það ótrúlegt hvað fólk getur duddað sér við að búa til.
Mátti til að setja þetta með ykkur til skemmtunnar, þar sem þetta er gott grín.
Fyrir þá sem ekki hafa fengið þetta sent á maili .
Hugmyndaflug fólks er yndislegt.
25 ástæður fyrir því hvers vegna ætti að veita áfengi á vinnustöðum!
Bæði fyrir yfirmenn, starfsfólk og kúnna.
1. Það er góð ástæða fyrir því að mæta yfirleitt til vinnu.
2. Áfengi dregur úr stressi og spennu, eða virðist allavegana gera það.
3. Áfengi gerir öll samskipti opinskárri.
4. Þegar fólk er góðglatt kvartar það síður yfir lágum launum.
5. Fjarvistum vegna timburmanna fækkar.
6. Starfsmenn segja yfirmönnum sínum hvað þeim finnst, ekki það sem þeir vilja heyra.
7. Fólk þarf ekki að leita að bílastæðum þar sem enginn kemur á bíl til vinnu.
8. Fundir verða ef til vill ekki árangursríkir en hins vegar miklu skemmtilegri.
9. Það eykur starfsgleði fólks. Þeir sem eru í vondu starfi láta sér það í léttu rúmi liggja.
10. Frídögum fækkar þar sem fólk vill frekar mæta í vinnuna en að hanga heima.
11. Samstarfsfókið lítur betur út.
12. Maturinn í mötuneytinu virðist bragðast betur.
13. Yfirmenn eru ósparir á kauphækkanir þegar þeir eru undir áhrifum.
14. Aukin bjartsýni eykur tiltrú fólks á fyrirtækinu.
15. Það er ekki jafn pínlegt að ropa á fundum.
16. Starfsmenn vinna lengur þar sem það er engin ásatæða til að kíkja á barinn á leiðinni heim.
17. Starfsfólk er ófeimnara við að viðra hugmyndir sínar.
18. Fóki finnst vinnan léttari eftir að það hefur fengið sér 1-2 drykki.
19. Minni líkur á að fólk helli sig fullt í hádeginu.
20. Auknar líkur á að þú sjáir yfirmann þinn nakinn.
21. Bætt samskipti við Rússa.
22. Ræstingaskápurinn verður loksins að einhverju gagni.
23. Fólk þarf ekki lengur að notast við kaffi til að láta renna af sér.
24. Það þykir ekki lengur djarft að sitja á ljósritunarvélinni.
25. Það er ekkert óvanalegt við að vera þvoglumæltur.
Eigið góðan dag kæru vinir....blogga meira á eftir.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv Gunna.
Þær þekktu, fallegu og frægu...;)
17.8.2008 | 21:51
Hæhæ.....kæru vinir..
Jæja stelpur, nú þurfum við ekki að öfunda fallega fræga fólkið lengur.
Ástæðuna sjáið þið hér að neðan......
Já fallegu konurnar eru svo eftir allt eins og við
Celebs With And Without Makeup
Kv Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gærdagurinn....;)
16.8.2008 | 16:41
Góðan daginn kæru vinir...
Eru ekki allir í góðu skapi í dag???? Í dag er ég bara í afslöppun....tek ég mig ekki vel út á þessari mynd???? hehehe...
Þar sem ég var ekki að nenna að blogga í gær, að þá ætla ég að skella inn hérna einu um daginn í gær.
Já ég var ekkert smá dugleg skal ég segja ykkur ég þreif og þvoði, ekki það að það sé allt í skít og viðbjóði, neiiiiiii ég þoli nefnilega ekki skít og drasl og þess háttar viðbjóð.
Ég sem sagt tók allt í gegn, þessi svo kölluðu heimilisverk, og alltaf getur maður fundið ryk hér og ryk þar bara endalaust ryk og þar sem ég er með 2 ketti að þá er nóg af kattarhárum, jamm það er þessi árstími sem þeir fara meira úr hárum en vanalega. Og þá er ekkert auðvelt að ryksuga.
Ég var eiginlega búin á því eftir þá athöfn. En ég lét það samt ekkert stoppa mig, neiii ég hélt áfram þar til allt var búið. Ég er ein af þeim sem hættir ekkert fyrr en verkið er búið sama hversu þreytt ég er á eftir eða hvort ég sé búin að gera alveg útaf við mig líkamlega.Já ég veit, en það er bara svo erfitt að hætta þegar eitthvað er eftir. Ég er líka ein af þeim sem er með fullkomnunar-áráttu það verður allt að vera 100% hjá mér ef ekki meir.
En ég var líka ógó ánægð þegar ég lagðist upp í sófa í gærkvöldi og góndi á imbann. En ég var líka orðin vel þreytt og sifjuð um kl 1 í nótt, enda henti ég mér í rúmið þá og stein sofnaði með það sama. Og svo vakna ég svona líka helv.....hress í morgun og það fyrir kl 6, en ég var ekki að nenna framúr fyrr en kl um 8, enda engin ástæða að ræsa sig svo snemma.
En nóg komið af bullinu í mér og hafið það bara gott í dag.
Skjáumstum sæta fólk, og munið að kommenta þið sem nennið að lesa bullið mitt.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góða helgi....;)
15.8.2008 | 22:03
Hæhæ kæru vinir.... ég ætla ekkert að blogga í kvöld.
Svo ég segi bara GÓÐA HELGI kæru vinir og hafið það ógó gott.
Sjálf ætla ég að henda mér upp í sófa með jamm með popp og kóka cola og góna á imbann og hafa það næs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þú verður að lesa þetta, þú gætir bjargað mannslífi.
14.8.2008 | 17:24
Gefðu þér smá stund til þess að lesa þetta:
Bara á eina stofnun - héraðssjúkrahúsið í Vestfold í Noregi - koma að
meðaltali 5 sjúklingar á dag með bráða heilablæðingu.
Heilablæðing ( líka nefnd Slag eða Heilablóðfall ) er í reynd þriðja
helsta dánarorsök í Noregi og fellir fólk á öllum aldri - þótt aldraðir séu þar í
meirihluta - Taktu nú eftir:
Það var veisla og Inga hrasaði og datt. Hún fullvissaði alla um, að allt
væri í lagi með sig ( þau buðu henni að hringja í lækni ) hún hefði bara hrasað um stein af
því að hún væri í nýjum skóm. Henni var hjálpað við að laga sig til og var færður matur
á nýjan disk ? og þrátt fyrir að hún virtist svolítið óstyrk, hélt Inga áfram að skemmta
sér það sem eftir var kvöldsins.
Maðurinn hennar hringdi seinna og sagði frá því að Inga hefði verið
flutt á spítalann og kl 6:00 um morguninn hefði hún verið dáin. Hún hafði fengið
heilablæðingu í veislunni.
Hefði fólkið vitað hvernig maður getur þekkt einkenni heilablæðingar,
væri Inga mögulega enn á lífi.....
Það tekur bara fáeinar mínútur að lesa þetta:
Taugalæknir fullyrðir að fái hann sjúkling með heilablæðingu til meðferðar innan þriggja tíma
geti hann afmáð allan skaða af völdum áfallsins ... Að fullu og öllu !
Að hans sögn, felst lausn vandans í því að fólk geti borið kennsl á einkennin, fengið greiningu
og komið sjúklingnum undir viðeigandi læknishendi innan þriggja tíma.
Að bera kennsl á Heilablæðingu (Slag)
-Nú segja læknar að allir geti lært að bera kennsl á heilablæðingu með því að
beita þremur einföldum ráðum:
1. * Biðja manneskjuna að HLÆJA .
2. * Biðja manneskjuna að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM
3. * Biðja manneskjuna að SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU
(sem er í samhengi) ( t.d. ...Sólin skín í dag).
Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvert þessara atriða -
hringið þá strax í neyðarnúmerið 112 og lýsið einkennunum.
Hjartasérfræðingur segir að ef allir sem fá þennan tölvupóst, senda hann áfram á 10 aðra,
getir þú að minnsta kosti reiknað með því að einu mannslífi verði bjargað.
LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA - DEILDU ÞESSU MEÐ EINS MÖRGUM OG ÞÚ GETUR
Er eitthvað til í þessu??? já ég hef alveg trú á því.
Skjáumst kv Gunna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)