Halló

Halló Kæru vinir. Ég er sko búin að vera þokkalega löt við að blogga og held að ég kunni það varla lengur. Og búin að gleyma hvernig allt virkar hérna. En svo er spurning hvort það séu einhverjir hérna lengur??? Það kemur í ljós í kommentum. Ég er má segja búin að gera allt fyrir jólin það eina sem er eftir er að setja kommu yfir i-ið og punktinn... Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í þetta skiptið. Hafið það gott og munið eftir brosinu. Kveðja Gunna.

Hæhæ fallega fólk,

Hó hó hó eins og sveinki segir.:D

Það eru ár og dagar síðan ég bloggaði síðast, spurning hvort ég kunni það ennþá hehehe.En af mér er allt fínt að frétta og er búin að vera í jóla jóla eins og allir og búin að setja jólaljósin í gluggana og skraut svona hér og þar, já ég er soddans jólabarn. :D Og svo er búið að versla slatta af j-gjöfum en klára það dæmi í vikunni. En er ekki annars allt fínt að frétta af ykkur elskurnar?

kv Gunna.


Hæhæhæ...



Kæru vinir.
Fyrirgefið mér elskurnar.
Ég hef sko ekki staðið við það að koma með vikublogg eins og ég sagðist ætla að gera og setja það inn hér á föstudögum.
En núna ætla ég að bæta úr því þó að það sé miðvikudagur.

Það er ýmislegt búið að gerast hjá mér undanfarið.

Þriðjudagur 3 mars. Þá kom sjóarinn minn í land og í 12 daga frí.

Miðvikudagur. 4 mars. Vorum bara í afslöppun hér heima. Að vísu var ég að gera alveg helling í tölvunni að rippa tónlist og brenna á diska. Og búa til hulstur um cd-diskana og skrifa öll lögin svo vitað sé hvaða lög eru á þeim.

Fimmtudagur 5 mars. Þá fórum við að skoða trúlofunarhringa og fundum og þeir áttu að vera til á laugardeginum og eftir það að þá fórum við í sófaleiðangur. Fyrst fórum við í Ikea en fundum engan sem okkur leist á þaðan fórum við í Húsgagnahöllina og það var sama sagan þar, þannig að við fórum í RL-búðina og sáum sófa sem okkur leist vel á. Það er hornsófi með hægindarstól á öðrum endanum og svo er hægt að breyta sófanum í rúm. Svo nú eru 3 hægindarstólar á heimilinu....;))
Nú og svo fórum við í heimsókn til mömmu og borðuðum þar og vorum þar fram eftir kvöldi.

Föstudagur 6 mars. Minn maður fór að kaupa sófann og eitt og annað í leiðinni. Sófinn kom um kvöldið og við héldum að við yrðum að skila honum því hann komst varla inn, þá sáum við hvað sófinn var stór í rauninni mikið stærri en í búðinni en inn komst hann með naumindum og við vorum í að púsla honum saman og vorum alsæl með hann og erum enn.

Laugardagur 7 mars. Við fórum uppúr hádeginu til að ná í trúlofunarhringana og svo voru þeir settir upp þegar heim var komið.
Ég eldaði lambahrygg sem var æðislega góður (eins og alltaf...hehehe) og allt meðlætið auðvitað, ég skapaði rómantískann kvöldverð með kertaljósum og rauðvíni, þetta var æði.

Sunnudagur 8 mars. Við buðum foreldrum okkar út að borða um kvöldið og áttum pantað borð kl 8 á A-Hansen, við vorum ekki búin að segja neinum frá trúlofuninni þannig að þau vissu ekki neitt en við vorum búin að vera í yfirheyrslum frá foreldrunum en við sögðum að okkur langaði bara að bjóða þeim út að borða. Það áttu allir að hittast á A-Hansen EEEENN foreldrar hans komu til okkar áður og við reyndum að fela hringana því það átti engin að sjá þá fyrr en allir voru mættir. En mamma hans sá þá strax, svo fór Salli að ná í mömmu og hann reyndi að fela hringinn eins og hann gat og mamma óskaði honum til hamingju með nýja sófann og Salli var eitt bros allann hringinn. En mömmu var farið að gruna að eitthvað var í gangi og hún spurði mig reyndar daginn áður hvort við værum að opinbera og ég sagði nei nei nei...hehehehe
En svo vorum við mætt á A-Hansen og var bara æðislega kósý og mamma sá þá auðvitað hringana..hehehe....og svo var skálað í Kampavíni allir ógó glaðir og brosmildir.. við mamma fengum okkur þrírétta máltið en Salli og foreldrar hans fengu sér 5 rétta máltið, með matnum fengum við okkur rauðvín. Þetta var æðislega gott allt saman, vel heppnað kvöld.

Dagarnir þar á eftir vorum við bara í rólegheitum hér heima og höfðum það kósý.

Fimmtudagur 12 mars. Þá kom sonur hans en dóttir hans kom á föstudeginum og þau voru hjá okkur um helgina eða fóru á sunnudaginn, svo um kvöldið þá fór ástin mín út á sjó þannig að ég er grasekkja þessa dagana.

Þannig að núna er ég bara búin að vera í leti og ég hef varla klædd mig...hehehe þvílík leti...

En á morgun fimmtudag þá ætla ég í Smáralindina og finna eitthvað. Ætla að kíkja í Debenhams og finna eitthvað flott á mig til að vera í á Hollywood-ballinu 4 Apríl. Þar að segja ef ég fer. Ég er ekki alveg að sjá það að mitt vinafólk ætli að fara og ég er varla að nenna að fara ein og standa eins og vesæl og einmana baunaspíra einhvers staðar. En ég ætla samt ekki að gefa upp alla von allavega ekki strax.

Þega minn maður kemur af sjónum næst að þá er spurning hvort við förum í sófaborðsleiðangur því mitt er orðið gamalt og vaggar hehehe...og svo vantar mig bókahillu, ég er gjörsamlega búin að sprengja bókahillurnar sem ég er með núna. Ég er farin að hlaða ofaná og komnar tvöfaldar raðir.Bókahillurnar hans Salla er líka fullar  usssss...bara.. það er komin tími á fleirri bókhillur. Ég er nefnilega í tveimum bókaklúbbum eða reyndar þremum einn tilheyrir snyrtiskólanum. Og fæ bækur sendar í hverjum mánuði. Og svo þær bækur sem ég panta á netinu og þær sem ég fæ í jólagjöf...ég var einmitt að fá eina senda í dag...pantaði mér bókina Viltu vinna milljarð, ég ætla að lesa fyrst bókina og svo að sjá myndina.

Jæja gott fólk, ætli það sé ekki komin tími á að hætta þessu pári???? jú ég held það.
Skjáumstum sæta fólk og ég skal reyna að standa mig betur í blogginu.
Hafið það gott þar til næst.
kv Gunna.


Tilkynning til ykkar kæru vinir...;)

Hæhæ kæru vinir.

Frá og með deginum í dag ætla ég að koma með vikublogg, enda eru heimsóknirnar færri og kommentin lítil sem engin. Fésbókin er að yfirtaka bloggið allavega eins og er. Þá er engin að nenna að vera á einhverju blogg-rúnti.

En ég mun kíkja hér inn af og til og fylgjast með ykkur.

Hafið það gott kæru vinir.

kv Gunna.

P.S. Við skjáumst kannski á fésinu...ég er þar.....ef þú villt finna mig...hehehe..


Æðisleg helgi....;D

miscellaneous_528

Hæhæ kæru vini.

Ég hef svo sem ekki frá miklu að segja, en allavega var helgin æðislega góð. Minn maður kom í land á föstudaginn og þann dag átti hann einmitt afmæli. En hann stoppaði stutt, kom um morguninn og fór aftur um miðjan dag.

Svo um kvöldið að þá kom ein vinkona mín til mín og sátum hér og skröfuðum langt frameftir nóttu og var virkilega gaman hjá okkur eins og alltaf.

Svo á Laugardagskvöldið á sjálfan valentínusardaginn að þá eldaði ég mér æðislegan mat, ég grillaði nautasnitsel í heilsugrillinu og bjó til rjómalagaða piparostasósu mmmm.....hún var geðveikislega góð hjá mér og kjötið líka, ég mæli með þessu grilli. Svo var ég bara að góna á imbann ég nennti ekki einu sinni að vera hér í tölvunni ég bara rétt kíkti. Svo var hringt á dyrabjöllunni og úti stóð maður með blómvönd og spurði eftir mér og ég bara úllala...ég vissi svo sem frá hverjum þau voru. Jú jú blómin voru frá mínum manni og það fylgdi auðvitað kort með og það var svo fallegt sem í því stóð að ég táraðist bara. Já hann hringdi í blómabúð en hann gat auðvitað ekki valið vöndin sjálfur og varð að biðja blómastúlkuna að vera sín augu þar sem hann væri sjálfur staddur einhvers staðar út á ballarhafi. Og þetta var virkilega fallegur vöndur.

Nú og svo í dag er ég bara búin að hafa það rólegt, má eiginlega segja of rólegt. Eldaði mér góðan mat Já mexikanskan rétt sem var auðvitað æðislega góður, og hafði það svo bara næs.

Jæja ætla að hætta núna þessu pári mínu. Skjáumst sæta fólk.

Lovjúgæs.....

barlove

Kv. Gunna.


Minning.


Hæhæ kæru vinir.
Mig langaði til að minnast föður míns en það er nákvæmlega 2 ár í dag síðan hann dó.
Ég sakna hans virkilega mikið og alltaf finnst mér vera eitthvað tómarúm þegar ég fer heim til hans til að hitta hans eftirlifandi konu og bróður minn. En ég veit að hann er með mér og okkur öllum í anda og heimsækir okkur reglulega. Ég skráði mig inná síðu sem ber heitið Andlát.is og þar er hægt að skrifa og senda látnum ættingjum og/eða vinum skilaboð sem ég tel vera gott fyrir þá sem eftir lifa og sakna sinna nánustu mikið.

Ég set hér inn mynd af honum elskulega föður mínum.


Einar Ingi Theadór Ólafsson.

Ætla líka að láta fylgja með ljóð eða hvað sem það má kallast, þetta er bara það sem ég orti sjálf og lét fylgja með honum í kistunni.

Elsku pabbi minn og afi minn.

Við kveðjum þig með þessum orðum
og minningarnar við varðveitum.
Allt til nú frá því forðum
í hjarta okkar við geymum.

Elsku pabbi og afi
þín er sárt saknað.
Kveðja.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir.
og
Ragnar Ingi Magnússon.

En ætla ekki að hafa þetta lengra.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.


Bloggedíblogg....;D




Hvað er svo að frétta af ykkur???
Það er allt gott að frétta af mér. Ég fékk mér góðan göngutúr í dag, ég labbaði upp í Tölvulistann hérna á Reykjavíkurvegi og ath með lyklaborð við tölvuna mína. Og ég fann eitt bara nokkuð gott lyklaborð, ég vildi fá svart þar sem skjárinn er svartur en að vísu er turnin hvítur og silfraður en það er allt í lagi. Ég ætla nefnilega að lána mömmu gömlu tölvuna og það vantaði lyklaborðið svo ég ákvað að kaupa mér nýtt og láta mömmu hafa hitt. Og ég sé sko ekki eftir því að hafa keypt þetta það er æðislegt og mikið nettara en hitt mitt þó það sé í góðu lagi.
Ég fer með þetta til hennar í fyrramálið og hjálpa henni að koma þessu í gagnið svo vill hún endilega láta mig hafa fartölvuna sína. Það er ágætt að hafa eina solleis því ég er ekki alltaf að nenna að vera svona föst hér inni í tölvuherbergi og svo er svo langt að labba inn í stofu. Jamm þetta er alveg í sitthvorum endanum i húsinu...hehehe...

Svo fann ég líka þessa fínu og flottu hátalara við tölvuna tveir litlir hátalarar og lítið bassabox og kemur manni á óvart hvað hljómgæðin eru dúndur góð úr þessu litla dóti en ég keypti þá ekki núna, ég hefði gert það ef ég var ekki að fara í búð að versla líka. Alltof mikið að bera í einu og líka þungt og langt að labba heim aftur. En ég kaupi þá í vikunni eða eftir helgi.

Eníhú....haldið þið að ég hafi ekki nærri því sest ofan á litla fjórfættlinginn hann Lúkas, já hann svaf í tölvustólnum mínum og ég sá hann ekki þar sem hann er svarbrúnn og tölvustóllinn svartur og ég búin að gleyma því að hann var þarna. Ég var sem sagt að setjast þegar ég finn fyrir einhverju mjúku undir mér og ég bara ubs...það er eins gott að ég sé ekki ein af þeim sem hlamma sér í stólana..össss...þá hefði sko heyrst hljóð úr litlum búk. Hann vill nefnilega alltaf leggjast við hliðina á mér eða fyrir aftan mig í stólnum og kúra þar á meðan ég er í tölvunni...hehehe...litla skinnið.

Ég veit ekki hvenær ég blogga næst...það er spurning að blogga bara einu sinni í viku og koma þá með vikublogg. Það er hvort eð er ekkert að gerast hérna. Það eru svo margir hættir eða eru að hætta að blogga. En ég sé til með þetta.

En þangað til næst hafið það gott og farið vel með ykkur.
Skjáumstum sæta fólk.

kv Gunna.


Myndir af Lúkasi....;D


Mig langaði bara til að setja inn hér myndir af Lúkasi litla fjörkálf, þar sem myndirnar sem ég lét á færsluna á undan voru alls ekki góðar. En þessar eru aðeins skárri.

Náði þessarri skemmtilegu mynd af honum þar sem hann var ný vaknaður og geyspaði líka svona myndarlega...hehehe...

Hér er hann í afslöppun, það er svo gott að kúra.

Hér sést betur hvernig liturinn er og rendurnar.

Já hann er ekki alveg svartur hann er svarbrúnn. Æðislegt krútt.
Hann vill helst sofa í hálsakoti, á bringunni á manni eða alveg þétt uppvið mann.

Bið að heilsa ykkur í bili til ykkar sem nennið að kíkja hér inn og lesa bullið og kommenta.
Skjáumst sæta fólk.
Kv. Gunna.


Bloggið sem ég lofaði að koma með.....;)



Ég lofaði að koma með blogg um litla ættleidda loðboltann, og ég verð auðvitað að standa við það.


Ég náði í loðboltann í gær eins og ég bloggaði um í gær og hann er algjört krútt. Hann er svo mikill fjörkálfur að hann getur ekki verið kjur nema þegar hann sefur.
Tígull og Perla voru sko ekki par hrifin af þessu uppátæki mínu og eru búin að vera frekar fúl. En ég vona að þetta fari allt vel. Þau stærri hafa urrað og hvæst á þann litla og sá hefur bara hvæst á móti. Já hann kann að svara fyrir sig sá stutti. Meira að segja þau stærri hvæstu og urruðu á mig svona til að segja mér það að þau væru sko ekki sátt. Já þau láta mann heyra það ef þeim líkar ekki eitthvað. En að öðru leiti hefur þetta gengið þokkalega.
Ég keypti þetta lyktarefni í dag sem ég ´talaði um í síðustu færslu svo þetta ætti allt að ganga vel hér eftir.

Þessi litli loðbolti er blandaður persi en er að vísu ekki mikið loðin ennþá en hann mun líklega líkjast mömmunni sem er aðeins loðin og rosalega falleg. Hann er á litin eins og mamman svarbrúnn  og það er spurning hvort hann fái rauðbrúna litin líka eins og mamman, og svo er hann með silfraðan ælaner á augnlokunum (eins og Perla mín) fyndið að vera með tvo ketti með silfur ælaner.
En litli loðboltinn fékk nafnið Lúkas og ég var búin að ákveða það áður en ég sá hann. Og það fyndna við það er að sá stutti er með pínu hvítt undir hökunni  eins og prestkraga, þannig að nafnið hitti beint í mark. Lúkas postuli eða séra Lúkas.....hehehehe


Og það er búið að gantast mikið með þetta síðan, mútta mín var nú fljót að finna það út að þarna væri þá komin prestur sem gæti gefið mig og minn mann saman....heehhehe. Jamm mútta mín bíður efitir því að ég fari upp að altarinu. Hún er orðin hrædd um að hún muni missa af því eins og pabbi. En kemur kannski að þessu einhvern tíman.

Ég reyndi að taka mynd af honum en það var varla hægt og hún er ekki nógu góð, ætla samt að koma með hana.

Lúkas prins.
Dauðþreyttur eftir leikjatímann.
Sofnaði með músina (leikfangamús) og heldur utan um hana.

kem með betri myndir seinna.

En ætli ég láti þetta pár mitt ekki duga í bili, veit ekkert hvenær ég blogga næst.
Skjáumstum seinna.
Kv. Gunna.


Fræg.....eða???

Já við erum bara orðin fræg. Og gert stólpa grín að okkur landanum.
Ég setti linkinn hérna inn en veit ekki hvort hann virkar, en allavega er þetta slóðin á síðuna hjá grínistanum. Endilega kíkið á þetta.




http://www.colbertnation.com/the-colbert-report-videos/217340/february-02-2009/it-could-be-worse---iceland



Skjáumst sæta fólk, ég kem með blogg á eftir um litla ættleidda loðboltann.

Munið að kommenta.
kv Gunna.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband