Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Það sem ég ætla að gera í dag...;)



Hæhæ kæru vinir...hvað segist í dag???
Það er allt þokkalegt að frétta héðan úr firðinum..er búin að vera bara heima í rólegheitunum sem er barasta besta mál.

En ég ætla að kíkja í bæinn í dag með mínum vinkonum og standa einhver staðar á laugaveginum og fylgjast með GAY-PRIDE göngunni...hún er alltaf jafn litskrúðug og flott hjá þeim, og Páll Óskar alltaf jafn æðislegur...núna ætlar hann að frumflytja lag í göngunni skilst mér...það verður örugglega geggjað lag eins og alltaf hjá honum..en það kemur í ljós.
Og svo bara að spóka sig í góða veðrinu. Það er að vísu ekki eins gott og í fyrra, en só maður má bara vera fegin að það rigni ekki með hávaða roki.

En svo eftir það veit maður ekki hvað maður gerir, en það skýrist allt þegar á daginn líður enda er dagurinn ungur og kvöldið enn yngra og nóttin í vöggu...hehehe...

En allavega hafið það gott í dag hvað sem þið gerið.
Skjáumstum sæta fólk og munið eftir að kommenta.
kv. Gunna.


Blogg-boðorðin...

 Hæhæ kæru vinir....ég fékk þetta sent og mátti til með að setja það hér inn...Grin
Blogg-boðorðin 10


 

1101943439r562kj.jpg


1 - Ég er bloggið þitt. Þú skalt ekki önnur blogg hafa.


2 - Heiðra skaltu föður þinn og móður. Sá sem stelur hugmynd frá öðrum og birtir á bloggi sínu ætti að hunskast til að tengja á heimildina eða hrósa höfundi fyrir hugmyndaflug.


3 - Halda skaltu hvíldardaginn heilagan Sá sem bloggar á sunnudögum og birtir það, lifir sennilega tilbreytingalausu lífi. Tilvalið er að semja allar færslur vikunnar á sunnudögum og drita þeim inn eftir geðþótta á virkum dögum til að lesendur haldi að bloggarinn hafi ekkert fyrir þessu.


4 - Þú skalt leyfa athugasemdir. Blogg án athugasemda eru eins og fólk án kynfæra. Flott útlit en engir möguleikar á gagnvirkni. Munum að Óskar Nafnleyndar gerir langflestar athugasemdir á bloggum og það jaðrar við rasisma að meina honum og systrum hans að hella úr skálum heimsku sinnar og greindar í ríkum mæli.


5. - Þú skalt eigi mannorð deyða. Þótt einhver liggi vel við höggi og auðvelt sé að fá far með vinsældavagninum, jafnvel mæta á kertavökuna, skal forðast að lífláta fólk með gífuryrðum á blogginu. Munum Lúkasinn.


6. - Þú skalt eigi drýgja hór. Ef þú skoðar klámsíður, skaltu ekki halda því á lofti nema meðal fólks sem er hrifið af slíkri iðju. Ef þú hlakkaðir til að mæta á klámþingið á Hótel Sögu, skaltu ekki hafa orð á því.


7. - Þú skalt eigi stela. Hvað er þetta boðorð eiginlega að gera hérna? Er hægt að stela bloggi? Kannski útliti þess.


8. - Þú skalt eigi sníkjublogga. Að setjast að í kommentakerfi annarra með langar færslur og tjá þig um alla mögulega hluti, án þess að halda úti eigin bloggi, er frekar ófínt, nema hýsillinn fagni því á sama hátt og átvagl gleðst yfir súkkulaðikremi á hveitibrauðssneiðina sína. Gott sníkjublogg getur orðið list.


9. - Ekki girnast blogg náunga þíns, bloggvini hans eða neitt sem tilheyrir bloggi náunga þíns.. Byrjaðu bara að blogga á eigin spýtur.


10. -Þú skalt ekki tilbiðja falsblogg. Best er að hafa byrjað að blogga áður en allir fóru að blogga, tilheyra ekki bloggsamfélagi og frábiðja sér margar heimsóknir á síðuna því það er svo gott að tilheyra litlum og notalegum hópi. Mundu að á Vísirs blogginu eru Farísear, tollheimtumenn og annað pakk.


… hér var birting stöðvuð tímabundið meðan beðið er álits biskups…

Bara gaman að þessu.

Skjáumstum sæta fólk og endilega kommentið.

ATT000~122221kv Gunna.

 


Komin heim aftur...;)


Kæru vinir....
Hvað syngur svo í ykkur í dag???
Ég kom heim úr ferðarlaginu á miðvikudagskvöldið, já vorum bara stutt enda dýrt að gista á hóteli.
Við fengum æðislegt veður fyrir norðan eins og var reyndar út um allt land má segja. Og áttum frábæra daga í rólegheitum og höfðum það sko næææææs...
Fórum á Greifann og borðuðum þar um hádegið á þriðjud og spókuðum okkur í sólinni, svo um kvöldið að þá var ég búin að ákveða það að bjóða mínum manni upp á rómantískann kvöldverð..ætluðum á Plaza en það var ekkert um að vera þar svo við rölltum á Bautann er þar var allt fullt, þannig að leiðin lá þá á Friðrik V og ég get sagt ykkur það að ég sé sko ekki eftir að hafa prufað þann stað, þetta var sko 150% rómantískur kvöldverður...maturinn var borinn svo skemmtilega fram að ég ætlaði ekki að tíma að borða hann og dauðsé eftir að hafa ekki tekið myndir...þetta var sko listaverk og þjónustan fín, maturinn var æðislegur.
Svo fórum við af hótelinu á miðvikudaginn og farið í heimsóknir hingað og þangað um sveitina áður en við brenndum í bæinn.
Komum í bæinn um kl 22 um kvöldið og þá voru mínar vinkonur í kaffihúsa-stuði og það flugu sms í símann minn...HVENÆR verður þú komin í bæinn???  Enda ekkert smá gott veður, svo ég skellti mér með þeim þegar ég kom heim og það var æðilsega gaman hjá okkur (eins og alltaf) og nutum þess að sitja úti í góða veðrinu, og það var skrafað framyfir miðnætti...hehehe...


Perla mín..

Svo eitt að lokum, hún Perla mín á afmæli í dag, jamm hún er 3 ára eða í dýra-árum 21 árs...langaði bara til að láta þetta fylgja með í blogginu...hehehe..

En skjáumstum sæta fólk og hafið það gott.


P.S. Ég gleymdi að segja að við gistum á sama hóteli og í byrjun júlí og ég bað um herb með svölum ( þau eru nokkur með svölum) og við fengum SAMA herbergið og þá...hahahaha bara fyndið sko... þannig að herb 201 er OKKAR herbergi...hehehe...

kv. Gunna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband