Færsluflokkur: Bloggar
Þú verður að lesa þetta, þú gætir bjargað mannslífi.
14.8.2008 | 17:24
Gefðu þér smá stund til þess að lesa þetta:
Bara á eina stofnun - héraðssjúkrahúsið í Vestfold í Noregi - koma að
meðaltali 5 sjúklingar á dag með bráða heilablæðingu.
Heilablæðing ( líka nefnd Slag eða Heilablóðfall ) er í reynd þriðja
helsta dánarorsök í Noregi og fellir fólk á öllum aldri - þótt aldraðir séu þar í
meirihluta - Taktu nú eftir:
Það var veisla og Inga hrasaði og datt. Hún fullvissaði alla um, að allt
væri í lagi með sig ( þau buðu henni að hringja í lækni ) hún hefði bara hrasað um stein af
því að hún væri í nýjum skóm. Henni var hjálpað við að laga sig til og var færður matur
á nýjan disk ? og þrátt fyrir að hún virtist svolítið óstyrk, hélt Inga áfram að skemmta
sér það sem eftir var kvöldsins.
Maðurinn hennar hringdi seinna og sagði frá því að Inga hefði verið
flutt á spítalann og kl 6:00 um morguninn hefði hún verið dáin. Hún hafði fengið
heilablæðingu í veislunni.
Hefði fólkið vitað hvernig maður getur þekkt einkenni heilablæðingar,
væri Inga mögulega enn á lífi.....
Það tekur bara fáeinar mínútur að lesa þetta:
Taugalæknir fullyrðir að fái hann sjúkling með heilablæðingu til meðferðar innan þriggja tíma
geti hann afmáð allan skaða af völdum áfallsins ... Að fullu og öllu !
Að hans sögn, felst lausn vandans í því að fólk geti borið kennsl á einkennin, fengið greiningu
og komið sjúklingnum undir viðeigandi læknishendi innan þriggja tíma.
Að bera kennsl á Heilablæðingu (Slag)
-Nú segja læknar að allir geti lært að bera kennsl á heilablæðingu með því að
beita þremur einföldum ráðum:
1. * Biðja manneskjuna að HLÆJA .
2. * Biðja manneskjuna að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM
3. * Biðja manneskjuna að SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU
(sem er í samhengi) ( t.d. ...Sólin skín í dag).
Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvert þessara atriða -
hringið þá strax í neyðarnúmerið 112 og lýsið einkennunum.
Hjartasérfræðingur segir að ef allir sem fá þennan tölvupóst, senda hann áfram á 10 aðra,
getir þú að minnsta kosti reiknað með því að einu mannslífi verði bjargað.
LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA - DEILDU ÞESSU MEÐ EINS MÖRGUM OG ÞÚ GETUR
Er eitthvað til í þessu??? já ég hef alveg trú á því.
Skjáumst kv Gunna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það sem ég ætla að gera í dag...;)
9.8.2008 | 12:42

Hæhæ kæru vinir...hvað segist í dag???
Það er allt þokkalegt að frétta héðan úr firðinum..er búin að vera bara heima í rólegheitunum sem er barasta besta mál.
En ég ætla að kíkja í bæinn í dag með mínum vinkonum og standa einhver staðar á laugaveginum og fylgjast með GAY-PRIDE göngunni...hún er alltaf jafn litskrúðug og flott hjá þeim, og Páll Óskar alltaf jafn æðislegur...núna ætlar hann að frumflytja lag í göngunni skilst mér...það verður örugglega geggjað lag eins og alltaf hjá honum..en það kemur í ljós.
Og svo bara að spóka sig í góða veðrinu. Það er að vísu ekki eins gott og í fyrra, en só maður má bara vera fegin að það rigni ekki með hávaða roki.
En svo eftir það veit maður ekki hvað maður gerir, en það skýrist allt þegar á daginn líður enda er dagurinn ungur og kvöldið enn yngra og nóttin í vöggu...hehehe...
En allavega hafið það gott í dag hvað sem þið gerið.
Skjáumstum sæta fólk og munið eftir að kommenta.
kv. Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Komin heim aftur...;)
1.8.2008 | 16:27

Kæru vinir....
Hvað syngur svo í ykkur í dag???
Ég kom heim úr ferðarlaginu á miðvikudagskvöldið, já vorum bara stutt enda dýrt að gista á hóteli.
Við fengum æðislegt veður fyrir norðan eins og var reyndar út um allt land má segja. Og áttum frábæra daga í rólegheitum og höfðum það sko næææææs...
Fórum á Greifann og borðuðum þar um hádegið á þriðjud og spókuðum okkur í sólinni, svo um kvöldið að þá var ég búin að ákveða það að bjóða mínum manni upp á rómantískann kvöldverð..ætluðum á Plaza en það var ekkert um að vera þar svo við rölltum á Bautann er þar var allt fullt, þannig að leiðin lá þá á Friðrik V og ég get sagt ykkur það að ég sé sko ekki eftir að hafa prufað þann stað, þetta var sko 150% rómantískur kvöldverður...maturinn var borinn svo skemmtilega fram að ég ætlaði ekki að tíma að borða hann og dauðsé eftir að hafa ekki tekið myndir...þetta var sko listaverk og þjónustan fín, maturinn var æðislegur.
Svo fórum við af hótelinu á miðvikudaginn og farið í heimsóknir hingað og þangað um sveitina áður en við brenndum í bæinn.
Komum í bæinn um kl 22 um kvöldið og þá voru mínar vinkonur í kaffihúsa-stuði og það flugu sms í símann minn...HVENÆR verður þú komin í bæinn??? Enda ekkert smá gott veður, svo ég skellti mér með þeim þegar ég kom heim og það var æðilsega gaman hjá okkur (eins og alltaf) og nutum þess að sitja úti í góða veðrinu, og það var skrafað framyfir miðnætti...hehehe...

Perla mín..
Svo eitt að lokum, hún Perla mín á afmæli í dag, jamm hún er 3 ára eða í dýra-árum 21 árs...langaði bara til að láta þetta fylgja með í blogginu...hehehe..
En skjáumstum sæta fólk og hafið það gott.
P.S. Ég gleymdi að segja að við gistum á sama hóteli og í byrjun júlí og ég bað um herb með svölum ( þau eru nokkur með svölum) og við fengum SAMA herbergið og þá...hahahaha bara fyndið sko...
þannig að herb 201 er OKKAR herbergi...hehehe...
kv. Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bull-blogg dagsins....;)
24.7.2008 | 13:37

HALLÓ...kæru vinir..
Hvað segist í þessu hráslagalega-veðri sem er í dag..?? Og er búið að vera undan farna daga.
Já ég segi bara að í svona veðri verður maður frekar latur og tómur eitthvað.
Maður nennir ekki einu sinni að blogga, þá er nú mikið sagt.
En ég verð að gera eitthvað í því dæmi, því ekki get ég endalaust verið með afmælisbloggið í gangi..
neiiii... það gengur ekki sko.
En núna stend ég á gati og veit bara ekkert hvað ég á að blogga um..
hmmmm.....um hvað á ég að bulla núna??
Jú bíddu, nú veit ég..
ég ætla að ná í eina mynd sem fylgdi frétt á vísir.is í gær.
Sko hér er hún...
Já ég segi bara, það sem fólki dettur í hug. Og óhætt að segja að það sé engin skortur á hugmyndafluginu þarna.
En það er eins gott að lenda ekki i aftanákeyrslu vegna þess að athyglin beindist að gúmmi-typpi sem leikur lausum hala á götum borgarinnar,
það er frekar neiðarleg afsökun finnst mér.
Það yrði mikið nær að segjast (eins og í mínu tilfelli þar sem ég er kvk) hafa séð flottann og ómótstæðilegan karlmann á labbi á gangstéttinni.

Miklu betri afsökun það..
heheeh...
En mér skilst að gaurinn sem á bílinn sé búin að taka þetta niður, svo það er engin hætta á ferð vegna þessa.
En nú veit ég ekki hvað ég á að bulla meira,
ætli það sé ekki komið nóg af því í bili. Fólk nennir ekki endalaust að lesa um eitthvað bull.
Svo, skjáumst seinna sæta fólk, vona að ég hafi ekki hneykslað ykkur um of með þessu bulli mínu. Eigið góðan dag þrátt fyrir veðrið.
Kv. Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn minn.....;)
20.7.2008 | 10:36
Dagurinn minn....;)
Hæhæ kæru vinir...
Já þetta er dagurinn minn í dag, þannig að þetta blogg verður ekki langt í bili.
Ég verð með opið hús í dag á milli kl 14 og 17, og svo er mér boðið út að borða og förum nokkur saman og eigum að vera mætt kl 18.
Ég tók smá forskot á afmælið á föstudagskvöldið og vorum hér heima nokkur saman og svo var farið í bæinn, og ég skemmti mér svo vel og við öll. Þvílíkt stuð á okkur langt fram eftir öllu...

Afmælis-barn dagsins.
Jæja kæru vinir ætli ég verði ekki að láta þetta duga í bili, ég þarf að búa til salöt og skella í brauðtertu.
Skjáumstum sæta fólk.
kv Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Framh...af fyrra bloggi...fleirri myndir af stelpunni..
16.7.2008 | 23:56
Já hér eru fleirri myndir af litlu stelpunni..
[view: http://halbot.haluze.sk/images/2008-06/4222_ATT578756.jpg 650x432, 65959 B]
![http://halbot.haluze.sk/images/2008-06/4222_ATT578756.jpg [650x432, 65959 B]](http://halbot.haluze.sk/images/2008-06/4222_ATT578756.jpg)
[view: http://halbot.haluze.sk/images/2008-06/4222_ATT578757.jpg 650x439, 89086 B]
![http://halbot.haluze.sk/images/2008-06/4222_ATT578757.jpg [650x439, 89086 B]](http://halbot.haluze.sk/images/2008-06/4222_ATT578757.jpg)
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Minnsta stelpa í heimi...
16.7.2008 | 23:52
Hæhæ kæru vinir...hvað segið þið í dag????
Ég segi bara allt fínt sko...
Ég fann þetta á netheiminum...allt er nú hægt að finna þar..
Ææææjiii stelpu greyjið að vera svona lítil..en hún er algjört krútt , svo sæt stelpa.
Tiny teenager from India is smallest girl in the world
Last updated at 14:13 07 abril 2008
A teenager from India who stands at a tiny 1ft 11in (58cm) tall is the smallest girl in the world.
Jyoti Amge, 14, is shorter than the average two-year-old child and only weighs 11lb (5kg).
Scroll down for more...
She has a form of dwarfism called achondroplasia and won't grow any taller than her current height.
Due to her size, Jyoti has to have clothes and jewellery made for her. She sleeps in a tiny bed and uses special plates and cutlery to eat, as normal-sized utensils are too big.
Despite this, she goes to a regular school in Nagpur, central India, where she has her own small desk and chair, and her classmates treat her like any other student.
Scroll down for more...
Jyoti also shares common interests with other teenagers, with a love for DVDs and fashionable dresses.
She said: 'I am proud of being small. I love all the attention I get. I'm not scared of being small and I don't regret it.
'I'm just the same as other people. I eat like you, dream like you. I don't feel any different.'
Jyoti is treated like a mini-celebrity in her home town, where people flock to meet her and some even treat her like a goddess.
She will even be releasing an album with her favourite Indian pop star, the bhangra/rap star Mika Singh.
Scroll down for more...
Her mum, Ranjana Amge, 45, said: 'When Jyoti was born, she seemed quite normal. We came to know about her disorder when she was five.
'We consulted a specialist and he said she will be this size all of her life. Jyoti is small, yet cute, and we love her very much.'
Jyoti is ambitious and hopes to work as a Bollywood actress one day.
She said: 'I would love to work in a big city like Mumbai, act in films and travel to London and America.
Scroll down for more...
'I'm proud of being small. I love all the attention I get because of it.'
Her dad, Kishanji Amge, 52, said: 'I can't separate myself from her even for a single day. I love her very much.
'She makes me proud. Lots of gurus come to see and bless her. They pray for her happiness and long life.'
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ertu bloggvinur....????
12.7.2008 | 04:20
Hæhæ kæru vinir og bloggvinir.. eða á ég að kalla bloggvini eða "BLOGGVINI"..??? Ég bara spyr..sko.
Okei málið er það að mér finnst þessir svo kölluðu "bloggvinir" ekki standa sig í að COMMENTA nei þeir eru frekar lélegir í þeim efnum.
Ég á 12 bloggvini hérna en það eru aðeins 5 þeirra sem að commenta...ha???? HALLLLÓÓÓ... Ég hef commentað hjá ykkur öllum en...já ég er bara fúl út í ykku sem er bara skiljanlegt..þið væruð það líka ef engin commentaði hjá ykkur. sem að segir mér það að þið eruð ekki ALVÖRU bloggvinir sem commenta ALDREI....en, hinir eru æðislegir sem commenta og kunna það.
En eins og sagt er fáir vinir "trausir vinir" hinir eru bara kunningjar .....ef það nær svo langt.
Skjáumstum KANNSKI aftur einhverntímann... blesssssss Gunna.
P.S. Það er kannski vegna þess að ég er EKKI að tala um PÓLITÍK..eða ..Umhverfisnefnd...eða...hvað og hvað... nei ég held að ég láti mig bara hverfa héðan af þessu bloggsvæði...
Veit um nokkkra sem hafa gert það vegna lélegrar bloggvináttu.
En okei ADIOS.
Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þreytt í dag....;(
7.7.2008 | 22:56

Hæhæ kæru vinir og aðrir...
Ég sagði í síðasta bloggi að ég ætlaði að blogga þegar ég kæmi til baka úr ferðarlaginu, eeeeen ég er bara svo þreytt eftir ferðina að það hálfa væri nóg af helming.
Það var farið hingað og þangað til að heimsækja ættingjana hans Salla kallsins míns en þetta var of mikið í einu, og svo í lokin að þá var farið í brúðkaup en athöfnin fór fram í Þingeyraklausturskirkju en í styttingu og í daglegu tali að þá nefnist hún Þingeyrarkirkja. Nú og svo var veislan sjálf lengst upp í öræfum lá við, ég hef aldrei heyrt um þetta hótel fyrr, Hótel Borgarvirki. Svo það var mikið um keyrslu, og það er þreytandi til lengdar að sitja svona tímunum saman. ÚFF...ég er allavega þreytt og ætla að liggja í leti núna og blogga síðar.
Skjáumstum sæta fólk..
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig var...???
30.6.2008 | 14:27

Hæhæ kæru vinir...
Hvað segist svo í dag??? Hvernig var helgin hjá ykkur???
Hjá mér var hún bara róleg, gerði ekkert skemmtilegt..þannig lagað séð.
En svo í gær (sunnudag) að þá var ég að hjálpa múttu minni að flytja..frá himnaríki og niður..
já hún var að skipta um íbúð við konu sem var á 1 hæð en mútta var á 5 hæð. Þetta var doltið púsluspil þar sem önnur þeirra varð að setja sína búslóð fram á gang..og mútta reið á vaðið með það og fylltum AÐEINS 3 ganga..heheeh..en það var í lagi.
Og svo byrjaði hamagangurinn að flytja á milli hæða..það var hersingi af fólki til þess. Bjuggumst við endalausum árekstrum en nei þetta gekk eins og smurt, þannig að púsluspilið gekk upp án vandræða. Þau sem voru að flytja dót upp tóku með sér dót niður og svo öfugt.
Byrjuðum á þessu um kl 13.30 og það var allt búið um kl 15.00. Og samt var bara ein stór lyfta sem hægt var að nota þar sem hin er svo lítil að hún rétt rúmar 4 grannar manneskjur.
Já talandi um lyftur..að þá er ég ekki vel við þær eftir að ég festist í lyftu fyrir örfáum árum, býð ekki nokkurri manneskju í það dæmi get ég sagt ykkur. Ég er með svo mikla innilokunarkennd að það hálfa væri nóg af helming.
En ég komst alltaf upp og niður þegar ég heimsótti múttu, en svo í gær að þá vorum við búin með allt uppi og fórum niður með rest að þá fór ég í lyftunni niður en ég var ekki ein nei Maggi vinur minn var líka. Okei ég ýtti á takka 1 en nei hún þaut upp og ALLA leið upp á 11 hæð takk fyrir og ég bara OMG neiiii..ekki gera mér þetta.
En það kom engin inn á þeirri hæð. Jæja svo fór hún niður eeeeeeen hún stoooooppar á milli 8 og 9 hæð og ég panikaðist og var að því komin að fá taugakast
en Maggi reyndi að róa mig niður, svo fór lyftan af stað og´þegar við vorum komin niður ég flýtti mér svo út úr lyftunni og var skjálfandi og nötrandi, var í bullandi sjokki bara. Ég hélt á dóti og það glammraði í höndunum á mér. Já lyftan kvaddi mig með glæs...
En það var svo sem ekkert skrítið að lyftan væri svona rugluð orðin þar sem búið var að nota hana svo mikið, hún var stanslaust í gangi með þungt dót, og þetta eru eldgamlar lyftur. Þær þola ekki svona rosalega mikið álag þær bara ruglast vegna elli..hehehe..
En ég er óskaplega fegin að mútta er komin á fyrstu hæð.
Ekkert lyftuvandamál..
En áður en ég fór í lyftuna að þá sagði ég einmitt við múttu að ég ætlaði að labba niður, ég væri ekki alveg að treysta þeim í dag, ég hefði bara átt að gera það. En svona er þetta þegar maður fer ekki eftir sínu hugboði...
Og svo sagði Eiki bró að lyftan hafi stoppað þegar þeir voru að flytja dótið niður og hún væri að fara upp án þess að nokkur hafi pantað hana. Og fór alltaf upp á 11 og 12 hæð. Ég segi bara enn og aftur....hún ÞOLDI ekki ÁLAGIÐ og RUGLAÐIST vegna ELLI...blessunin..
Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili, búin að fá útrás vegna lyftufjandanns..

Blogga kannski aftur í dag eða í kvöld, já eða bæði bara..hehe..
Skjáumstum sæta fólk.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)