Komin heim aftur...;)


Kæru vinir....
Hvað syngur svo í ykkur í dag???
Ég kom heim úr ferðarlaginu á miðvikudagskvöldið, já vorum bara stutt enda dýrt að gista á hóteli.
Við fengum æðislegt veður fyrir norðan eins og var reyndar út um allt land má segja. Og áttum frábæra daga í rólegheitum og höfðum það sko næææææs...
Fórum á Greifann og borðuðum þar um hádegið á þriðjud og spókuðum okkur í sólinni, svo um kvöldið að þá var ég búin að ákveða það að bjóða mínum manni upp á rómantískann kvöldverð..ætluðum á Plaza en það var ekkert um að vera þar svo við rölltum á Bautann er þar var allt fullt, þannig að leiðin lá þá á Friðrik V og ég get sagt ykkur það að ég sé sko ekki eftir að hafa prufað þann stað, þetta var sko 150% rómantískur kvöldverður...maturinn var borinn svo skemmtilega fram að ég ætlaði ekki að tíma að borða hann og dauðsé eftir að hafa ekki tekið myndir...þetta var sko listaverk og þjónustan fín, maturinn var æðislegur.
Svo fórum við af hótelinu á miðvikudaginn og farið í heimsóknir hingað og þangað um sveitina áður en við brenndum í bæinn.
Komum í bæinn um kl 22 um kvöldið og þá voru mínar vinkonur í kaffihúsa-stuði og það flugu sms í símann minn...HVENÆR verður þú komin í bæinn???  Enda ekkert smá gott veður, svo ég skellti mér með þeim þegar ég kom heim og það var æðilsega gaman hjá okkur (eins og alltaf) og nutum þess að sitja úti í góða veðrinu, og það var skrafað framyfir miðnætti...hehehe...


Perla mín..

Svo eitt að lokum, hún Perla mín á afmæli í dag, jamm hún er 3 ára eða í dýra-árum 21 árs...langaði bara til að láta þetta fylgja með í blogginu...hehehe..

En skjáumstum sæta fólk og hafið það gott.


P.S. Ég gleymdi að segja að við gistum á sama hóteli og í byrjun júlí og ég bað um herb með svölum ( þau eru nokkur með svölum) og við fengum SAMA herbergið og þá...hahahaha bara fyndið sko... þannig að herb 201 er OKKAR herbergi...hehehe...

kv. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Gaman þegar allt tekst svona vel.

Kötturinn þinn er algjör perla, þvílíkt sæt - til hamingju með afmælið hennar.

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Aprílrós

Gott að ferðin heppnaðist vel.

Kveðja Guðrun Ing 

Aprílrós, 4.8.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband