Gærdagurinn....;)
16.8.2008 | 16:41
Góðan daginn kæru vinir...
Eru ekki allir í góðu skapi í dag???? Í dag er ég bara í afslöppun....tek ég mig ekki vel út á þessari mynd???? hehehe...
Þar sem ég var ekki að nenna að blogga í gær, að þá ætla ég að skella inn hérna einu um daginn í gær.
Já ég var ekkert smá dugleg skal ég segja ykkur ég þreif og þvoði, ekki það að það sé allt í skít og viðbjóði, neiiiiiii ég þoli nefnilega ekki skít og drasl og þess háttar viðbjóð.
Ég sem sagt tók allt í gegn, þessi svo kölluðu heimilisverk, og alltaf getur maður fundið ryk hér og ryk þar bara endalaust ryk og þar sem ég er með 2 ketti að þá er nóg af kattarhárum, jamm það er þessi árstími sem þeir fara meira úr hárum en vanalega. Og þá er ekkert auðvelt að ryksuga.
Ég var eiginlega búin á því eftir þá athöfn. En ég lét það samt ekkert stoppa mig, neiii ég hélt áfram þar til allt var búið. Ég er ein af þeim sem hættir ekkert fyrr en verkið er búið sama hversu þreytt ég er á eftir eða hvort ég sé búin að gera alveg útaf við mig líkamlega.Já ég veit, en það er bara svo erfitt að hætta þegar eitthvað er eftir. Ég er líka ein af þeim sem er með fullkomnunar-áráttu það verður allt að vera 100% hjá mér ef ekki meir.
En ég var líka ógó ánægð þegar ég lagðist upp í sófa í gærkvöldi og góndi á imbann. En ég var líka orðin vel þreytt og sifjuð um kl 1 í nótt, enda henti ég mér í rúmið þá og stein sofnaði með það sama. Og svo vakna ég svona líka helv.....hress í morgun og það fyrir kl 6, en ég var ekki að nenna framúr fyrr en kl um 8, enda engin ástæða að ræsa sig svo snemma.
En nóg komið af bullinu í mér og hafið það bara gott í dag.
Skjáumstum sæta fólk, og munið að kommenta þið sem nennið að lesa bullið mitt.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góða helgi....;)
15.8.2008 | 22:03
Hæhæ kæru vinir.... ég ætla ekkert að blogga í kvöld.
Svo ég segi bara GÓÐA HELGI kæru vinir og hafið það ógó gott.
Sjálf ætla ég að henda mér upp í sófa með jamm með popp og kóka cola og góna á imbann og hafa það næs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þú verður að lesa þetta, þú gætir bjargað mannslífi.
14.8.2008 | 17:24
Gefðu þér smá stund til þess að lesa þetta:
Bara á eina stofnun - héraðssjúkrahúsið í Vestfold í Noregi - koma að
meðaltali 5 sjúklingar á dag með bráða heilablæðingu.
Heilablæðing ( líka nefnd Slag eða Heilablóðfall ) er í reynd þriðja
helsta dánarorsök í Noregi og fellir fólk á öllum aldri - þótt aldraðir séu þar í
meirihluta - Taktu nú eftir:
Það var veisla og Inga hrasaði og datt. Hún fullvissaði alla um, að allt
væri í lagi með sig ( þau buðu henni að hringja í lækni ) hún hefði bara hrasað um stein af
því að hún væri í nýjum skóm. Henni var hjálpað við að laga sig til og var færður matur
á nýjan disk ? og þrátt fyrir að hún virtist svolítið óstyrk, hélt Inga áfram að skemmta
sér það sem eftir var kvöldsins.
Maðurinn hennar hringdi seinna og sagði frá því að Inga hefði verið
flutt á spítalann og kl 6:00 um morguninn hefði hún verið dáin. Hún hafði fengið
heilablæðingu í veislunni.
Hefði fólkið vitað hvernig maður getur þekkt einkenni heilablæðingar,
væri Inga mögulega enn á lífi.....
Það tekur bara fáeinar mínútur að lesa þetta:
Taugalæknir fullyrðir að fái hann sjúkling með heilablæðingu til meðferðar innan þriggja tíma
geti hann afmáð allan skaða af völdum áfallsins ... Að fullu og öllu !
Að hans sögn, felst lausn vandans í því að fólk geti borið kennsl á einkennin, fengið greiningu
og komið sjúklingnum undir viðeigandi læknishendi innan þriggja tíma.
Að bera kennsl á Heilablæðingu (Slag)
-Nú segja læknar að allir geti lært að bera kennsl á heilablæðingu með því að
beita þremur einföldum ráðum:
1. * Biðja manneskjuna að HLÆJA .
2. * Biðja manneskjuna að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM
3. * Biðja manneskjuna að SEGJA EINA EINFALDA SETNINGU
(sem er í samhengi) ( t.d. ...Sólin skín í dag).
Ef viðkomandi á í erfiðleikum með eitthvert þessara atriða -
hringið þá strax í neyðarnúmerið 112 og lýsið einkennunum.
Hjartasérfræðingur segir að ef allir sem fá þennan tölvupóst, senda hann áfram á 10 aðra,
getir þú að minnsta kosti reiknað með því að einu mannslífi verði bjargað.
LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA - DEILDU ÞESSU MEÐ EINS MÖRGUM OG ÞÚ GETUR
Er eitthvað til í þessu??? já ég hef alveg trú á því.
Skjáumst kv Gunna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það sem ég ætla að gera í dag...;)
9.8.2008 | 12:42
Hæhæ kæru vinir...hvað segist í dag???
Það er allt þokkalegt að frétta héðan úr firðinum..er búin að vera bara heima í rólegheitunum sem er barasta besta mál.
En ég ætla að kíkja í bæinn í dag með mínum vinkonum og standa einhver staðar á laugaveginum og fylgjast með GAY-PRIDE göngunni...hún er alltaf jafn litskrúðug og flott hjá þeim, og Páll Óskar alltaf jafn æðislegur...núna ætlar hann að frumflytja lag í göngunni skilst mér...það verður örugglega geggjað lag eins og alltaf hjá honum..en það kemur í ljós.
Og svo bara að spóka sig í góða veðrinu. Það er að vísu ekki eins gott og í fyrra, en só maður má bara vera fegin að það rigni ekki með hávaða roki.
En svo eftir það veit maður ekki hvað maður gerir, en það skýrist allt þegar á daginn líður enda er dagurinn ungur og kvöldið enn yngra og nóttin í vöggu...hehehe...
En allavega hafið það gott í dag hvað sem þið gerið.
Skjáumstum sæta fólk og munið eftir að kommenta.
kv. Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Blogg-boðorðin...
7.8.2008 | 02:16
1 - Ég er bloggið þitt. Þú skalt ekki önnur blogg hafa.
2 - Heiðra skaltu föður þinn og móður. Sá sem stelur hugmynd frá öðrum og birtir á bloggi sínu ætti að hunskast til að tengja á heimildina eða hrósa höfundi fyrir hugmyndaflug.
3 - Halda skaltu hvíldardaginn heilagan Sá sem bloggar á sunnudögum og birtir það, lifir sennilega tilbreytingalausu lífi. Tilvalið er að semja allar færslur vikunnar á sunnudögum og drita þeim inn eftir geðþótta á virkum dögum til að lesendur haldi að bloggarinn hafi ekkert fyrir þessu.
4 - Þú skalt leyfa athugasemdir. Blogg án athugasemda eru eins og fólk án kynfæra. Flott útlit en engir möguleikar á gagnvirkni. Munum að Óskar Nafnleyndar gerir langflestar athugasemdir á bloggum og það jaðrar við rasisma að meina honum og systrum hans að hella úr skálum heimsku sinnar og greindar í ríkum mæli.
5. - Þú skalt eigi mannorð deyða. Þótt einhver liggi vel við höggi og auðvelt sé að fá far með vinsældavagninum, jafnvel mæta á kertavökuna, skal forðast að lífláta fólk með gífuryrðum á blogginu. Munum Lúkasinn.
6. - Þú skalt eigi drýgja hór. Ef þú skoðar klámsíður, skaltu ekki halda því á lofti nema meðal fólks sem er hrifið af slíkri iðju. Ef þú hlakkaðir til að mæta á klámþingið á Hótel Sögu, skaltu ekki hafa orð á því.
7. - Þú skalt eigi stela. Hvað er þetta boðorð eiginlega að gera hérna? Er hægt að stela bloggi? Kannski útliti þess.
8. - Þú skalt eigi sníkjublogga. Að setjast að í kommentakerfi annarra með langar færslur og tjá þig um alla mögulega hluti, án þess að halda úti eigin bloggi, er frekar ófínt, nema hýsillinn fagni því á sama hátt og átvagl gleðst yfir súkkulaðikremi á hveitibrauðssneiðina sína. Gott sníkjublogg getur orðið list.
9. - Ekki girnast blogg náunga þíns, bloggvini hans eða neitt sem tilheyrir bloggi náunga þíns.. Byrjaðu bara að blogga á eigin spýtur.
10. -Þú skalt ekki tilbiðja falsblogg. Best er að hafa byrjað að blogga áður en allir fóru að blogga, tilheyra ekki bloggsamfélagi og frábiðja sér margar heimsóknir á síðuna því það er svo gott að tilheyra litlum og notalegum hópi. Mundu að á Vísirs blogginu eru Farísear, tollheimtumenn og annað pakk.
hér var birting stöðvuð tímabundið meðan beðið er álits biskups
Bara gaman að þessu.
Skjáumstum sæta fólk og endilega kommentið.
Komin heim aftur...;)
1.8.2008 | 16:27
Kæru vinir....
Hvað syngur svo í ykkur í dag???
Ég kom heim úr ferðarlaginu á miðvikudagskvöldið, já vorum bara stutt enda dýrt að gista á hóteli.
Við fengum æðislegt veður fyrir norðan eins og var reyndar út um allt land má segja. Og áttum frábæra daga í rólegheitum og höfðum það sko næææææs...
Fórum á Greifann og borðuðum þar um hádegið á þriðjud og spókuðum okkur í sólinni, svo um kvöldið að þá var ég búin að ákveða það að bjóða mínum manni upp á rómantískann kvöldverð..ætluðum á Plaza en það var ekkert um að vera þar svo við rölltum á Bautann er þar var allt fullt, þannig að leiðin lá þá á Friðrik V og ég get sagt ykkur það að ég sé sko ekki eftir að hafa prufað þann stað, þetta var sko 150% rómantískur kvöldverður...maturinn var borinn svo skemmtilega fram að ég ætlaði ekki að tíma að borða hann og dauðsé eftir að hafa ekki tekið myndir...þetta var sko listaverk og þjónustan fín, maturinn var æðislegur.
Svo fórum við af hótelinu á miðvikudaginn og farið í heimsóknir hingað og þangað um sveitina áður en við brenndum í bæinn.
Komum í bæinn um kl 22 um kvöldið og þá voru mínar vinkonur í kaffihúsa-stuði og það flugu sms í símann minn...HVENÆR verður þú komin í bæinn??? Enda ekkert smá gott veður, svo ég skellti mér með þeim þegar ég kom heim og það var æðilsega gaman hjá okkur (eins og alltaf) og nutum þess að sitja úti í góða veðrinu, og það var skrafað framyfir miðnætti...hehehe...
Perla mín..
Svo eitt að lokum, hún Perla mín á afmæli í dag, jamm hún er 3 ára eða í dýra-árum 21 árs...langaði bara til að láta þetta fylgja með í blogginu...hehehe..
En skjáumstum sæta fólk og hafið það gott.
P.S. Ég gleymdi að segja að við gistum á sama hóteli og í byrjun júlí og ég bað um herb með svölum ( þau eru nokkur með svölum) og við fengum SAMA herbergið og þá...hahahaha bara fyndið sko... þannig að herb 201 er OKKAR herbergi...hehehe...
kv. Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Farin í fríið....;)
28.7.2008 | 14:15
Hæhæ vinir.
Nú er ég orðin klár fyrir ferðarlagið og búin að loka og læsa öllu. Það eina sem er eftir er að slökkva á tölvunni.. hehehe..
Jamm það er best að fara hendast í bílinn og bruna norður í sólina.
Svo ég segi bara, hafið það gott (í rigningunni) á meðan ég er í burtu og vona að þið saknið mín ekki mjög mikið... hehehe..
you
Kv. Gunna.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smá-frí...;)
28.7.2008 | 01:48
Hæhæ kæru vinir....
Nú er ég að fara í smá blogg-frí, þar sem við erum að fara norður á Akureyri AFTUR...jamm við erum að skila krökkunum hans kallsins míns. Þau eru búin að vera hér hjá okkur allan mánuðinn, eða við sóttum þau í byrjun júlí. Við ætluðum að gista í heimahúsi þarna á Akureyri en þar er fullt hús af gestum og ekkert pláss, og við verðum örugglega ekki í tjaldi nei nei nei... þannig að við verðum að gista þá á hóteli. Verðum á sama hóteli og við vorum á síðast eða á Hótel Norðurlandi gistum allavega í 2 nætur, spurning með þá þriðju.... eeeen...það kemur bara í ljós.
Já það verður lagt af stað einhvern tímann á morgun (mánudag) veit ekki nákvæmlega hvenær. Ég þarf allavega að fara í dýraríkið og versla mat handa fjórfættlingunum mínum..já og sonur minn ætlar að huga að þeim á meðan, kemur daglega eftir vinnu og gefur þeim og það sem þarf að gera í kringum þá.
En ég er búin að panta sól á Akureyri og það er ein bloggvinkona mín þarna á AK sem ætlar að halda í hana og passa að hún fari ekki neitt....já hún LOFAÐI því allavega ég á tvær bloggvinkonur þarna svo það er spurning ef þær taka sig saman í að halda í sólina að þá mun hún örugglega ekki ná að fara neitt.... Það á nefnilega að vera rigning hér í borginni og í þessum töluðum orðum já eða rituðum reyndar að þá er byrjað að rigna svo það er fínt að skreppa í sólina og góða veðrið.
Ég vona að það verði meiri slökun núna á Ak en það var síðast. Þá var keyrt hingað og þangað og svo í brúðkaup sem sagt endlaus keyrsla. Enda var ég dauð já dauðþreytt þegar við komum í bæinn. ÆÆÆJJJ ég er ekki að nenna að vera svoleiðis aftur takk fyrir. En það er að vísu ekkert brúðkaup núna. Svo að það munar því.
Jæja ætli ég láti þetta pár mitt ekki duga í bili, enda komin nótt og ég þarf að vakna kl 8 í fyrramálið og tala við þá á hótelinu, já hann vildi það sá sem ég talaði við í kvöld honum fannst það svona öruggara og uppá að ekkert fari í vitleysu þar sem hótelið er að tæmast á morgun.
En skjáumstum sæta fólk, ég kem kannski með smá kveðjublogg í fyrramálið.
Gunna.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki láta þetta framhjá þér fara....;)
27.7.2008 | 14:46
Þegar ég (Bjarni) var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til
hliðar og þar var kona á splunkunýjum BMW.
Hún var á svona 120 km hraða með andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á
fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogann á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein
og samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni.
Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið og ná stjórn á bílnum
sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á milli
fótanna.
Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og
tvíburana tvo.
Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr munninum og brenndi hún
stórt gat á sparijakkann,
og ég missti af mikilvægu símtali!
Hvað er að þessum helv........ kellingum?
Ég bara varð að koma með þetta, þessi er sá sterkasti sem ég hef heyrt lengi...hahahaha;D Commentið svo hvernig ykkur fannst þessi..
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bull-blogg dagsins....;)
24.7.2008 | 13:37
HALLÓ...kæru vinir..
Hvað segist í þessu hráslagalega-veðri sem er í dag..?? Og er búið að vera undan farna daga.
Já ég segi bara að í svona veðri verður maður frekar latur og tómur eitthvað.Maður nennir ekki einu sinni að blogga, þá er nú mikið sagt.
En ég verð að gera eitthvað í því dæmi, því ekki get ég endalaust verið með afmælisbloggið í gangi.. neiiii... það gengur ekki sko.
En núna stend ég á gati og veit bara ekkert hvað ég á að blogga um.. hmmmm.....um hvað á ég að bulla núna?? Jú bíddu, nú veit ég.. ég ætla að ná í eina mynd sem fylgdi frétt á vísir.is í gær.
Sko hér er hún...
Já ég segi bara, það sem fólki dettur í hug. Og óhætt að segja að það sé engin skortur á hugmyndafluginu þarna.
En það er eins gott að lenda ekki i aftanákeyrslu vegna þess að athyglin beindist að gúmmi-typpi sem leikur lausum hala á götum borgarinnar, það er frekar neiðarleg afsökun finnst mér.
Það yrði mikið nær að segjast (eins og í mínu tilfelli þar sem ég er kvk) hafa séð flottann og ómótstæðilegan karlmann á labbi á gangstéttinni.
Miklu betri afsökun það.. heheeh...
En mér skilst að gaurinn sem á bílinn sé búin að taka þetta niður, svo það er engin hætta á ferð vegna þessa.
En nú veit ég ekki hvað ég á að bulla meira, ætli það sé ekki komið nóg af því í bili. Fólk nennir ekki endalaust að lesa um eitthvað bull.
Svo, skjáumst seinna sæta fólk, vona að ég hafi ekki hneykslað ykkur um of með þessu bulli mínu. Eigið góðan dag þrátt fyrir veðrið.
Kv. Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)