Færsluflokkur: Spaugilegt
Hugmyndaflug...;)
21.8.2008 | 12:52
Alveg er það ótrúlegt hvað fólk getur duddað sér við að búa til.
Mátti til að setja þetta með ykkur til skemmtunnar, þar sem þetta er gott grín.
Fyrir þá sem ekki hafa fengið þetta sent á maili .
Hugmyndaflug fólks er yndislegt.
25 ástæður fyrir því hvers vegna ætti að veita áfengi á vinnustöðum!
Bæði fyrir yfirmenn, starfsfólk og kúnna.
1. Það er góð ástæða fyrir því að mæta yfirleitt til vinnu.
2. Áfengi dregur úr stressi og spennu, eða virðist allavegana gera það.
3. Áfengi gerir öll samskipti opinskárri.
4. Þegar fólk er góðglatt kvartar það síður yfir lágum launum.
5. Fjarvistum vegna timburmanna fækkar.
6. Starfsmenn segja yfirmönnum sínum hvað þeim finnst, ekki það sem þeir vilja heyra.
7. Fólk þarf ekki að leita að bílastæðum þar sem enginn kemur á bíl til vinnu.
8. Fundir verða ef til vill ekki árangursríkir en hins vegar miklu skemmtilegri.
9. Það eykur starfsgleði fólks. Þeir sem eru í vondu starfi láta sér það í léttu rúmi liggja.
10. Frídögum fækkar þar sem fólk vill frekar mæta í vinnuna en að hanga heima.
11. Samstarfsfókið lítur betur út.
12. Maturinn í mötuneytinu virðist bragðast betur.
13. Yfirmenn eru ósparir á kauphækkanir þegar þeir eru undir áhrifum.
14. Aukin bjartsýni eykur tiltrú fólks á fyrirtækinu.
15. Það er ekki jafn pínlegt að ropa á fundum.
16. Starfsmenn vinna lengur þar sem það er engin ásatæða til að kíkja á barinn á leiðinni heim.
17. Starfsfólk er ófeimnara við að viðra hugmyndir sínar.
18. Fóki finnst vinnan léttari eftir að það hefur fengið sér 1-2 drykki.
19. Minni líkur á að fólk helli sig fullt í hádeginu.
20. Auknar líkur á að þú sjáir yfirmann þinn nakinn.
21. Bætt samskipti við Rússa.
22. Ræstingaskápurinn verður loksins að einhverju gagni.
23. Fólk þarf ekki lengur að notast við kaffi til að láta renna af sér.
24. Það þykir ekki lengur djarft að sitja á ljósritunarvélinni.
25. Það er ekkert óvanalegt við að vera þvoglumæltur.
Eigið góðan dag kæru vinir....blogga meira á eftir.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv Gunna.
Blogg-boðorðin...
7.8.2008 | 02:16
1 - Ég er bloggið þitt. Þú skalt ekki önnur blogg hafa.
2 - Heiðra skaltu föður þinn og móður. Sá sem stelur hugmynd frá öðrum og birtir á bloggi sínu ætti að hunskast til að tengja á heimildina eða hrósa höfundi fyrir hugmyndaflug.
3 - Halda skaltu hvíldardaginn heilagan Sá sem bloggar á sunnudögum og birtir það, lifir sennilega tilbreytingalausu lífi. Tilvalið er að semja allar færslur vikunnar á sunnudögum og drita þeim inn eftir geðþótta á virkum dögum til að lesendur haldi að bloggarinn hafi ekkert fyrir þessu.
4 - Þú skalt leyfa athugasemdir. Blogg án athugasemda eru eins og fólk án kynfæra. Flott útlit en engir möguleikar á gagnvirkni. Munum að Óskar Nafnleyndar gerir langflestar athugasemdir á bloggum og það jaðrar við rasisma að meina honum og systrum hans að hella úr skálum heimsku sinnar og greindar í ríkum mæli.
5. - Þú skalt eigi mannorð deyða. Þótt einhver liggi vel við höggi og auðvelt sé að fá far með vinsældavagninum, jafnvel mæta á kertavökuna, skal forðast að lífláta fólk með gífuryrðum á blogginu. Munum Lúkasinn.
6. - Þú skalt eigi drýgja hór. Ef þú skoðar klámsíður, skaltu ekki halda því á lofti nema meðal fólks sem er hrifið af slíkri iðju. Ef þú hlakkaðir til að mæta á klámþingið á Hótel Sögu, skaltu ekki hafa orð á því.
7. - Þú skalt eigi stela. Hvað er þetta boðorð eiginlega að gera hérna? Er hægt að stela bloggi? Kannski útliti þess.
8. - Þú skalt eigi sníkjublogga. Að setjast að í kommentakerfi annarra með langar færslur og tjá þig um alla mögulega hluti, án þess að halda úti eigin bloggi, er frekar ófínt, nema hýsillinn fagni því á sama hátt og átvagl gleðst yfir súkkulaðikremi á hveitibrauðssneiðina sína. Gott sníkjublogg getur orðið list.
9. - Ekki girnast blogg náunga þíns, bloggvini hans eða neitt sem tilheyrir bloggi náunga þíns.. Byrjaðu bara að blogga á eigin spýtur.
10. -Þú skalt ekki tilbiðja falsblogg. Best er að hafa byrjað að blogga áður en allir fóru að blogga, tilheyra ekki bloggsamfélagi og frábiðja sér margar heimsóknir á síðuna því það er svo gott að tilheyra litlum og notalegum hópi. Mundu að á Vísirs blogginu eru Farísear, tollheimtumenn og annað pakk.
hér var birting stöðvuð tímabundið meðan beðið er álits biskups
Bara gaman að þessu.
Skjáumstum sæta fólk og endilega kommentið.
Ekki láta þetta framhjá þér fara....;)
27.7.2008 | 14:46
Þegar ég (Bjarni) var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til
hliðar og þar var kona á splunkunýjum BMW.
Hún var á svona 120 km hraða með andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á
fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogann á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein
og samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni.
Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið og ná stjórn á bílnum
sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á milli
fótanna.
Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og
tvíburana tvo.
Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr munninum og brenndi hún
stórt gat á sparijakkann,
og ég missti af mikilvægu símtali!
Hvað er að þessum helv........ kellingum?
Ég bara varð að koma með þetta, þessi er sá sterkasti sem ég hef heyrt lengi...hahahaha;D Commentið svo hvernig ykkur fannst þessi..
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólarlandaferð....;)
13.7.2008 | 17:26
Hæhæ..kæru vinir...
Í tilefni af sólarleysinu að þá fannst mér rétt að koma með einn góðan um sólarlandaferð.
Sólarlandaferð....;)
Þegar hráslagalegt hafði verið um hríð,
ákváðu hjón ein að flýja vetur konung í viku
og pöntuðu sér ferð suður í höf.
Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar
en áætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan..+
Þegar eiginmaðurinn er kominn á
hótelið rífur hann upp ferðatölvuna
og skrifar strax bréf til konu sinnar.
Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í
heimilisfanginu og lenti bréfið hjá ekkju einni
sem nýbúin var að jarðsetja sinn heittelskaða.
Ekkjan sem rétt var búin að jafna sig eftir athöfnina,
var í þann mund að líta eftir samúðakveðjum.
Þegar bréfið barst..
Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði
fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað yfir skjáinn:
Til:Konunnar sem varð eftir
Frá:Manninum sem fór á undan
Efni: Er kominn á áfangastað
Elskan,
Er komin heill á húfi.
Er búin að kynna mér allar aðstæður
og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun.
Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju.
Ástarkveðjur,
Þinn eiginmaður.
P.S Fjandi heitt hérna niðurfrá.
Hahahaha.... það er eins gott að ritskoða áður en það er sent svo e-mail-ið fari á réttan stað,
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Sumarbros.....;)
1.7.2008 | 14:07
Hæhæ kæru vinir....
Ég fékk þetta sent í pósti...og ákvað að setja það hér inn.
Líka að því að það vantar sólina og er bara rok og leiðindi, og eins hvort mér tækist að fá einhvern til að setja upp sumarbros svona í sólarleysinu....
Sumarbros
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri
dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum
við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Sendu þessa orðsendingu til að minnsta kosti fimm frábærra kvenna í dag og
eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum
konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa.
En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla
niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!
Þetta fékk mig allavega til að brosa
En hvað með þig????? Brostirðu?????
Skjáumstum sæta fólk.
kv. Gunna.
Ert þú vitrari en ljóskan....??
28.6.2008 | 15:11
Viltu vinna milljón?
Hafið blað og skriffæri og svarið spurningunni um leið. Ekki svindla með því að skrolla niður annars er ekkert gaman að þessu.
Ljóskan tekur þátt í "Viltu vinna milljón"
Hér kemur fyrsta spurningin
1 Hve langan tíma tók 100 ára stríðið
a) 116 ár
b) 99 ár
c) 100 ár
d) 150 ár
Hún sat hjá í þessari spurningu
2. Í hvaða landi var Panama hatturinn fundinn upp?
a) Brasiliu
b) Chile
c) Panama
d) Equador
Ljóskan spyr salinn
3. Í hvaða mánuði er október byltingin haldin hátíðleg ?
a) Janúar
b) September
c) Október
d) Nóvember
Ljóskan hringdi
4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI?
a) Albert
b) Georg
c) Manuel
d) Robert
Ljóskan tekur út tvö röng svör
5. Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?
a) Kanari fugli
b) Kengúru
c) Sel
d) Rottu
Ljóskan hætti
Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni,
þá skaltu lesa réttu svörin að neðan
1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453.
2. Panama hatturinn var hannaður í Equador.
3.Október biltingin er haldin 7.Nóvember
4.Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn
5.Kanari eyjar eru nefndar eftir sel Latneska nafnið Insukaria Canaria þýðir selseyjar.
Svaraðu nú hver veit betur þú eða ljóskan?
Og svo kommenta....;) ekki vera svona feimin við það, ég bít ekki.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í tilefni dagsins....;)
27.6.2008 | 19:20
Hæhæ..djö..ég dúúúúleg að blogga... bara önnur færslan í dag..hehehehe...
já ég get verið óstöðvandi í þeim efnum ..ef ég dett í það...ég meina í bloggiðhíhíhí..
Kom með þetta svona í tilefni dagsins..já það er flöskudagur..uuu..meina föstudagur..
Föstudagskaka með banana.
Uppskrift:
2 stk brosandi augu.
2 stk mjúkir armar.
2 stk velvaxnir fætur.
2 stk stinn mjólkurílát.
1 stk loðinn formur.
1 stk banani.
Aðferð: Horfðu djúpt inn í brosandi augun.
Færðu hina velvöxnu fætur í sundur
og þrýstu varlega mjólkurílátinu þar
til formurinn er smurður.
Bættu bananum út í og færðu hann
varlega fram og til baka þangað til
hann er mjög vel smurður.
Puntaðu með eggjahvítu.
Kakan er tilbúinn þegar bananinn er
orðinn mjúkur.
Mundu svo að þvo áhöldin, því þau eiga
vonandi að notast aftur.
ATH: Ef kakan byrjar að lyfta sér,
láttu þig þá hverfa úr bænum.
Skjáumstum sæta fólk.
kv. Gunna.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er bara......;)
26.6.2008 | 23:08
frábært
Hæ hæ elskulegi eiginmaður.
... Áður en þú kemur heim úr viðskiptaferðinni vil ég bara láta þig vita um smá óhapp sem varð hér heima. Ég vil samt taka fram að það er allt í lagi með mig og ég er alveg ómeidd, svo þú hafir ekki óþarfa áhyggjur.
Málið er að þegar ég var að koma heim úr búðinni í gær á stóra pallbílnum og var að beygja inn í innkeyrsluna varð ég fyrir því að, í stað þess að stíga á bremsuna, steig ég óvart á bensíngjöfina. Bílskúrshurðin beiglaðist dáldið en það sem verra var að antik-Ferrariinn þinn, sem ég veit að þú heldur svo mikið uppá, beiglaðist dáldið mikið þegar pallbíllinn stoppaði uppá honum.Ég ætlaði að reyna að rétta hann aðeins og eina sem ég fann til þess voru nýju flottu golfkylfurnar sem þú lést sérsmíða fyrir þig. Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því hvað væri veikt í þeim, en þær bara beygluðust líka.
Þá hugsaði ég með mér að reyna að bæta fyrir þetta allt með því að hafa allavega allt hreint og fínt þegar þú kæmir heim svo ég ákvað að þvo öll nýju sérsniðnu jakkafötin þín. Þú manst, þessi gráu voru með oggolitlum sósublett á innanverðum jakkanum og þessi grænu voru pínu krumpuð á innanverðu fóðrinu. Því miður tókst ekki betur til en svo að ég setti þvottavélina óvart ásuðu svo öll fötin þín hlupu um tvö númer. Elsku vinurinn minn, ég bara vona að þú fyrirgefir mér þennan klaufaskap, þetta var bara röð óhappa.
... Hlakka mikið til að fá þig heim,
... þín eigikona XXX
P.S. ... Ó,,já og kærastan þín í Frakklandi hringdi....
hahahaha.....skiljið þið sneiðina...röð óhappa... með (ó)viljandi hendi.....;)
Skjáumstum sæta fólk.
Á þetta við þig....;)
14.6.2008 | 12:08
Kannist þið við þetta ástand?
Ég var nýlega greind með ASS (aldurstengd skerðing á skammtímaminni). Einkennin eru eftirfarandi:
Í gær ákvað ég að drífa mig í að þvo bílinn. Þegar ég var á leið út í bílskúr, sá ég að pósturinn lá í forstofuganginum. Best að skoða póstinn áður en ég þvæ bílinn, segi ég við sjálfa mig. Ég legg bíllyklana á hilluna í ganginum og geng fram í eldhús. Ég flokka póstinn, kasta auglýsingabæklingunum dagblaðakörfuna og sé þá að hún er orðin yfirfull. Því legg ég reikningana og eitt bréf sem inniheldur könnun með svarblaði á eldhúsborðið og ákveð að rölta með blöðin út í gám. Þar sem ég geng hvort eð er framhjá póstkassa um leið og ég fer með blöðin í pappírsgáminn, ákveð ég að taka með mér svarblaðið frá könnuninni og skella því í póstkassann í leiðinni. En fyrst þarf ég penna til að fylla út svarblaðið.
Pennarnir eru í skrifborðinu í vinnuherberginu, svo ég fer þangað inn og finn flösku með ávaxtasafa á skrifborðinu. Ég ákveð að setja flöskuna með ávaxtasafanum til hliðar svo ég reki mig ekki í hana og helli niður við leitina að pennanum. Þegar ég tek flöskuna upp finn ég að ávaxtasafinn er volgur. Hann þarf að fara í ísskáp svo hann skemmist ekki, hugsa ég. Á leiðinni inn í eldhús með ávaxtasafann sé ég blómavasa sem stendur á símaborðinu.
Ég sé að ekkert vatn er eftir í vasanum og að blómin eru farin að visna svo ég set ávaxtasafann frá mér á borðið til að taka upp vasann. Þá kem ég auga á lesgleraugun mín sem ég hafði leitað að allan morguninn. Það er best að ég leggi þau á skrifborðið þar sem ég finn þau aftur hugsa ég, en fyrst ætla ég að gefa blómunum vatn. Ég legg því frá mér gleraugun í gluggan við vaskinn og set vatn í vatnskönnu.
Þá sé ég allt í einu fjarstýringuna fyrir sjónvarpið. Einhver hafði lagt hana frá sér á boðið við vaskinn. Hmm, þegar við ætlum að horfa á sjónvarpið í kvöld eigum við eftir að leita að fjarstýringunni og engin man eftir því að hún liggur á borðinu við vaskinn, hugsaði ég. Ég ætti að leggja hana við sjónvarpssóffann þar sem hún á að vera, en fyrst ætla ég að vökva blómin.
Þegar ég helli vatninu í blómavasann, tekst ekki til betur en svo að mestur hluti þess lendir á borðinu og rennur þaðan niður á gólf. Ég legg fjarstýringuna frá mér upp í hillu fyrir ofan símaborðið og sæki tusku til að þurka upp vatnið. Síðan geng ég aftur út í forstofuganginn til að reyna að muna hvað ég hafði upphaflega ætlað mér að gera.
Alla vega var bíllinn enn óþrifinn um kvöldið, það var ekki búið að fara með svarið við skoðanakönnuninni í póst, það stóð flaska með volgum ávaxtasafa á símaborðinu, blómin voru dáin, ég hafði týnt fjarstýringuna fyrir sjónvarpið, ég fann ekki gleraugun mín og hafði ekki hugmynd um hvar ég lagði frá mér bíllyklana.
Í dag hef brotið heilann um af hverju ég kom engu í framkvæmd í gær. Mér finnst það með ólíkindum, því ég veit að ég var að allan daginn og var gjörsamlega úrvinda. Ég geri mér grein fyrir að ég glími alvarlegt vandamál og að ég verð að leita mér aðstoðar, en fyrst ætla ég að skoða tölvupóstinn minn.
Getur þú verið svo elskuleg/elskulegur að gera mér greiða? Sendu þetta bréf til allra sem þú heldur að hafi gaman að því, því ég man ekki hverjum ég er þegar búin að senda það.
Þegar karlmenn grilla...;)
10.6.2008 | 22:36
Ég fékk þetta sent í pósti og ákvað að setja það hér inn...
Þegar karlmenn grilla !
Eina matreiðslan sem hinn sanni karlmaður tekur sér fyrir hendur er að standa við grillið; í kvöldsólinni og með bjór í hendi.
En þegar hann býðst til að taka til starfa við grillið tekur við óhjákvæmileg röð atburða
1. Konan fer í búðina.
2. Konan útbýr salatið og eftirréttinn.
3. Konan undirbýr kjötið fyrir hamskiptin, leggur það á disk með nauðsynlegum útbúnaði og færir það manninum sem stendur hnarreistur við grillið drekkandi bjór.
4. Maðurinn leggur kjötið á grillið.
5. Konan fer inn fyrir og leggur á borð og aðgætir meðlætið.
6. Konan fer út til að láta manninn vita að kjötið er að brenna.
7. Maðurinn grípur kjötið af grillinu og réttir konunni.
8. Konan leggur síðustu höndina á aðalréttinn og leggur hann á borðið.
9. Þegar allir hafa matast tekur hún af borðinu og þvær upp diskana.
10. Maðurinn spyr konuna hvort hún hafi ekki notið þess að fá kærkomið frí frá matseldinni.
Skjáumstum sæta fólk. Kv. Gunna.