Færsluflokkur: Spaugilegt

Stjórnmálaþurs...;)

Tröllafells-könnun
Guðrún Einarsdóttir tók Tröllafells könnunina og fékk þessa niðurstöðu


Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Hvaða tröll ert þú?

Ég bíð enn!!!

 

ÉG BÍÐ ENN !!(Það virkar ekki þannig að?.. )

ÉG BÍÐ ENN.

Ég gerði allt sem mér var sagt !

Sendi email til 10 mans eins og ég átti að gera.

att38825141.gif

Ég er ennþá að bíða eftir að kraftaverkið gerist.

~~~~

Til allra vina minna sem á síðasta ári sendu mér keðjuverkandi email með loforðum?????.

Þar sem mér var lofað englavernd og kærleika ást og hamingju að ég tali nú ekki um hinn fullkomna eiginmann og elskhuga. Loforð um heppni í bunkum, kraftaverkum og hamingju.

Ef ég myndi áframsenda þessi email til að minnsta kosti 10 vina minna.

(Sem ég að sjálfssögðu gerði samviskusamlega)
EKKERT AF ÞVÍ BULLI VIRKAÐI !!

Þess vegna bið ég ykkur kæru vinir um að senda mér bara:? pening , vodka, súkkulaði, bíó-miða,

bensíninneign eða sólarlandaferð að eigin vali í staðin?.

Með fyrirfram þökk og kærleika.

Kv. Gunna.

 


Heimilisfræði ....;)


Heimilisfræði fyrir nútímakonur og menn.

 
Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.
Settar hafa verið inn VIÐBÆTUR FYRIR NÚTÍMAKONUR:

1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karlmönnum nauðsynlegt.
LÁTT'ANN SVO GANGA FRÁ ÖLLU Í ELDHÚSINU OG VASKA UPP ÞAÐ SEM EKKI KEMST Í UPPÞVOTTAVÉLINA!!!!

2. Notaðu 15 mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.
SEGÐU HONUM SVO AÐ FARA Í STURTU OG ÞVO AF SÉR ÞENNAN ÞREYTUSVIP ÞVÍ ÞÚ HEFUR EKKI ORKU Í NEIN LEIÐINDI!!!

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.
ÞEGAR HANN HEFUR SLAPPAÐ AF Í UM 5 MÍNÚTUR SEND'ANN ÞÁ Í SORPU MEÐ DRASLIÐ!!!

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.
LÁTT'ANN SVO HJÁLPA KRÖKKUNUM MEÐ STÆRÐFRÆÐINA ÞVÍ ÞÚ ERT BÚIN AÐ FÁ NÓG AF RIFRILDINU Í ÞEIM OG ÞARFT SMÁ FRIÐ TIL AÐ ELDA!!!!

5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvottavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.
JÁ OK RAFMAGNIÐ FÓR AF, KRAKKARNIR ERU Í AFMÆLI OG ÞÚ ERT HÁLFNUÐ MEÐ HVÍTVÍNSFLÖSKUNA!!!!

6. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum.. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.
NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG SEGÐ'ONUM AÐ VISAREIKNINGURINN SÉ KOMINN, ÞIG LANGI Í NÝJA ELDHÚSINNRÉTTINGU OG AÐ ÞÚ SÉRT AÐ FARA Í HELGARFERÐ TIL LONDON MEÐ SAUMÓ, ÞAÐ ER MIKLU AUÐVELDARA FYRIR HANN AÐ TAKA ÖLLU ÞESSU ÞEGAR HANN ER Í RÓ OG NÆÐI!!!

7. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.
FARÐU HINS VEGAR OFT OG REGLULEGA ÚT MEÐ STELPUNUM SVO ÞÚ KOÐNIR EKKI NIÐUR AF LEIÐINDUM MEÐ ÞESSU VIÐKVÆMA BLÓMI!!!!

Hehehehe....þar hafið þið það stelpur mínar.
Skjáumstum sæta fólk, ætla að ná í meira af hinni bloggsíðunni minni. Þar er margt sem ég hef ekki sett á bloggið áður, þá meina ég bæði þar og hér. Heldur setti ég það í geymslu eða í vistun án byrtingar..hehehehe....

kv Gunna.

 


Markaðssetning.....;)





Markaðssetning með öllu tilheyrandi.

Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:

*Þú sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og
segir, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er bein markaðssetning.

*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum,bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu."
Þetta er auglýsing.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í
hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu."
Þetta er símamarkaðsetning.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp
að honum og réttir honum
glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég"? Lagar bindið hans,
nuddar brjóstunum létt
utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
Þetta eru almannatengsl.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,
"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
Þetta er þekkt vörumerki.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann
til að fara heim með vinkonu þinni.
Þetta er söluorðspor.

*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
Þetta er tækniaðstoð.

*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn
í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá.
Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni
og öskrar úr þér lungun, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er ruslpóstur.

Skjáumstum sæta fólk.

Kv. Gunna. 


Hvert fór límið???

Hæhæ kæru vinir...
Ein vinkona mín sendi mér þetta í pósti... og ég ákvað að skella því hér inn. Og leyfa ykkur að njóta þess sem ekki hafa séð þetta....






Subject: Blanda saman vatni og hveiti ?

Þegar þú blandar saman vatni og hveiti


þá færðu lím...


en þegar þú bætir við eggjum

og sykri...


þá færðu köku úr þessu?


Hvert fór límið! ??

VANTAR ÞIG SVAR?

Þú veist andskoti vel hvert það fór!

Það er það sem fær kökuna til að...
festast á rassinum á þér!!!




 


Já það er best að fara varlega í kökurnar, sem betur fer er ég ekki mikil köku-kjjjeeeelllling en samt það er ein og ein sem mér finnst góð og því miður að þá límast þær á botnin....
Skjáumstum kv Gunna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband