Sumarbros.....;)
1.7.2008 | 14:07
Hæhæ kæru vinir....
Ég fékk þetta sent í pósti...og ákvað að setja það hér inn.
Líka að því að það vantar sólina og er bara rok og leiðindi, og eins hvort mér tækist að fá einhvern til að setja upp sumarbros svona í sólarleysinu....
Sumarbros
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri
dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum
við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Sendu þessa orðsendingu til að minnsta kosti fimm frábærra kvenna í dag og
eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum
konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa.
En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla
niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!
Þetta fékk mig allavega til að brosa
En hvað með þig????? Brostirðu?????
Skjáumstum sæta fólk.
kv. Gunna.
Hvernig var...???
30.6.2008 | 14:27
Hæhæ kæru vinir...
Hvað segist svo í dag??? Hvernig var helgin hjá ykkur???
Hjá mér var hún bara róleg, gerði ekkert skemmtilegt..þannig lagað séð.
En svo í gær (sunnudag) að þá var ég að hjálpa múttu minni að flytja..frá himnaríki og niður.. já hún var að skipta um íbúð við konu sem var á 1 hæð en mútta var á 5 hæð. Þetta var doltið púsluspil þar sem önnur þeirra varð að setja sína búslóð fram á gang..og mútta reið á vaðið með það og fylltum AÐEINS 3 ganga..heheeh..en það var í lagi.
Og svo byrjaði hamagangurinn að flytja á milli hæða..það var hersingi af fólki til þess. Bjuggumst við endalausum árekstrum en nei þetta gekk eins og smurt, þannig að púsluspilið gekk upp án vandræða. Þau sem voru að flytja dót upp tóku með sér dót niður og svo öfugt.
Byrjuðum á þessu um kl 13.30 og það var allt búið um kl 15.00. Og samt var bara ein stór lyfta sem hægt var að nota þar sem hin er svo lítil að hún rétt rúmar 4 grannar manneskjur.
Já talandi um lyftur..að þá er ég ekki vel við þær eftir að ég festist í lyftu fyrir örfáum árum, býð ekki nokkurri manneskju í það dæmi get ég sagt ykkur. Ég er með svo mikla innilokunarkennd að það hálfa væri nóg af helming.
En ég komst alltaf upp og niður þegar ég heimsótti múttu, en svo í gær að þá vorum við búin með allt uppi og fórum niður með rest að þá fór ég í lyftunni niður en ég var ekki ein nei Maggi vinur minn var líka. Okei ég ýtti á takka 1 en nei hún þaut upp og ALLA leið upp á 11 hæð takk fyrir og ég bara OMG neiiii..ekki gera mér þetta. En það kom engin inn á þeirri hæð. Jæja svo fór hún niður eeeeeeen hún stoooooppar á milli 8 og 9 hæð og ég panikaðist og var að því komin að fá taugakast en Maggi reyndi að róa mig niður, svo fór lyftan af stað og´þegar við vorum komin niður ég flýtti mér svo út úr lyftunni og var skjálfandi og nötrandi, var í bullandi sjokki bara. Ég hélt á dóti og það glammraði í höndunum á mér. Já lyftan kvaddi mig með glæs...
En það var svo sem ekkert skrítið að lyftan væri svona rugluð orðin þar sem búið var að nota hana svo mikið, hún var stanslaust í gangi með þungt dót, og þetta eru eldgamlar lyftur. Þær þola ekki svona rosalega mikið álag þær bara ruglast vegna elli..hehehe.. En ég er óskaplega fegin að mútta er komin á fyrstu hæð. Ekkert lyftuvandamál..
En áður en ég fór í lyftuna að þá sagði ég einmitt við múttu að ég ætlaði að labba niður, ég væri ekki alveg að treysta þeim í dag, ég hefði bara átt að gera það. En svona er þetta þegar maður fer ekki eftir sínu hugboði... Og svo sagði Eiki bró að lyftan hafi stoppað þegar þeir voru að flytja dótið niður og hún væri að fara upp án þess að nokkur hafi pantað hana. Og fór alltaf upp á 11 og 12 hæð. Ég segi bara enn og aftur....hún ÞOLDI ekki ÁLAGIÐ og RUGLAÐIST vegna ELLI...blessunin..
Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili, búin að fá útrás vegna lyftufjandanns..
Blogga kannski aftur í dag eða í kvöld, já eða bæði bara..hehe..
Skjáumstum sæta fólk.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ert þú vitrari en ljóskan....??
28.6.2008 | 15:11
Viltu vinna milljón?
Hafið blað og skriffæri og svarið spurningunni um leið. Ekki svindla með því að skrolla niður annars er ekkert gaman að þessu.
Ljóskan tekur þátt í "Viltu vinna milljón"
Hér kemur fyrsta spurningin
1 Hve langan tíma tók 100 ára stríðið
a) 116 ár
b) 99 ár
c) 100 ár
d) 150 ár
Hún sat hjá í þessari spurningu
2. Í hvaða landi var Panama hatturinn fundinn upp?
a) Brasiliu
b) Chile
c) Panama
d) Equador
Ljóskan spyr salinn
3. Í hvaða mánuði er október byltingin haldin hátíðleg ?
a) Janúar
b) September
c) Október
d) Nóvember
Ljóskan hringdi
4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI?
a) Albert
b) Georg
c) Manuel
d) Robert
Ljóskan tekur út tvö röng svör
5. Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?
a) Kanari fugli
b) Kengúru
c) Sel
d) Rottu
Ljóskan hætti
Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni,
þá skaltu lesa réttu svörin að neðan
1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453.
2. Panama hatturinn var hannaður í Equador.
3.Október biltingin er haldin 7.Nóvember
4.Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn
5.Kanari eyjar eru nefndar eftir sel Latneska nafnið Insukaria Canaria þýðir selseyjar.
Svaraðu nú hver veit betur þú eða ljóskan?
Og svo kommenta....;) ekki vera svona feimin við það, ég bít ekki.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í tilefni dagsins....;)
27.6.2008 | 19:20
Hæhæ..djö..ég dúúúúleg að blogga... bara önnur færslan í dag..hehehehe...
já ég get verið óstöðvandi í þeim efnum ..ef ég dett í það...ég meina í bloggiðhíhíhí..
Kom með þetta svona í tilefni dagsins..já það er flöskudagur..uuu..meina föstudagur..
Föstudagskaka með banana.
Uppskrift:
2 stk brosandi augu.
2 stk mjúkir armar.
2 stk velvaxnir fætur.
2 stk stinn mjólkurílát.
1 stk loðinn formur.
1 stk banani.
Aðferð: Horfðu djúpt inn í brosandi augun.
Færðu hina velvöxnu fætur í sundur
og þrýstu varlega mjólkurílátinu þar
til formurinn er smurður.
Bættu bananum út í og færðu hann
varlega fram og til baka þangað til
hann er mjög vel smurður.
Puntaðu með eggjahvítu.
Kakan er tilbúinn þegar bananinn er
orðinn mjúkur.
Mundu svo að þvo áhöldin, því þau eiga
vonandi að notast aftur.
ATH: Ef kakan byrjar að lyfta sér,
láttu þig þá hverfa úr bænum.
Skjáumstum sæta fólk.
kv. Gunna.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er bara......;)
26.6.2008 | 23:08
frábært
Hæ hæ elskulegi eiginmaður.
... Áður en þú kemur heim úr viðskiptaferðinni vil ég bara láta þig vita um smá óhapp sem varð hér heima. Ég vil samt taka fram að það er allt í lagi með mig og ég er alveg ómeidd, svo þú hafir ekki óþarfa áhyggjur.
Málið er að þegar ég var að koma heim úr búðinni í gær á stóra pallbílnum og var að beygja inn í innkeyrsluna varð ég fyrir því að, í stað þess að stíga á bremsuna, steig ég óvart á bensíngjöfina. Bílskúrshurðin beiglaðist dáldið en það sem verra var að antik-Ferrariinn þinn, sem ég veit að þú heldur svo mikið uppá, beiglaðist dáldið mikið þegar pallbíllinn stoppaði uppá honum.Ég ætlaði að reyna að rétta hann aðeins og eina sem ég fann til þess voru nýju flottu golfkylfurnar sem þú lést sérsmíða fyrir þig. Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því hvað væri veikt í þeim, en þær bara beygluðust líka.
Þá hugsaði ég með mér að reyna að bæta fyrir þetta allt með því að hafa allavega allt hreint og fínt þegar þú kæmir heim svo ég ákvað að þvo öll nýju sérsniðnu jakkafötin þín. Þú manst, þessi gráu voru með oggolitlum sósublett á innanverðum jakkanum og þessi grænu voru pínu krumpuð á innanverðu fóðrinu. Því miður tókst ekki betur til en svo að ég setti þvottavélina óvart ásuðu svo öll fötin þín hlupu um tvö númer. Elsku vinurinn minn, ég bara vona að þú fyrirgefir mér þennan klaufaskap, þetta var bara röð óhappa.
... Hlakka mikið til að fá þig heim,
... þín eigikona XXX
P.S. ... Ó,,já og kærastan þín í Frakklandi hringdi....
hahahaha.....skiljið þið sneiðina...röð óhappa... með (ó)viljandi hendi.....;)
Skjáumstum sæta fólk.
Hátíð.....;)
21.6.2008 | 21:28
10 daga Gospelhátíð hér í Hafnarfirði.
Eða frá 20-29 Júni.
100 ára afmæli Hafnarfjarðar og 20 ára afmæli ABC barnahjálp.
Hæhæ mínir kæru vinir.
Já það eru endalausir tónleika hér í hf. Og á þessari hátíð að þá koma ýmsir listamenn og þenja á sér raddböndin til að skemmta öðrum... eins og t.d. Ragnar Bjarnason, Páll Rósinkrans, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Björgvin Halldórs og fl og fl. Og eru tónleikarnir haldnir hér á Viðistaðartúni og eitthvað á Thorsplani og fl stöðum.
Í gærkvöldi voru roknatónleikar til styrktar abc barnahjálp, og ég þurfti sko ekki að hafa neina tónlist á í mínum græjum. Og ég þarf sko ekki að fara á tónleikana þar sem ég get bara verið hér út í garði og hlustað á þá þar, ógó næææææææs... í sól og sumaryl. Svo það er nóg um að vera hér í firðinum.
Kallinn er komin í sumarfrí fyrr en áætlað var, þar sem báturinn var með bilaða vél. Já hann kom heim seint í gærkvöldi.
Sonur minn og tengdó komu að borða í gærkvöldi, ég bauð þeim í mat,´líka að sonur minn átti afmæli í gær, og það var æðislegt og maturinn æðislegur...nammmmmmi... og þar sem það var afgangur að þá ætla ég að gera pottrétt úr rest.. í kvöld.
En þar sem það er ekkert bloggveður að þá ætla ég að hætta í bili og skella mér út í góða veðrið.
Blogga kannski aftur í kvöld, fer eftir veðri, vindi og aðstæðum.
Skjáumstum sæta fólk. Og hafið það sem best í dag.
Kv. Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gærdagurinn...;)
18.6.2008 | 23:56
Hæhæ kæru vinir, bloggvinir og aðrir.
Ég bloggaði ekkert í gærkvöldi enda var það bara kannski að ég kæmi með blogg.
Ég fór ekkert að deginum, enda var þetta nánast hér við húsið hjá mér, já skrúðgangan gekk hér framhjá líka. En það hefði samt verið gaman að kíkja á eitthvað en sá að minn kall var ekki að nenna neinu frekar en vanalega Ég var svo sem ekkert að spurja hann að því hvort hann langaði ekki að kíkja eitthvað með mér, nei ég lét það vera og mun aldrei spurja hann í framtíðinni að þeirri spurningu. Búin að gefast upp á því. Þannig er það bara. Svo fór hann á sjóinn kl 8 um kvöldið.
Svo af einhverjum ástæðum að þá var breyting á skemmtanahaldinu um kvöldið, það var fært á Thorsplanið. Heyrði að sumir voru svekktir því Víðistaðartúnið hentar betur fyrir allan fjöldann en svona er þetta bara.
En ég fór á Thorsplanið hér í firðinum og mætti á svæðið akkúrat þegar Páll Óskar var að byrja að syngja. Hann var geggjaður. Svo komu Laddi og co og var tekið brot af því besta úr Laddi 6tugur en ég sá það aldrei, svo það var gaman að fá að sjá þetta þótt það væri bara brot, núna langar mig að sjá það allt.
Svo um kl hálf ellefu að þá fór mín á röltið heim aftur, enda ekkert gaman að vera svona einn á svona hátíð. Þekkti ekki hræðu þarna, enda er ég ekkert héðan. Jú ég hitti á einn frænda minn en búið. Ég var reyndar að spá í að fá mér kaffibolla á einhverju kaffihúsinu en OMG það var troðið allstaðar svo ég fór bara.
Þannig að þetta var leiðinlegasta 17 júni sem ég hef upplifað ever..ég saknaði sko borgarinnar núna, ef ég ætti heima þar ennþá að þá hefði þetta verið allt öðruvísi. Þar hefði ég hitt fólk sem ég þekki og jafnvel hefði fólk kíkt á mig eins og það hefur verið undan farin ár. Þar hefði ég ekki látið einhvern karlpung stoppa mig af, óó nei. Ég hefði þá bara skilið hann eftir heima, í sinni uppáhalds iðju og stellingu. Sem er límdur við stólinn með glirnurnar á tölvuskjánum og fingur á músinni og eyrnartólin í eyrunum svo hann heyri eitthvað í tölvunni þar sem hann er ekki með hátalara.
En ætli ég láti þetta leiðindarblogg ekki duga í bili, það var og er ekki ætlunin að kvelja ykkur með einhverju leiðindarrausi.
Gæti sko alveg komið með eitt slíkt blogg, en nei ég geri það ekki. Væri samt fínt að fá smá útrás..En æji ég veit ekki, svona ykkar vegna ...sko....
En skjáumstum sæta fólk.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hæhó.....;)
17.6.2008 | 11:55
Hæhó jiiiiibíjey og jiiiiibíííjey.....
Það er komin 17 júní..
Mínir kæru bloggvinir og aðrir..
Gleðilegan Þjóðhátíðardag.
Ég vona að þið eigið góðan dag í dag.
Blogga kannski aftur í kvöld.
Kv. Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þetta við þig....;)
14.6.2008 | 12:08
Kannist þið við þetta ástand?
Ég var nýlega greind með ASS (aldurstengd skerðing á skammtímaminni). Einkennin eru eftirfarandi:
Í gær ákvað ég að drífa mig í að þvo bílinn. Þegar ég var á leið út í bílskúr, sá ég að pósturinn lá í forstofuganginum. Best að skoða póstinn áður en ég þvæ bílinn, segi ég við sjálfa mig. Ég legg bíllyklana á hilluna í ganginum og geng fram í eldhús. Ég flokka póstinn, kasta auglýsingabæklingunum dagblaðakörfuna og sé þá að hún er orðin yfirfull. Því legg ég reikningana og eitt bréf sem inniheldur könnun með svarblaði á eldhúsborðið og ákveð að rölta með blöðin út í gám. Þar sem ég geng hvort eð er framhjá póstkassa um leið og ég fer með blöðin í pappírsgáminn, ákveð ég að taka með mér svarblaðið frá könnuninni og skella því í póstkassann í leiðinni. En fyrst þarf ég penna til að fylla út svarblaðið.
Pennarnir eru í skrifborðinu í vinnuherberginu, svo ég fer þangað inn og finn flösku með ávaxtasafa á skrifborðinu. Ég ákveð að setja flöskuna með ávaxtasafanum til hliðar svo ég reki mig ekki í hana og helli niður við leitina að pennanum. Þegar ég tek flöskuna upp finn ég að ávaxtasafinn er volgur. Hann þarf að fara í ísskáp svo hann skemmist ekki, hugsa ég. Á leiðinni inn í eldhús með ávaxtasafann sé ég blómavasa sem stendur á símaborðinu.
Ég sé að ekkert vatn er eftir í vasanum og að blómin eru farin að visna svo ég set ávaxtasafann frá mér á borðið til að taka upp vasann. Þá kem ég auga á lesgleraugun mín sem ég hafði leitað að allan morguninn. Það er best að ég leggi þau á skrifborðið þar sem ég finn þau aftur hugsa ég, en fyrst ætla ég að gefa blómunum vatn. Ég legg því frá mér gleraugun í gluggan við vaskinn og set vatn í vatnskönnu.
Þá sé ég allt í einu fjarstýringuna fyrir sjónvarpið. Einhver hafði lagt hana frá sér á boðið við vaskinn. Hmm, þegar við ætlum að horfa á sjónvarpið í kvöld eigum við eftir að leita að fjarstýringunni og engin man eftir því að hún liggur á borðinu við vaskinn, hugsaði ég. Ég ætti að leggja hana við sjónvarpssóffann þar sem hún á að vera, en fyrst ætla ég að vökva blómin.
Þegar ég helli vatninu í blómavasann, tekst ekki til betur en svo að mestur hluti þess lendir á borðinu og rennur þaðan niður á gólf. Ég legg fjarstýringuna frá mér upp í hillu fyrir ofan símaborðið og sæki tusku til að þurka upp vatnið. Síðan geng ég aftur út í forstofuganginn til að reyna að muna hvað ég hafði upphaflega ætlað mér að gera.
Alla vega var bíllinn enn óþrifinn um kvöldið, það var ekki búið að fara með svarið við skoðanakönnuninni í póst, það stóð flaska með volgum ávaxtasafa á símaborðinu, blómin voru dáin, ég hafði týnt fjarstýringuna fyrir sjónvarpið, ég fann ekki gleraugun mín og hafði ekki hugmynd um hvar ég lagði frá mér bíllyklana.
Í dag hef brotið heilann um af hverju ég kom engu í framkvæmd í gær. Mér finnst það með ólíkindum, því ég veit að ég var að allan daginn og var gjörsamlega úrvinda. Ég geri mér grein fyrir að ég glími alvarlegt vandamál og að ég verð að leita mér aðstoðar, en fyrst ætla ég að skoða tölvupóstinn minn.
Getur þú verið svo elskuleg/elskulegur að gera mér greiða? Sendu þetta bréf til allra sem þú heldur að hafi gaman að því, því ég man ekki hverjum ég er þegar búin að senda það.
Þegar karlmenn grilla...;)
10.6.2008 | 22:36
Ég fékk þetta sent í pósti og ákvað að setja það hér inn...
Þegar karlmenn grilla !
Eina matreiðslan sem hinn sanni karlmaður tekur sér fyrir hendur er að standa við grillið; í kvöldsólinni og með bjór í hendi.
En þegar hann býðst til að taka til starfa við grillið tekur við óhjákvæmileg röð atburða
1. Konan fer í búðina.
2. Konan útbýr salatið og eftirréttinn.
3. Konan undirbýr kjötið fyrir hamskiptin, leggur það á disk með nauðsynlegum útbúnaði og færir það manninum sem stendur hnarreistur við grillið drekkandi bjór.
4. Maðurinn leggur kjötið á grillið.
5. Konan fer inn fyrir og leggur á borð og aðgætir meðlætið.
6. Konan fer út til að láta manninn vita að kjötið er að brenna.
7. Maðurinn grípur kjötið af grillinu og réttir konunni.
8. Konan leggur síðustu höndina á aðalréttinn og leggur hann á borðið.
9. Þegar allir hafa matast tekur hún af borðinu og þvær upp diskana.
10. Maðurinn spyr konuna hvort hún hafi ekki notið þess að fá kærkomið frí frá matseldinni.
Skjáumstum sæta fólk. Kv. Gunna.