Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Úff...HJÁLP...
30.1.2009 | 22:43
SOS...vantar flottann og loðinn fjórfættann fresskött...
Perla prinsessa.
Ég segi bara svona. En það er ástand hér á bæ hún Perla prinsessa er þessa dagana að breima og það er leiðingjarnt og þreytandi til lengdar að hlusta á það væl. Þetta byrjaði í fyrri nótt. Það var lítið sem engin svefn-friður í nótt þannig að ég er frekar framlág í dag. Ég get kennt sjálfri mér um þetta því ég gleymdi að gefa henni pilluna, en ég hringdi í dýra og til að stoppa þetta að þá gef ég henni pilluna á hverjum degi í 4 - 5 daga. En það var ekki ástæðan fyrir að ég hringdi í dýra nei nei hún er nefnilega með svo hrikalegan mikin niðurgang að mér stendur bara ekki á sama. Það getur fylgt þessu breimastandi en þarf samt ekki að vera. Og þar sem hún er svo loðin að þá vill horbjóðurinn klínast og festast í hárunum og ég hef ekki undan að þrífa á henni aftur-endann. Ég ætla hreinlega að setja hana í bað á morgun hún fílar það alveg í tættlur.
En svo hann Tígull prins steingeldur fressinn á heimilinu hann er búin að reyna að hjálpa henni þegar hún gólar sem hæst, en hann er steingeldur og getur auðvitað ekkert greyið og ber sig ekki alveg rétt að þessu, en hann reynir þó. Og það er bara fyndið að horfa á þá athöfn, hann situr ofan á bakinu á henni og er að reyna eitthvað þar. Eins og hún sé einhver hestur.. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur??? Svo vill hún að við strjúkum kviðinn og nudda sig við rófuna. Svo heldur hún utan um lappirnar á manni og nuddar hausnum við leggina. Litla skinnið ég vorkenni henni voða mikið hún á svo mikið bágt litla dúllan.
En ég vona að þetta ástand hætti í vikunni með hjálp pillunnar.
Jæja ætli það sé ekki komið nóg af bulli í bili.
Skjáumstum sæta fólk.
Munið að kommenta.
Góða helgi esssgurnar.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég er á lífi....;)
28.1.2009 | 18:41
Loksins heyrist eitthvað frá mér eða þannig..ég er sko ekki að standa mig í blogginu..og bara skamm ég.
Ég er bara búin að vera í einhverri lægð en þó hress og kát að venju, en ekki nennt að blogga neitt. Er reyndar búin að vera frekar lítið í tölvunni undan farið.
En það er allt gott af mér að frétta, minn maður er í landi núna og er í 12 daga fríi. Hann var á sjónum á sjálfan bóndadaginn og ég gat því ekki haldið neina veislu fyrir hann. Svo liggur sú spurning í loftinu að fara í fjöruna (Fjörukrána) um helgina og blóta þorra með vinafólki og hafa gaman. Ég er að vísu ekki fyrir þorramatinn en þeir eru með margt annað í boði líka. Það er búið að reyna að troða þessu súrmeti og því ofan í mig frá því ég var á barns-aldri en ekki tekist. En sem betur fer eru þeir með margt annað gott og ég treð því ofan í mig án kúgunar....þið skiljið hvað ég meina... Nú og svo verða paparnir að spila, ekki dónalegt það. Sem sagt það verður æðislega gaman enda ekki annað hægt.
En með þessu stutta bloggi mínu er ég að láta vita af mér í leiðinni, að ég er ennþá á lífi.
Skjáumstum sæta fólk.
Munið að kommenta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eitt og annað....;)
14.1.2009 | 22:13
Kæru vinir.
Loksins sest ég hér niður og hamra eitthvað á lyklaborðið.
Enda komin tími til þar sem bloggfærslan á undan var farin að lykta af elli.
Veit svo sem ekkert hvað ég á að rita hér, en ég er búin að vera frekar löt. En ég skrapp að vísu í bæinn um daginn og keypti mér eldhúsgardínur ætlaði líka að kaupa stofugardínur en fann engar í RL búðinni. Vildi fá nefnilega svipaðar og ég á sem ég ætla að setja í stofuna. Stofan er svo stór enda skiptist hún í stofu og borðstofu en samt alveg opin, ætla að setja þessar gardínur sem ég á í stofuna en þá vantar mig svipaðar í borðstofuna. Það er spurning að kíkja í Ikea, fer í það kannski á morgun. Ég er ekkert hrifin af gardínunum sem eru uppi núna enda ekki minn stíll og ég á ekkert í þeim, tengdó skildi þær eftir þegar hún flutti.
Kallinn minn kom í eins dags stopp snemma í morgun og kom við í bakaríi á leiðinni heim og keypti ýmislegt gott og áður en hann vakti mig fallega og blíðlega að þá var hann búin að laga kaffi. Ilmurinn rak mig frammúr og þá var hann búin að skenka mér kaffi í bolla og alles. Brauðið sem hann keypti með öllu gúmmelaðinu á var æðislega gott mmm....nammi, ég á eftir að fara í bakaríið og fá mér þetta aftur, en það versta við það er að það er svo langt að labba þangað, en ég læt mig hafa það.
Ég fékk loksins bókina South Beach mataræðið í dag sem ég pantaði á netinu og sagði ykkur frá í síðasta bloggi og þetta er heljarinnar lesning skal ég segja ykkur. Það er talað um gott kolvetni og slæmt kolvetni, og góða fitu og slæma fitu og margt fleirra. Ég gluggaði snökkt í gegnum hana og það er margt sem kemur mér á óvart. Ég kannski upplýsi ykkur með eitthvað þegar ég er búin að glugga í hana betur.
Jæja ætli ég láti þetta bull mitt ekki duga í bili. Með þessu bloggi var ég bara að láta vita af mér, að ég er ennþá á lífi.
Skjáumstum sæta fólk.
Og kommenta svo.
Kv. Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrsta bloggfærslan á árinu 2009...;)
5.1.2009 | 23:58
Kæru vinir.
Ég vona að þið hafið haft það gott yfir jól og áramót eins og ég. Já ég hafði það má segja einum of gott, ég er búin að éta mig út úr skápnum ég bara hreinlega passa ekki inní hann lengur. Þannig að það er bara tvennt sem hægt er að gera í stöðunni og það er að taka sig á í mataræðinu og hreyfa sig meira en ég geri eða að endunýja allt. Ég held að ég velji fyrri kostinn, hann er líka ódýrari.
Ég pantaði á netinu bókina sem heitir South Beach mataræðið og fæ hana eftir nokkra daga. Þessi bók hefur hjálpað mörgum. Ég vil ekki meina að ég sé akfeit..nei nei ég er í kjörþyngd en er ekki sátt við keppina sem eru komnir og svo hef ég alltaf verið léttari svona ca 50 - 52 kg og þar er ég sátt við sjálfa mig. Ég er núna 57 kg. Ég ætti nú að fara létt með það að taka þetta af mér.
En ég byrja á þessu á miðvikudaginn því annað kvöld á þrettándanum að þá kemur sonur minn og tengdadóttir í mat og ætla ég að vera með lambalæri, og ég læt þau taka með sér heim það sem eftir verður svo ég sé ekki að freistast í það.
Svo þegar allir keppir eru farnir að þá get ég kannski sagt HAHAHAHA.....
Eníhú... þegar að ég var að horfa á fréttirnar á laugardagskvöldið og var verið að tala um mótmælin á austurvelli þann daginn að þá sá ég litlu frænku mína halda ræðu..já það var þessi litla 8 ára hnáta. Ég rak upp stór augu og bara HAAAA??? er Dagný Dimmblá að halda ræðu??? Mér fannst hún bara nokkuð góð og ég er stolt af litlu frænku. Hún á kannski eftir að láta heyra í sér meir og í framtíðinni. Það er aldrei að vita.
En kæru vinir ætli ég láti þetta pár mitt ekki duga í bili eða þar til næst.
Ég verð vonandi betri, skemmtilegri og virkari bloggar þetta árið, þið bara látið mig vita ef ég er ekki að standa mig í þeim efnum.
Skjáumstum sæta fólk og hafið það gott.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)