Eitt og annað....;)




Kæru vinir.
Loksins sest ég hér niður og hamra eitthvað á lyklaborðið.
Enda komin tími til þar sem bloggfærslan á undan var farin að lykta af elli.emoticon

Veit svo sem ekkert hvað ég á að rita hér, en ég er búin að vera frekar löt. En ég skrapp að vísu í bæinn um daginn og keypti mér eldhúsgardínur ætlaði líka að kaupa stofugardínur en fann engar í RL búðinni. Vildi fá nefnilega svipaðar og ég á sem ég ætla að setja í stofuna. Stofan er svo stór enda skiptist hún í stofu og borðstofu en samt alveg opin, ætla að setja þessar gardínur sem ég á í stofuna en þá vantar mig svipaðar í borðstofuna. Það er spurning að kíkja í Ikea, fer í það kannski á morgun. Ég er ekkert hrifin af gardínunum sem eru uppi núna enda ekki minn stíll og ég á ekkert í þeim, tengdó skildi þær eftir þegar hún flutti.

Kallinn minn kom í eins dags stopp snemma í morgun og kom við í bakaríi á leiðinni heim og keypti ýmislegt gott og áður en hann vakti mig fallega og blíðlega að þá var hann búin að laga kaffi. Ilmurinn rak mig frammúr og þá var hann búin að skenka mér kaffi í bolla og alles. Brauðið sem hann keypti með öllu gúmmelaðinu á var æðislega gott mmm....nammi, ég á eftir að fara í bakaríið og fá mér þetta aftur, en það versta við það er að það er svo langt að labba þangað, en ég læt mig hafa það.

Ég fékk loksins bókina South Beach mataræðið í dag sem ég pantaði á netinu og sagði ykkur frá í síðasta bloggi og þetta er heljarinnar lesning skal ég segja ykkur. Það er talað um gott kolvetni og slæmt kolvetni, og góða fitu og slæma fitu og margt fleirra. Ég gluggaði snökkt í gegnum hana og það er margt sem kemur mér á óvart. Ég kannski upplýsi ykkur með eitthvað þegar ég er búin að glugga í hana betur.

Jæja ætli ég láti þetta bull mitt ekki duga í bili. Með þessu bloggi var ég bara að láta vita af mér, að ég er ennþá á lífi.

Skjáumstum sæta fólk.
Og kommenta svo.
Kv. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Flottur kall sem thú ått...

Gulli litli, 14.1.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Takk Gulli  minn....já hann er æðislegur....

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Aprílrós

Góðan daginn ;)

Aprílrós, 15.1.2009 kl. 07:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekkert er eins gott og góðir eiginmenn,  krúttkveðja til baka á þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Dóra mín...Takk takk. Ég veit um nokkra sem eru á lausu..en hvort þeir séu þínar týpur ...aah... ég veit ekki. Ég vildi þá ekki svo ég get varla boðið öðrum þá.

Guðrún mín....

Ásdís mín....Það er sko mikið rétt...

Knús á ykkur öll og takk fyrir innlit og kvitt.

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.1.2009 kl. 01:17

6 Smámynd: Erna

Er þetta að verða einhver stefnumótasíða  Gunna mín

Knús

Erna, 16.1.2009 kl. 03:34

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Æðislegur maður sem þú átt

Þú verður að fræða okkur um góðu og vondu kolvetnin og góða og vonda fitu  

Sigrún Óskars, 16.1.2009 kl. 23:00

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Erna mín....já það gæti kannski endað með því....hehehehe.....

Sigrún mín...Takk takk..já ég skal fræða ykkur um vont og gott og holl og óhollt..ekki málið.

knús knús á ykkur.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband