Úff...HJÁLP...
30.1.2009 | 22:43
SOS...vantar flottann og loðinn fjórfættann fresskött...
Perla prinsessa.
Ég segi bara svona. En það er ástand hér á bæ hún Perla prinsessa er þessa dagana að breima og það er leiðingjarnt og þreytandi til lengdar að hlusta á það væl. Þetta byrjaði í fyrri nótt. Það var lítið sem engin svefn-friður í nótt þannig að ég er frekar framlág í dag. Ég get kennt sjálfri mér um þetta því ég gleymdi að gefa henni pilluna, en ég hringdi í dýra og til að stoppa þetta að þá gef ég henni pilluna á hverjum degi í 4 - 5 daga. En það var ekki ástæðan fyrir að ég hringdi í dýra nei nei hún er nefnilega með svo hrikalegan mikin niðurgang að mér stendur bara ekki á sama. Það getur fylgt þessu breimastandi en þarf samt ekki að vera. Og þar sem hún er svo loðin að þá vill horbjóðurinn klínast og festast í hárunum og ég hef ekki undan að þrífa á henni aftur-endann. Ég ætla hreinlega að setja hana í bað á morgun hún fílar það alveg í tættlur.
En svo hann Tígull prins steingeldur fressinn á heimilinu hann er búin að reyna að hjálpa henni þegar hún gólar sem hæst, en hann er steingeldur og getur auðvitað ekkert greyið og ber sig ekki alveg rétt að þessu, en hann reynir þó. Og það er bara fyndið að horfa á þá athöfn, hann situr ofan á bakinu á henni og er að reyna eitthvað þar. Eins og hún sé einhver hestur.. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur??? Svo vill hún að við strjúkum kviðinn og nudda sig við rófuna. Svo heldur hún utan um lappirnar á manni og nuddar hausnum við leggina. Litla skinnið ég vorkenni henni voða mikið hún á svo mikið bágt litla dúllan.
En ég vona að þetta ástand hætti í vikunni með hjálp pillunnar.
Jæja ætli það sé ekki komið nóg af bulli í bili.
Skjáumstum sæta fólk.
Munið að kommenta.
Góða helgi esssgurnar.
kv Gunna.
Athugasemdir
Svona er ég alla daga ;) ;) ;) ;) fæ engan ;( ;/ ;( ;/ ;( ;/
Aprílrós, 30.1.2009 kl. 22:55
Kallinn minn er upptekinn, annars mundi ég lána hann
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 00:52
Aumingja kisa
Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 22:47
Já þetta er kvöl fyrir greyið..en hún er að róast sem betur fer, enda er ég búin að gefa henni pilluna í 3 daga og gef henni hana á morgun líka.
Takk fyrir innlit og kvitt stelpur mínar.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.2.2009 kl. 00:40
Kisa greyið
Minnir mig á gömlu kisu mína sem breimaði auðvitað að katta sið, dóttir mín var að verða unglingur og það sem hún skammaðist sín fyrir köttinn sem lá undir öllum fressum sem hún fann.
Mamma geturðu ekki lokað kisu bara inni ? hún er ógeðsleg !!
Gangi þér vel með kisu, kisi sem ég tók að mér um daginn er laus við svona, hann er geltur kappinn
Ragnheiður , 2.2.2009 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.