Smá blogg....;)
11.11.2008 | 22:59
Kæru vinir.
Ég er með þessu bloggi mínu að láta vita af mér. Það er búið að rigna yfir mig tölvupóstar hvort ég sé á lífi eða erlendis eða hvað... Mín hefur greinilega verið SAKNAÐ...en nei nei ég er bara búin að hafa það ógó gott hér heima, kallinn kom af sjónum á fimmtudaginn og er í fríi núna. En svona smá brot af því hvað á daga mína hafa drifið....að þá á föstudaginn að þá kúrðum við bara uppí sófa og góndum á imbann...á laugardaginn fórum við upp í Perlu og ætluðum BARA að skoða úrvalið af DVD og CD diskum...eeeeen neiiii....við fórum út með troðfullann poka, já við keyptum fyrir 25.000 kr takk fyrir. Svo var ég og ein vinkona mín búnar að tala um að hittast um kvöldið en af vissum ástæðum að þá gat ég ekki farið. EEEEn...svo seinna um kvöldið að þá fylltist allt af óvæntum gestum hjá mér jammm það komu tvær vinkonur mínar og vinir... þannig að ég varð að fara úr náttfötum í eitthvað annað og betra og það var æðislega gaman hjá okkur, mikið skrafað og hlegið. Nú svo á sunnudaginn var ég frekar framlág bara dauð-þreytt eftir nóttina. Gerði bara ekki neitt. Þannig var mánudagurinn líka hreint út sagt ein leti. Svo í dag er búið að vera nokkuð að gera, fékk gesti og svo kom maður frá símanum þar sem ég var að skipta út lyklinum og fá HDMI lykil. Nú og svo var ég með gesti í mat í kvöld eldaði góða steik sem breggst aldrei hjá mér þó ég segi sjálf frá. hehehe....smá sjálfsálit í gangi hérna..hehe..
En ætli ég láti þetta ekki duga í bili, þið vitið þá allavega að ég er á lífi og á landinu.
Skjáumstum sæta fólk. Munið að kommenta.
Kv Gunna.
Athugasemdir
Gott að heyra frá þér stelpa. Auðvitað áttu að nýta hverja mínútu í kallinn, ekki spurning. Farðu vel með þig og njóttu lífsins
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 23:17
Já njota sín bara. Gaman að fá óvænta gesti sko. en hvað er þessi HDMI lykill *
?.
Aprílrós, 11.11.2008 kl. 23:36
Ásdís....já ég er svo sannalega búin að nýta hverrar mínútu....
Dóra... já segðu, loksins...ég er alveg sammála sko...
Guðrún....HDMI-lykillinn er háskerpu-lykill fyrir háskerpu sjónvarp. það er að vísu ennþá bara fáar stöðvar sendar út í háskerpu....en þetta kemur.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:03
Gott að heyra frá þér og þú hafir haft það notalegt með bóndanum þínum svona á að hafa það kósí bara með góðu fólki og gleyma stað og stund hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 14:23
skemmtileg og jákvæð færsla frá þér; gleði, gestir, góður matur og gaman með kallinum. (eintóm G hjá Guðrúnu)
Sigrún Óskars, 12.11.2008 kl. 17:45
Já stelpur þessir dagar eru búnir að vera æðislegir....
Takk allar fyrir innlit og kvitt...þið eruð æðislegastar....ALLAR...
knús og klemm...
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.11.2008 kl. 20:27
Bara fjör hjá minni enda ekki við öðru að búast þagar þú átt í hlut Gunna mín Vona að þessi helgi verði í svipuðum dúr hjá þér vinkona Ég verð að vinna þessa helgina Helgarknús til þín Gunna mín
Erna, 14.11.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.