Einn léttur og góður.....;)

Hæhæ kæru vinir, loksins kemur eitthvað hér frá mér.

Voruð þið nokkuð búin að sakna mín???

HVAÐ GERIR PABBI ÞINN ???

Nonni litli er í sjötta bekk grunnskóla.
Dag einn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu.
Börnin svöruðu eins og þeim er lagið: Pabbi minn er lögga, brunaliðsmaður, skrifstofumaður, vinnur í verslun og svo framvegis.
En kennarinn tók eftir því að Nonni litli var óvenju hljóður og lét lítið fara fyrir sér.
Hvað gerir svo pabbi þinn, spurði kennarinn Nonna litla.
Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og á næturnar.
Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim áhorfendum sem best bjóða út í portið á bak við veitingastaðinn þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.
Kennarinn varð eðlilega mjög undrandi yfir svari Nonna litla og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita, en Nonna litla tók hann afsíðis.
Er þetta alveg satt sem þú sagðir um hann pabba þinn … Dansinn og allt það?
Nei, nei, sagði Nonni litli feiminn.
Pabbi vinnur hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan hina krakkana. 
 
Hahahaha......þessi er sterkur.

Það er um að gera að reyna að vera léttur og hress og brosa við heiminum. Og svo er líka gott að taka smá pásu frá þessu krepputali, maður er eiginlega komin með upp í kok...eða ég allavega.

Vona að ég hafi fengið einhvern til að brosa....og það skemmir sko ekki ef ég gat fengið einhvern til að hlæja.

Það er toppurinn.

Eigið góðan dag og verið góð við hvort annað, og ekki gleyma að brosa það kostar ekkert.

Skjáumstum sæta fólk.

kv Gunna broshýra.Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góður þessi já.

Já ég er sko alveg komin með nóg af þessu krepputali, það er ekkert annað í fjölmiðlum.

Eiðgu ljúfan dag það sem eftir er af honum. ;)

Aprílrós, 28.10.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff aumingja barnið.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Erna

Já brosum bara Gunna mín, ekkert annað í stöðunni en að hafa gaman af hlutunum úr því sem komið er.  Knús og góða drauma elsku vinkona

Erna, 29.10.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Sigrún Óskars

góður þessi - takk Gunna broshýra

Sigrún Óskars, 29.10.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Erna

Hafðu það gott Gunna mín

Erna, 30.10.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 1.11.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband