Ferðarlag um borgina á þeim gula...;)



Hæhæ kæru vinir..emoticon
Hvað syngur svo í ykkur?? Það er allt gott að frétta af mér, er reyndar löt eins og fyrri daginn en þó ekki í gær.emoticon 
Ég fór að láta laga á mér hárið og það alla leið upp í Grafarvog, jamm stofan mín er þar...  uuuuu......já eða þannig.emoticon 
Ég sem sagt fór heiman frá mér kl um 8 í gærmorgun og tók leið 1 úr Hf og fór úr vagninum hjá kringlunni og arkaði yfir á hina stoppistöðina til að taka leið 6 upp í Grafarv. upp í spöng, til að taka leið 31 sem að skila mér að Barðastaði. Var komin þangað kl 10.
 Og svo eftir klukkutíma hárföndur að þá lá mín leið aftur til baka og tók leið 32 upp í spöng og tók þar leið 6.
Nú þar sem að ég sat í vagninum og var á þessu ferðarlagi mínu út um alla borg að þá tók ég þá ákvörðun að taka smá krók og kíkja á móður mína og til þess að komast þangað að þá varð ég að taka leið 14 frá Grensás, þannig að leið 6 skila mér á miklubraut eeeeen...ég fór einni stoppustoð of fljótt úr vagninumemoticon Svo ég varð að labba töluverðan spotta upp á Grensás.
En ég hugsaði með mér jæja ok ég þarf hvort eð er að bíða í 30 mínútur eftir strætó og þá er bara gott mál að nota tímann og labba af mér spikið emoticon  og sem betur fer var gott veður bara sól og sæla. Og ég hafði bara gott af þessu. Fólk hefur verið hissa að ég keyri ekki, en það er af ýmsum ástæðum og ætla ekki að telja það upp hér.
 Ég er orðin svo vön þessum gula og þetta að taka 6 vagna í gær er bara ekki neitt miða við það að hér áður fyrr þegar ég var ung einstæð móðir með 6 ára gutta að þá tók ég 9 strætisvagna á dagemoticon já þá var ég að vinna á tveimur stöðum og þurfti á milli vinnanna minna að fara með soninn í skólann, en hann kom alltaf með mér í vinnuna á morgnana.
 Já ég tók fyrsta vagninn fyrir kl 7 á morgnana og þann síðasta milli kl 9 og 10 á kvöldin.emoticon Það er líka bara fínt að hafa svona einkabílstjóra og vera áhyggjulaus og njóta þess að skoða borgina og allar breytingarnar sem eru hér og þar og ég tala nú ekki um mannfólkið.emoticon 
En ég kom seint heim í gærkvöldi, var að hjálpa múttu minni aðeins og svo kom bróðir minn þangað og hann skutlaði mér heim. Ég sinnti mínum prinsi og prinsessu og henti mér svo upp í sófa og ætlaði að góna á eitthvað eeen....ég steinrotaðist emoticon  og svaf í alla nótt í sófanum.emoticon 
Jæja ætli þetta bull mitt sé ekki orðið nógu langt, allavega í bili. Ég þarf líka að hendast út í rok og rigningu til að fara í búð.
Skjáumstum sæta fólk, og munið að kommenta.
Kv. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Nú er ég komin á bloggið upp á nýtt. Gaman að lesa hjá þér skonsan mín. Hafðu það sem allra, allra best og kælr kveðja frá Selfossi 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Aprílrós

Dugleg í gær. ;)

Aprílrós, 26.9.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt,,, hef ekki tekið strætó síðan 1999. þá var ég ólétt, hætt að vinna og fór í skemmtiferð með frumburðinn þá 4ra ára..... Þar áður sennilega sumarið 1996.. þá eignaðist ég kærasta sem átti bíl og þar með var mínum strætóferðum lokið....

Helga Dóra, 27.9.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband