Gærdagurinn....;)



Góðan daginn kæru vinir...
Eru ekki allir í góðu skapi í dag???? Í dag er ég bara í afslöppun....tek ég mig ekki vel út á þessari mynd???? hehehe...

Þar sem ég var ekki að nenna að blogga í gær, að þá ætla ég að skella inn hérna einu um daginn í gær.
Já ég var ekkert smá dugleg skal ég segja ykkur ég  þreif og þvoði, ekki það að það sé allt í skít og viðbjóði, neiiiiiii ég þoli nefnilega ekki skít og drasl og þess háttar viðbjóð.
Ég sem sagt tók allt í gegn,  þessi svo kölluðu heimilisverk, og alltaf getur maður fundið ryk hér og ryk þar bara endalaust ryk og þar sem ég er með 2 ketti að þá er nóg af kattarhárum, jamm það er þessi árstími sem þeir fara meira úr hárum  en vanalega. Og þá er ekkert auðvelt að ryksuga.
Ég var eiginlega búin á því eftir þá athöfn. En ég lét það samt ekkert stoppa mig, neiii ég hélt áfram þar til allt var búið. Ég er ein af þeim sem hættir ekkert fyrr en verkið er búið sama hversu þreytt ég er á eftir eða hvort ég sé búin að gera alveg útaf við mig líkamlega.Já ég veit, en það er bara svo erfitt að hætta þegar eitthvað er eftir. Ég er líka ein af þeim sem er með fullkomnunar-áráttu það verður allt að vera 100% hjá mér ef ekki meir.
En ég var líka ógó ánægð þegar ég lagðist upp í sófa í gærkvöldi  og góndi á imbann. En ég var líka orðin vel þreytt og sifjuð um kl 1 í nótt, enda henti ég mér í rúmið þá og stein sofnaði með það sama. Og svo vakna ég svona líka helv.....hress í morgun og það fyrir kl 6, en ég var ekki að nenna framúr fyrr en kl um 8, enda engin ástæða að ræsa sig svo snemma.

En nóg komið af bullinu í mér og hafið það bara gott í dag.

Skjáumstum sæta fólk, og munið að kommenta þið sem nennið að lesa bullið mitt.
 kv Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Dugleg ertu Gunna mín. Ég er að standa í breytingum og henda og fer að verða búin.

Aprílrós, 16.8.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Dugnaður er þetta kona ! Ég vaknaði biluð í bakinu en hef samt lagað til hérna heima í dag eftir mætti. Horfði á leikinn og lagði mig svo aðeins og bakið er þó skárra núna.

Kær kveðja

Ragnheiður , 16.8.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Reglulega skrautleg og skemmtileg færsla.  Hafðu það sem best Good Night  Heart Beat Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Erna

Það er naumast dugnaður Gunna mín  Ég vildi að ég gæti sagt það sama  Hér er allt fullt af hundahárum er með tvo hunda núna um helgina (hundastrákurinn minn er í pössun hjá mér þangað til á morgun) og eins og með kisurnar þá er þetta ekki skemmtilegasti tíminn í hárafari hjá þessum elskum. Þannig að þrif bíða betri tíma hjá mér. Góða nótt vinkona

Erna, 16.8.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Helga Dóra

Tveir hundar hér og ég sem fer eiginlega meira úr hárum en þeir báðir...

Dugleg ertu..... 

Helga Dóra, 17.8.2008 kl. 00:16

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir innlit og falleg komment, knús og klemm á ykkur og góða nótt elskurnar.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.8.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband