Hæhæ, ég er hress stelpa og hef gaman af lífinu. Blogga frá engu og upp í allt... Ég er Reykjavíkurmær en fluttist í Hafnarfjörð, já svona AA sem túlkast sem aðfluttur andskoti. Ef þig langar að vita meira um mig, klikkaðu þá á myndina.
Hæhæ kæru vinir... Já þetta er dagurinn minn í dag, þannig að þetta blogg verður ekki langt í bili. Ég verð með opið hús í dag á milli kl 14 og 17, og svo er mér boðið út að borða og förum nokkur saman og eigum að vera mætt kl 18. Ég tók smá forskot á afmælið á föstudagskvöldið og vorum hér heima nokkur saman og svo var farið í bæinn, og ég skemmti mér svo vel og við öll. Þvílíkt stuð á okkur langt fram eftir öllu...
Afmælis-barn dagsins.
Jæja kæru vinir ætli ég verði ekki að láta þetta duga í bili, ég þarf að búa til salöt og skella í brauðtertu. Skjáumstum sæta fólk.
Innilegar haminguóskir elsku Gunna mín í tilefni dagsins Gunna mín það er sko allt í lagi að eiga ,,, fyrsta í afmæli ,, annann í afmæli og þriðja í afmæli,,,,.Það sagði Pabbi minn heitin og beið svo eftir næsta afmælinu sínu.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með afmælið skvís
Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 10:42
Til hamingju með daginn Guðrún mín.
Kveðja Guðrún Ing.
Aprílrós, 20.7.2008 kl. 12:25
Innilegar haminguóskir elsku Gunna mín í tilefni dagsins
Gunna mín það er sko allt í lagi að eiga ,,, fyrsta í afmæli ,, annann í afmæli og þriðja í afmæli,,,,.Það sagði Pabbi minn heitin og beið svo eftir næsta afmælinu sínu.
Góða skemmtun Gunna mín
Erna, 20.7.2008 kl. 17:03
Þakka ykkur innilega fyrir kveðjurnar...stelpur mínar...
Já Erna mín það er hægt að hafa fyrsta,annann og þriðja í afmæli..ég gerði það einmitt í fyrra hehehehe...
og það var æði alla dagana...híhíhí...
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 23:45
Varðstu ekkert eldri Gunna mín
Vonandi er aldurinn ekki að stríða þér 
Erna, 22.7.2008 kl. 13:08
Nei Erna mín ég er bara 28+... ALLTAF..
híhíhí...sama hvað árunum fjölgar..
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:37
Ég finn ekkert email frá þér, endilega reyndu aftur.
ragghh@simnet.is
Ragnheiður , 22.7.2008 kl. 19:11
Til hamingju..
Gulli litli, 23.7.2008 kl. 13:38
Búin að senda þér aftur, mundu að kíkja í junk mail. Þetta fer stundum í það
Ragnheiður , 23.7.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.