Sólarlandaferð....;)
13.7.2008 | 17:26
Hæhæ..kæru vinir...
Í tilefni af sólarleysinu að þá fannst mér rétt að koma með einn góðan um sólarlandaferð.
Sólarlandaferð....;)
Þegar hráslagalegt hafði verið um hríð,
ákváðu hjón ein að flýja vetur konung í viku
og pöntuðu sér ferð suður í höf.
Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar
en áætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan..+
Þegar eiginmaðurinn er kominn á
hótelið rífur hann upp ferðatölvuna
og skrifar strax bréf til konu sinnar.
Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í
heimilisfanginu og lenti bréfið hjá ekkju einni
sem nýbúin var að jarðsetja sinn heittelskaða.
Ekkjan sem rétt var búin að jafna sig eftir athöfnina,
var í þann mund að líta eftir samúðakveðjum.
Þegar bréfið barst..
Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði
fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað yfir skjáinn:
Til:Konunnar sem varð eftir
Frá:Manninum sem fór á undan
Efni: Er kominn á áfangastað
Elskan,
Er komin heill á húfi.
Er búin að kynna mér allar aðstæður
og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun.
Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju.
Ástarkveðjur,
Þinn eiginmaður.
P.S Fjandi heitt hérna niðurfrá.
Hahahaha.... það er eins gott að ritskoða áður en það er sent svo e-mail-ið fari á réttan stað,
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Sæl, Þessi finnst mér góður en ég er ekki viss um að ekkjur fíli hann í botn.
Marta Gunnarsdóttir, 13.7.2008 kl. 18:49
Góður þessi
Sigrún Óskars, 13.7.2008 kl. 19:01
Fyndin að venju Gunna mín, segðu svo að ég komenti ekki. Get ekki sent broskalla úr þessari tölvu. Vona að mín fari að komast í lag. Kveðja inn í nýja viku.
Erna, 13.7.2008 kl. 20:12
já hann er tær snilld þessi þakka ykkur fyrir innlit og komment...knús og klemm á ykkur.. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:04
Góður. Hvar náið þið í þessa gulu karla ?
Kveðja Guðrún Ing
Aprílrós, 15.7.2008 kl. 00:37
Guðrún.....gulu kallaranir eru í athugasemdum þar sem þú kommentar, við hliðna á ABC og Púkanum.... hann ætti ekki að fara framhjá þér..kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 15.7.2008 kl. 11:05
Hæ það er ekki hægt að gera þessa broskalla í öllum tölvum, ég er núna í lánstölvu, MacBook og get ekki gert neina broskalla. Eigðu góðan dag Gunna mín.
Erna, 15.7.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.