Minning.
11.2.2009 | 23:19
Hæhæ kæru vinir.
Mig langaði til að minnast föður míns en það er nákvæmlega 2 ár í dag síðan hann dó.
Ég sakna hans virkilega mikið og alltaf finnst mér vera eitthvað tómarúm þegar ég fer heim til hans til að hitta hans eftirlifandi konu og bróður minn. En ég veit að hann er með mér og okkur öllum í anda og heimsækir okkur reglulega. Ég skráði mig inná síðu sem ber heitið Andlát.is og þar er hægt að skrifa og senda látnum ættingjum og/eða vinum skilaboð sem ég tel vera gott fyrir þá sem eftir lifa og sakna sinna nánustu mikið.
Ég set hér inn mynd af honum elskulega föður mínum.
Einar Ingi Theadór Ólafsson.
Ætla líka að láta fylgja með ljóð eða hvað sem það má kallast, þetta er bara það sem ég orti sjálf og lét fylgja með honum í kistunni.
Elsku pabbi minn og afi minn.
Við kveðjum þig með þessum orðum
og minningarnar við varðveitum.
Allt til nú frá því forðum
í hjarta okkar við geymum.
Elsku pabbi og afi
þín er sárt saknað.
Kveðja.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir.
og
Ragnar Ingi Magnússon.
En ætla ekki að hafa þetta lengra.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Athugasemdir
Æj knús sæta mín, svona "afmælis"dagar eru sárir...
Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 23:23
Takk takk Ragga mín...já það er svo satt..alltaf sárt...
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:32
Knús til ykkar Ragnars ;)
Aprílrós, 12.2.2009 kl. 09:36
Afmælisdagar eru alltaf erfiðir það er sko satt, fallegt er ljóðið þitt. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 19:35
Fallegt það sem þú skrifaðir með honum. Það er líka gott að eiga góðar minningar. Það eru bráðum sex ár síðan faðir minn lést. Ég er með mynd af honum á einni hillunni og tala oft við hann - hann var alltaf svo ráðagóður, sveimérþá ef ég fæ ekki ráð frá honum ennþá.
Faðir þinn er örugglega ennþá með þér í anda
Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.