Bloggedíblogg....;D




Hvað er svo að frétta af ykkur???
Það er allt gott að frétta af mér. Ég fékk mér góðan göngutúr í dag, ég labbaði upp í Tölvulistann hérna á Reykjavíkurvegi og ath með lyklaborð við tölvuna mína. Og ég fann eitt bara nokkuð gott lyklaborð, ég vildi fá svart þar sem skjárinn er svartur en að vísu er turnin hvítur og silfraður en það er allt í lagi. Ég ætla nefnilega að lána mömmu gömlu tölvuna og það vantaði lyklaborðið svo ég ákvað að kaupa mér nýtt og láta mömmu hafa hitt. Og ég sé sko ekki eftir því að hafa keypt þetta það er æðislegt og mikið nettara en hitt mitt þó það sé í góðu lagi.
Ég fer með þetta til hennar í fyrramálið og hjálpa henni að koma þessu í gagnið svo vill hún endilega láta mig hafa fartölvuna sína. Það er ágætt að hafa eina solleis því ég er ekki alltaf að nenna að vera svona föst hér inni í tölvuherbergi og svo er svo langt að labba inn í stofu. Jamm þetta er alveg í sitthvorum endanum i húsinu...hehehe...

Svo fann ég líka þessa fínu og flottu hátalara við tölvuna tveir litlir hátalarar og lítið bassabox og kemur manni á óvart hvað hljómgæðin eru dúndur góð úr þessu litla dóti en ég keypti þá ekki núna, ég hefði gert það ef ég var ekki að fara í búð að versla líka. Alltof mikið að bera í einu og líka þungt og langt að labba heim aftur. En ég kaupi þá í vikunni eða eftir helgi.

Eníhú....haldið þið að ég hafi ekki nærri því sest ofan á litla fjórfættlinginn hann Lúkas, já hann svaf í tölvustólnum mínum og ég sá hann ekki þar sem hann er svarbrúnn og tölvustóllinn svartur og ég búin að gleyma því að hann var þarna. Ég var sem sagt að setjast þegar ég finn fyrir einhverju mjúku undir mér og ég bara ubs...það er eins gott að ég sé ekki ein af þeim sem hlamma sér í stólana..össss...þá hefði sko heyrst hljóð úr litlum búk. Hann vill nefnilega alltaf leggjast við hliðina á mér eða fyrir aftan mig í stólnum og kúra þar á meðan ég er í tölvunni...hehehe...litla skinnið.

Ég veit ekki hvenær ég blogga næst...það er spurning að blogga bara einu sinni í viku og koma þá með vikublogg. Það er hvort eð er ekkert að gerast hérna. Það eru svo margir hættir eða eru að hætta að blogga. En ég sé til með þetta.

En þangað til næst hafið það gott og farið vel með ykkur.
Skjáumstum sæta fólk.

kv Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott líka Gunna mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Aprílrós

Eigðu góðan dag mín kæra ;)

Aprílrós, 11.2.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband