Allt komið í ró.....;D
3.2.2009 | 16:12
Hæhæ kæru vinir.
Það er allt komið í ró hér á heimilinu Perla er hætt að breima og aftur orðið svefnsamt.
En það verður kannski fjör í kvöld þar sem við erum að fara og skoða einn lítinn 8 vikna loðbolta sem er frekar loðin kettlingur og jafnvel að ættleiða ef okkur líst vel á hann. Ég er búin að sjá mynd af honum en hún var að vísu ekki nógu góð en það kemur í ljós þegar ég sé hann.
Ég vona að samkomulagið verði gott á milli þeirra allra annars er ég orðin vön og ætti að kunna á þetta, svo verður að fylgjast vel með þeim svona til að byrja með og stilla til friðar ef svo ber undir. En það er til efni sem er í þannig íláti og er stungið í samband og það gefur frá sér sömu lykt og kemur af köttum og er notað til að sameina ketti en bara kettirnir finna hana en ekki við mannfólkið. Ég fékk mér þetta einmitt þegar hann Tígull prins kom aftur til mín og þetta virkar skal ég segja ykkur, það gerði það allavega á milli þeirra Perlu.
Jæja ég verð að fara að haska mér klukkan er orðin það margt og á að skoða litla loðboltan upp úr kl 5, og ég er búin að vera lengi að koma þessarri stuttu færslu á prent vegna truflana frá símanum.
Bið að heilsa ykkur í bili.
Skjáumstum sæta fólk og munið að kommenta.
kv Gunna.
Athugasemdir
Kíkk og kvitt á þig vinkona Vonandi gengur vel með loðboltann, ég ætla að fylgjast með framhaldinu
Erna, 3.2.2009 kl. 16:38
já vona líka að það gangi vel.
Aprílrós, 3.2.2009 kl. 17:51
Takk stelpur...það gengur vel ENNÞÁ og ég held að það verði svo áfram...Perla og Tígull urruðu og hvæstu sérstaklega Tígull, hann er sko ekkert sáttur við það að það sé komin annar herramaður á heimilið.
Þessi litli loðbolti er blandaður persa og verður líklega eins og mamman. Hún er æðislega falleg. Hann er ekki svo loðin eins og er en það kemur. Hann fékk nafnið Lúkas.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:51
Já, en veistu nú er ég breima, nýorðin amma og allt :):) frekar þreytt og farin að bulla smá :):):I)
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.