Fyrsta bloggfærslan á árinu 2009...;)



Kæru vinir.
Ég vona að þið hafið haft það gott yfir jól og áramót eins og ég. Já ég hafði það má segja einum of gott, ég er búin að éta mig út úr skápnum ég bara hreinlega passa ekki inní hann lengur. Þannig að það er bara tvennt sem hægt er að gera í stöðunni og það er að taka sig á í mataræðinu og hreyfa sig meira en ég geri eða að endunýja allt. Ég held að ég velji fyrri kostinn, hann er líka ódýrari.
Ég pantaði á netinu bókina sem heitir South Beach mataræðið og fæ hana eftir nokkra daga. Þessi bók hefur hjálpað mörgum. Ég vil ekki meina að ég sé akfeit..nei nei ég er í kjörþyngd en er ekki sátt við keppina sem eru komnir og svo hef ég alltaf verið léttari svona ca 50 - 52 kg og þar er ég sátt við sjálfa mig. Ég er núna 57 kg. Ég ætti nú að fara létt með það að taka þetta af mér.
En ég byrja á þessu á miðvikudaginn því annað kvöld á þrettándanum að þá kemur sonur minn og tengdadóttir í mat og ætla ég að vera með lambalæri, og ég læt þau taka með sér heim það sem eftir verður svo ég sé ekki að freistast í það.
Svo þegar allir keppir eru farnir að þá get ég kannski sagt HAHAHAHA.....

Eníhú... þegar að ég var að horfa á fréttirnar á laugardagskvöldið og var verið að tala um mótmælin á austurvelli þann daginn að þá sá ég litlu frænku mína halda ræðu..já það var þessi litla 8 ára hnáta. Ég rak upp stór augu og bara HAAAA??? er Dagný Dimmblá að halda ræðu??? Mér fannst hún bara nokkuð góð og ég er stolt af litlu frænku. Hún á kannski eftir að láta heyra í sér meir og í framtíðinni. Það er aldrei að vita.

En kæru vinir ætli ég láti þetta pár mitt ekki duga í bili eða þar til næst.
Ég verð vonandi betri, skemmtilegri og virkari bloggar þetta árið, þið bara látið mig vita ef ég er ekki að standa mig í þeim efnum.

Skjáumstum sæta fólk og hafið það gott.

kv Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

iss þú tekur þessi fáu kíló af þér á "nótæm" - segi ég sem er sjálf vaxinn útúr mínum skáp

Sigrún Óskars, 6.1.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Aprílrós

Drekka mikið vatn og labba , það geri ég. ;)

Aprílrós, 7.1.2009 kl. 07:48

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Sigrún....já ég fer létt með þetta...ef maður er nógu ákveðin..

Guðrún....já ég labba á hverjum degi....þarf reyndar að vera duglegri í vatninu....gallinn er bara sá að vatnið er vont hérna...því miður.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 7.1.2009 kl. 12:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt ár mín kæra og hafðu það sem allra best. Ertu skild Dimmblá í föður eða móður ætt hennar?? ein forvitin sem þekkti pabba hennar og systur hans + fjölsk. í den á Húsavík.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Dóra.....takk Dóra mín....þetta kemur hjá okkur hægt og rólega.

Ásdís.....Ég er skild henni í móðurætt....en ég kinntist pabba hennar og föður-ömmu. Ég átti heima í sama stigagangi og þau. En þegar það kom í ljós að Dagný Dimmblá væri frænka mín þá var það um svipað leiti og ég var að flytja þaðan. Hef ekki séð þau síðan.

Takk fyrir innlit og kvitt stelpur mínar, þið eruð æðislegar.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 8.1.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: Gulli litli

Ég geng ekki þvert yfir götu, drekk mikinn bjór. En mikið rétt, það virkar ekki.

Gulli litli, 9.1.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband