Áramótakveðja....;)
31.12.2008 | 02:22
Hæhæ kæru vinir, bloggvinir og aðrir sem kíkja hér inn á síðuna.
Ég ákvað að setjast í ritstólinn og henda hér inn einhverjum línum núna, þar sem ég hef engan tíma í það á morgun.
Ég fékk tuskutremma og þrifnaðaræðiskast í dag þar sem ég ætlaði ekkert að gera á morgun nema að búa til sallöt með snakkinu og henda í eina brauðtertu líka til að narta í um kvöldið og dúlla með sjálfa mig og horfa á Kryddsíld á stöð2. Jú ætli ég sjóði ekki hangikjötið til að hafa á nýársdag úr því það er til.
Ég var eins og hvítur stormsveipur hérna heima það eina sem ég á eftir að gera er að ryksuga, ég ákvað að gera það ekki fyrr en í fyrramalið, því í kvöld vorum við með svona bíókvöld fyrir krakkana hans kallsins míns með popp og kók og ís og horfðum á DVD myndina Mamma mía og þá er ekkert vit í því að ryksuga fyrir svoleiðis kvöld þar sem poppið vill svo oft rata í sófann og á gólfið.
Þannig að ég verð að vakna snemma og ræsa liðið og henda því í sturtu, nú ef þau vakna ekki þá ræsi ég þau með ryksugulátum ég sagði þeim það og ég lofaði þeim því að ég myndi gera það.
Um leið og Kryddsíldin er búin á stöð2 að þá förum við austur á Stokkseyri í matarboð til tengdó.
Eftir það förum við aftur heim en krakkarnir verða eftir hjá afa og ömmu, þar sem við eigum von á fólki til okkar seinna um kvöldið.
Eftir áramótaskaupið að þá förum við uppá Hamarinn (held að það heiti það) sem er einhvers staðar hér í Hafnarfirði og ætlum að horfa á alla ljósadýrðina, förum svo heim til mín aftur og það er aldrei að vita nema að við förum á röltið á milli húsa og hitta fólkið sem við þekkjum.
Ætli ég láti ekki þetta blogg duga í bili.
Ég óska ykkur öllum Gleðilegs árs og farsældar á nýja árinu, vona að þið eigið góð og ljúf áramót.
Ég þakka öllum vinum og bloggvinum fyrir bloggvináttuna og komment á árinu. Þar sem þetta er síðasta bloggfærslan á árinu að þá segi ég...
Skjáumst á nýja árinu.
Hafið það verulega gott og gangið hægt um gleðinar dyr.
Knús og kossar.
Áramótakveðja. Gunna.
Athugasemdir
Gleðilegt ár elsku Gunna mín, takk fyrir vináttuna og allar skemmtilegu færslurnar þínar á árinu
Erna, 31.12.2008 kl. 11:24
Takk Guðrún mín fyrir bloggvináttu, komment og Gleðilegt ár og megi nýtt ár gefa þer og þínum kærleik og frið.
Aprílrós, 31.12.2008 kl. 15:08
Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 16:52
Gleðlilegt ár og takk fyrir liðið ár. Einhvernveginn verð ég að fá svona "tuskutremma" það kæmi sér vel fyrir heimilið mitt og svo er það svo megrandi að þeytast um með tusku og tól.
Hafðu það sem allra best bloggvinkona
Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 10:00
Fimm stig fyrir tuskutremmann....Gleðilegt nýtt ár kæri bloggvinur..
Gulli litli, 3.1.2009 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.