Jólin mín...og fl.....;)


Kæru vinir.
Jæja nú eru jólin að baki og komin smá pása frá stórsteikum og kræsingum. Það eina sem er á borðum núna eru kökur, smákökur og nammi..jú eitthvað af ávöxtum. Það er varla að ég hafi list á þessu seddan er svo mikil eftir allt átið síðustu daga.

Jólin voru alveg yndisleg frá upphafi til enda, við og mín fjölskylda vorum öll hér heima á aðfangadagskvöld og ég var með Hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Það var sko vel borðað enda voru allir að springa  á eftir. Nú svo eftir allt uppvaskið (uppþvottarvélin sá um megnið af því nema sparistellið) að þá var ráðist á pakkana...hehehe já já eða þannig...þetta voru virkilega fallegar og eigulegar gjafir sem við fengum. Sumt fengum við tvennt af eins og t.d. Mama mía og Brúðguminn, og einn bróðir minn fékk tvö eintök af Ladda 6tugur svo það myndaðist svona skiptimarkaður í nokkrar mínútur  og við skiptum við hann á öðrum Brúðgumanum og Ladda. En ég þarf að skipta á annarri mömmuni, það er nóg að eiga eina mömmu og einn Brúðguma...haahhahaha.. Svo eftir pakkaflóðið að þá var bara slappað af og sjallað og mikið hlegið. Alveg yndislegt kvöld. Nú svo fengu litlu fjórfættlingarnir prinsinn og prinsessan líka pakka og voru mjög ánægð með þá  Tímó prins nuddaði trýninu upp við pakkana eins og þetta væri gæruskinn, bara fyndið að horfa á það uppátæki..hehehe...svo náði hann dótir úr pokanum og fór að leika sér  en það náðist ekki að taka mynd af Perlu prinsessu að leika sér  en sú mynd kemur seinna þegar ég er búin að ná mynd af henni við þá iðju. 

Á jóladag að þá vorum við bara á náttsloppnum fram eftir degi eða þar til að ég fór í kokkastarfið. Við vorum búin að ákveða það að bregða útaf vananum og hafa Lambahrygg á jóladag þar sem við vissum að við myndum fá hangikjöt á annann í jólum. Jújú mín fór að setja hrygginn yfir og búin að kryddann eftir kúnstarinnar reglum og eftir smá tíma fór að finnast ilmandi matarlykt en mér fannst samt eitthvað bogið við þann ilm, svona eins og af reyktu kjöti, en ég hugsaði með mér að það væru kannski einhverjar leyfar af lyktini frá því kvöldið áður. En svo eftir klukkutíma að þá kíki ég á kjötið og mér fannst þetta vera eitthvað svo rautt eitthvað öðruvísi en átti að vera en ég set kjötið aftur í ofninn og var ekkert að spá í þetta. Nú svo kíki ég aftur á kjötið einhverju seinna og þá sé ég að það er BLEIKT og ég bara ..haaa???? fór þá mig að gruna að þetta væri léttreyktur lambahryggur. Minn maður fór í ruslið og náði í umbúðirnar og jú viti menn...þar stóð LÉTTREYKTUR...og ég bara NEiiiiiiii.......og ég er búin að KRYDDANN...AArrrg...svo sprungum við úr hlátri og sögðum...jæja það verður bara að hafa það...hann verður örugglega bara betri..hehehe...og við vorum búin að bjóða frænda hans í mat. Og vorum búin að hlakka svo til að fá FERSKANN lambahrygg. Já það marg borgar sig að LESA SMÁALETRIÐ. Við höfum verið einhvers staðar út á túni þegar við vorum að versla. Það er augljóst. En ég get sagt ykkur það að hryggurinn hann KLÁRAÐIST hann var svo góður...hehehe...Svo eftir að búið vara að ganga frá eftir matinn að þá var bara slappað af. Ég dauð skammast mín að segja frá þessu...en þetta er svo fyndið að það er eiginlega ekki hægt að þegja yfir þessarri sögu.

Á annann í jólum að þá fórum við í tvær veislur, byrjuðum hjá mömmu í hádeginu og fengum hangikjöt og kjúlla með öllu tilheyrandi meðlæti og fl. Vorum öll mætt þar og var æðislegt. Fórum svo kl um 3 til konu hans pabba heitins og fengum meira hangikjöt með öllu tilheyrandi og fl. Já maður var í stöðugu áti í gær, ég sagði við einn bróður minn að ég kæmi hingað pakksödd og færi héðan sprungin. þetta var alveg á við heilann vinnudag má segja frá kl 12 og til kl 8 um kvöldið, 8 klukkutíma át. ÚFF..enda er ég ekkert svöng í dag.
Það er spurning að leggjast í grænmetið næstu daga eða fram að gamlárskvöld þegar næsta stórsteik kemur á borð, og kannski hangikjöt á nýársdag. Og fara svo á melónukúrinn strax 2 janúar  og hreynsa út öll óæskileg efni sem eru búin að safnast hér og þar á líkamanum eftir allt þetta át þannig að maður er orðin afvelta og fer að nálgast það að hræða kettina uppúr hárunum  nei það gengur ekki. Ég ætla að hreyfa mig  meira en ég geri.  Það er allavega ekki hægt að segja að ég hreyfi mig ekkert þar sem ég er ekki á bíl og fer allar mínar ferðir fótgangandi eða með strætó þegar minn maður er út á sjó. Þannig að þetta rennur af mér hægt og rólega eftir áramótin.

En jæja ætli ég láti ekki þessa færslu duga í bili, er búin að vera ansi lengi með hana þar sem rithöfundur var truflaður öðruhvoru á meðan á ritvinnslunni stóð.

Eigið góðan dag og helgi kæru vinir.
Skjáumstum sæta fólk.
Munið að kommenta.
kv Gunna.

P.S. Hún Steinþóra vinkona mín á afmæli í dag

Til hamingju með daginn elsku vinkona, sjáumstum í kvöld mín kæra.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Já bara melónur eftir áramót og hreinsa allt út.

Aprílrós, 27.12.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Brynja skordal

Smá skondin saga þetta með Reykta hrygginn en já þetta er búið að vera mikið át á manni um jólin alls konar gúmmelaði og lítil hreyfing sko en jújú bara tekið á þessu með trukki á nýju ári hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 28.12.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já maður hefur þá smá skondnar minningar frá þessum jólum...og getum þá minnst þeirra á efri árum...hahahaha...en já það verður tekið á þessu með trukki eftir áramót.

Takk fyrir innlit og kvitt stelpur mínar.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.12.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband