Helgin...;)



Hæhæ kæru vinir. Hvað syngur svo í ykkur???emoticon
Ég er búin að vera ógó dugleg um helgina....jamm maður verður að hrósa sér sjálfur því það er engin hérna á heimilinu til þess. emoticon
Neibb ég er nefnilega ennþá grasekkja.
Eníhú...ég setti upp jólaljósin í öll herbergi og stofuna á föstudagskvöldið..en á eftir að setja ljós í eldhús-gluggann, ég ætlaði að setja sömu seríuna og ég var með í fyrra eeeen... það þurfti auðvitað að vera 2 perur sprungnar.emoticon  
Þetta er óttalegt einnota-kjaftæði svo er miklu dýrara að kaupa perur en seríuna sjálfa.emoticon  Þannig að ég þarf að fara í seríu-leiðangur á morgun.
En ég verð að reyna að halda mér á mottunni því það er hættulegt að hleypa mér inn í jóladótadeildina, emoticon ég fæ hreynt út sagt kast,emoticon  ég er svo mikið jólabarn. Samt er ég ekki fædd í desember sko.emoticon

En að öðru....ég er að fara í kaffiboð til múttu í dag þar sem einn af mínum bræðrum á afmæli í dag, en það er ekkert stór-afmæli bara svona smá...emoticon  Til hamingju með daginn elsku Eiki minn, og njóttu hans vel.

 Ég ætla að búa til salöt og fara með, líka til að létta aðeins undir fyrir mömmu hún er ekkert alltof góð til heilsunnar.
 Jæja ætli ég verði ekki að drífa mig að gera það sem þarf áður en ég fer.
Eigið góðan dag kæru vinir og njótið fyrsta dag aðventunar.
 Skjáumstum sæta fólk.
Munið að kommenta.

Kv Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis dugnaður í minni stelpu, hér er bæra rölt um á hækjum, og ég bíð eftir að einhver af börnunum líti inn og hjálpi gömlu í des. ég er alltaf sein til að skreyta byrja ekki fyrr en eftir 10.des.  Knús inn í daginn

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband