Afleiðingar atvinnuleysis....
21.11.2008 | 23:39
Íslenskur lýtalæknir var staddur á ráðstefnu erlendis með kollegum sínum.
Eftir langa og stranga dagskrá ráðstefnunnar héldu ráðstefnugestir á öldurhús og gerðu sér glaðan dag. Eftir því sem líða fór á kvöldið og nóttina þynntist hópurinn og loks sátu einungis þeir þaulsetnustu eftir.
Þegar þeir höfðu ekkert meira að tala um fóru þeir að segja hetjusögur af þeim afrekum sem þeir höfðu unnið á skurðborðinu.
Einn Bretinn sagði sögu af því að hann ásamt teymi sínu hafi tekið á móti sjúklingi sem missti hendina í prentsmiðju. Á sjúklinginn græddu þeir nýjan handlegg, lófa og fingur og eftir að hann kom til starfa aftur varð hann svo góður og öflugur verkmaður að hann vann á við 4 og því fóru þrír á atvinnuleysisskrá sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu.
Rússnenskum lækni fannst ekki mikið til þess koma og sagði frá manni sem lent hafði inní kjarnaofni. Þeir fengu ekkert annað en hárið inná skurðborðið til sín, græddu á það höfuð, búk og útlimi. Þessi maður varð svo góður verkmaður þegar hann snéri aftur til starfa að hægt var að segja upp heilli vakt í kjarnorkuverinu, 9 manns fóru á atvinnuleysisskrá.
Íslenski læknirinn sagði iss við þessari sögu. Ég var einu sinni staddur niðrí Austurstræti og fann rosalega vonda prumpulykt. Ég veiddi hana í poka og brunaði með hana uppá Borgarspítala og skellti henni á skurðborðið. Við græddum á þetta búk, höfuð, útlimi og enduðum með að setja krullur ofaná þetta allt saman. Úr þessu varð Davíð Oddsson og hann er á góðri leið með að setja alla þjóðina á atvinnuleysisskrá.
HAHAHA...
Ég varð að láta þennann hérna inn og leyfa ykkur að njóta hans sem ekki hafa fengið hann sendann í pósti.
Og svo upp með húmorinn elsku vinir.
Ég er orðin frekar þreytt á þessu krepputali, vil frekar vera jákvæð og hafa húmorinn í lagi og líða samt vel þrátt fyrir alla kreppu.
Við erum jú lifandi...allavega ennþá.
Góða helgi elsku vinir og njótið þess að vera til.
Munið að kommenta.
kv Gunna.
Athugasemdir
Aha ha ha , , so funny ! Bravó .
Júrí (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:47
þessi er rosa-góður
Sigrún Óskars, 22.11.2008 kl. 10:29
þessi er góður. Já mar er orðin frekar þreyttur á þessu krepputali, og ósjálfrátt smitar þetta mann og mar fær svo miklar áhgyggjur af þessu bara. . Eigðu góðan dag.
Aprílrós, 22.11.2008 kl. 12:13
Góður Snjókomukveðjur að norðan
Erna, 22.11.2008 kl. 12:58
Textinn er öllum frjáls elskan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 18:26
Takk allar fyrir innlit og kvitt....þið eruð æðislegar.
Takk Ásdís mín...ég kunni samt ekki annað en að spurja fyrst.
kv. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.