Smá reiðikast og góður matur...;)
17.11.2008 | 22:12
Hvað syngur svo í ykkur.???
Það er allt gott að frétta af mér í dag.
En á laugardaginn varð ég svo hrikalega reið og sár út í sjálfa mig að ég var í algjöru kasti innbirðis. Það þarf mikið til að gera mig reiða en ef það snertið hjarta mitt að þá er stutt í kveikiþráðinn.Ég var ekkert upp um alla veggi nei nei...en þetta var bara mér sjálfri að kenna og varð að takast á við það.
Málið var að litli prinsinn minn hann Tímó Tígull (sem er köttur) fór út og var hérna í garðinum þegar að það kemur einn stór og mikill köttur og prinsinn minn hann fer auðvitað í það að reka hann af sínu umráða-svæði.
Og þeir syngja sinn kattarsöng en þar sem að aðkomu kötturinn ætlar ekkert að gefa sig svo að það er sungið út í eitt og svo er prinsinn minn líka þrjóskur. En svo ræðst þessi kattargarmur á prinsinn og þeir slást þarna og svo nær þessi stóri að leggja prinsinn undir sig og þeir liggja þarna dágóða stund og ég heyri væl örðu hvoru. Þetta var akkúrat á matmáls tímanum og ég að gera allt klárt.
En ég reyndi að fylgjast með þessu og þeir enda aftur í þvílíkum slagsmálum að það var skelfilegt að horfá upp á þetta.
Nú ég fer út og ætla sko að reyna að stoppa þetta en þá voru þeir hættir og prinsinn komin undir bíl en ég náði honum ekki undan.
Svo ég fór bara inn aftur. En það leið ekki langur tími þar til að prinsinn lét sjá sig og mín fór að skoða hann bak og fyrir...en ekkert sjáanlegt sár.
Svo ég hélt að það væri í lagi með hann. Eeeeen...seinna um kvöldið að þá var ég að klappa honum og þá varð ég alblóðug á höndunum og ég fer að skoða hann aftur og þá sá ég þetta sár á höfðinu og það fossblæddi og ég hugsaði um leið...djö.....afhverju gerði ég ekkert í þessu og fór út þegar ég sá að sá stóri lá ofan á honum...ég fylltist af reiði og var hrikalega sár út í sjálfa mig.
Ég má ekki loka augunum því þá sé ég þessa sýn þar sem sá stóri var að bíta prinsinn og það líka svona hrottalega. En ég vissi það því miður ekki þá.
Þannig að það eru allavega tvenn tannarför á hausnum á prinsinum eftir vígtennurnar.
En hann fór ekkert meira út það kvöldið og var frekar eftir sig eftir þessi ósköp og bara svaf. Þanni var hann líka megnið af gærdeginum en fór svona að hressast í gærkvöldi, en hann hefur lítið viljað vera úti hann bara rétt skreppur og er svo komin inn aftur.
Ætlaði að láta kíkja á þetta uppá dýraspítala í dag en náðist ekki . Ég fer með hann á morgun ef ég sé að þess gerist þörf. Ætla allavega að hringja og sjá hvað dýralæknirinn segir.
Nú hugsar sjálfsagt einhver með sér...hvað er að þessarri manneskju að láta einhvern kött koma sér í svona uppnám...svo ég segi bara sorry..ég hugsa um dýrin mín eins og börnin mín. Og mitt hjarta bíður ekki upp á neitt annað. Ég er bara svona. En ég er orðin róleg núna...en ef ég sé þennann kött hérna að þá fær hann íllt auga frá mér.
Hann hefur ekki ráðist á prinsessuna (sem er köttur) mína, hún er líka allt öðruvísi en prinsinn. Það má líkja henni við litla ljóninju og er ekkert að bíða með hlutina hún hleypur að hinum köttunum og þeir flýja allir undan henni í flestum tilfellum ...hehehe......;D Allavega ennþá.
En að öðru...við kallinn fórum að bæjast í dag og erindast sem við þurftum að gera. Fórum í Kringluna og svona. Versluðum ekkert mikið bara pínu....Fórum svo að borða á Madonnu, fengum okkur þrírétta máltið og ég er svo södd upp í kok að ég held barasta að ég sé búin að borða fyrir vikuna. Maturinn var æðislega góður.
Jæja ætli ég láti þetta pár mitt ekki duga í bili, ætla að henda mér upp í sófa á meltuna og liggja þar bara...
Skjáumstum sæta fólk og munið að kommenta.
Kv. Gunna.
P.S. Smá viðbót. Ég var að tala við þá á dýraspítalanum og þeir vilja að ég komi með prinsinn og láta kíkja á þetta.
Þannig að ég fer með hann fyrir hádegi á morgun, það getur verið að það þurfi að sauma fyrir.
Athugasemdir
held að þú þurfir ekkert að hafa áhyggjrur af þessu með köttinn.
;)
Aprílrós, 17.11.2008 kl. 23:08
SKil vel áhyggjur þínar af kisa þínum, ég hefði alveg bilast, sá einu sinni persalæðuna mína slást við annan köttu og bilaðist alveg, ekkert blóð kom en mér leiða rosalega illa. Maður verndar það sem maður á og aðra ef maður getur. Kær kveðja til þín elskan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.