Knúsvikan mikla....;D

Hæhæ kæru vinir...

Ég fékk þetta sent og vildi deila því með ykkur. Líka að hugga ykkur vegna bloggfærslunar á undan...að þá fannst mér alveg upplagt að knúsa ykkur.

KNÚSVIKAN MIKLA
13. - 20. október 2008

Hefur þú knúsað í dag ?

Knúsum okkur í gegnum ástandið.


 

Þegar staðan á íslandinu okkar er eins og hún er er afar mikilvægt að við stöndum öll saman, sýnum nærgætni, og látum ekki svartsýni og pirring ná tökum á okkur. Það þurfa allir að hugsa vel um sig, gæta þess að fá nægan svefn og velta sér ekki of mikið uppúr fréttum hvers dags (Gott að skammta sér ákveðið magn á dag) En það er ekki síður mikilvægara að við hugum að öðrum og séum vakandi yfir vinum, kunningjum, ættingjum okkar og samferðafólki, við þurfum að gefa okkur tíma til að hlusta og vera til staðar. Að mínu mati er eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að knúsast, gott faðmlag er það sem að allir þurfa á að halda og sanniði til að þeir sem fá nóg af knúsi eru ríkir og eru tilbúnari fyrir lífið og verkefni dagsins.

Það að koma á þessari Knúsviku þar sem að hvatt er til einstaklings og hópknúss á hverjum degi í eina viku er framlag kærleiksvefsins vegna stöðunnar í landinu okkar. Látum knús ganga og hefjum nýja byrjun í okkar frábæra landi áfram Ísland og í lok vikunnar er það knúsaðasta land í heimi.

Bros og knús í hvert hús

Sendu þessa síðu á eins marga og þú getur og hjálpaðu til við að gera knúsvikuna að veruleika og að allir á íslandi fái mikið af knúsi þessa daga, það þurfa allir á því að halda núna - knús skiptir máli -  knúsumst.

 
Júl.Júl     -  www.julli.is

 

Ég skora á alla að taka þátt.......

Fjölskylduhópknús á hverjum morgni
 
Einstaklings og hópknús á vinnustöðum


Knúsaðu börnin kvölds og morgna...ekki bara þessa viku


Knús fyrir svefninn og allir sofa betur


Ekki vera feyminn að knúsa...knús skiptir máli

Hefjum daginn í öllum fyrirtækjum með knúsi
 
Knús í alla skóla stóra sem smáa:
Nemendaknús - bekkjarknús - kennaraknús - knús í nesti -
knús sem heimaverkefni - húsvarðaknús - bókasafnsknús - viðurkenningaknús.

 

Knúsaðu maka þinn....oft....oft...og aftur.


Eldra fólk þarfnast oft meiri snertingar en aðrir og það er líka viðkvæmara fyrir stöðu mála og hefur áhyggjur af framtíð barnanna sinna. Í dag
skaltu fara og heimsækja ömmu, afa, frænda , frænku eða einhvern eldri borgara sem þú þekkir og gefa honum knús. Eldri fólk á nóg af súkkulaði, það þarf bara hlýtt og gott faðmlag og eitthvað af tímanum ykkar.

Sendu knús til þeirra sem eru lengra í burtu......
SMS knús.....
Email knús......
Bloggknús.......
Hringdu og gefðu knús.....

Ef þú gefur af þér, þá færðu það til baka - gefðu knús

Knús kostar ekki neitt....en skilar góðum og öruggum arði



Ánægja með það sem menn hafa er mesti og varanlegasti auðurinn

Ef þú ert ekki ánægður með það  sem þú hefur, hví skyldir þú vera sælli með meira?

Ég sendi STÓRT KNÚS til ykkar allra elskurnar.

Skjáumst sæta fólk.

Munið að kommenta.

Kv. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Maður á alltaf til nóg af knúsi svo þú færð stórt knússs hafðu það ljúft

Brynja skordal, 15.10.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Aprílrós

Gott innlegg ;)

Aprílrós, 15.10.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Erna

Knús vina mín

Erna, 15.10.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband