Tuskutremmi og búðarkast...;)


Hvað segið þið svo ...?????
Það er allt gott að frétta af mér. Ég fékk tuskutremma í dag og þreif allt út, jamm ég tók helgar þrifin í dag því á morgun er engin tími í það. Um hádegi þá ætla ég að hlamma mér fyrir framan imbann og horfa á strákana okkar mala spánverjana....já það er allt í lagi að vera bjartsýnn...ekki satt??? Ég hef allavega trú á þeim, þeir eru búinir að standa sig frábærlega.

Ení hú, svo eftir leikinn ætla  ég að fá búðarkast, jamm ætla að versla inn það sem þarf. Því á laugardaginn hef ég engan tíma í það...skiljiði...það er menningarnótt og allt og of mikið um að vera sko...bara út um allt...ha...
Já ætla að búa til salöt og hafa eitthvað flott á laugardaginn. Svo er stefnan að kíkja á tónleikana á Miklatúni...og svo auðvitað Flugeldana.. ég klikka sko ekki á þeim.
En laugardagurinn verður tekinn snemma...þar sem ég á að mæta í strípur  kl 10 um morgunin og það alla leið upp í Grafarvog þarf að vakna eldsnemma og fara í sturtu og alles svo ég verði ekki eins og mygluð hæna þegar ég mæti þangað.

En núna þarf ég að hætta þessu pári mínu, þar sem ég er að elda, jamm setti matinn í steikarapottinn og inn í ofn og ilmurinn er orðin svo þvílíkur að garnirnar eru farnar að gaula.
Skjáumstum sæta fólk og munið að kommenta.
Gunna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Hvað gerir maður til að fá "tuskutremma"? Ekki veitti af því á mínu heimili.

Góða skemmtun um helgina  - ég verð á bakvakt alla helgina svo ég missi líklegast af herlegheitunum í höfuðborginni

Sigrún Óskars, 21.8.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Aprílrós

hæ skvís,, vil benda þér á að ekki þvo hárið áður en þú ferð í strípurnar, og það verður ekki flugeldasýning eins og hefur verið. Man ekki hvað það var sem verður í staðinn á einhverjum staðnum, en það var ekki spennandi það sem ég heyrði.

Aprílrós, 21.8.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Erna

Fylgja þessu verkir Gunna mín.....ég meina tuskutremmanum, er þetta smitandi, er einhver hætta á að ég geti fengið þenna tremma .En góða skemmtun á menningarnótt, vona að veðurguðirnir verði ykkur hliðhollir. Það er nú frekar fúlt ef það verður engin flugeldasýning, ég elska flugelda enda fædd á gamlárskvöld   Og svo.....strákarnir okkar á morgun . Góða nótt

Erna, 21.8.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Sigrún mín...Ég setti góðan disk i spilarann sem var að þessu sinni pottþétt 47 (nýji diskurinn)  og þá komst ég í stuð og fékk tuskutremma... ekkert flóknara en það hehehehe....Takk takk já ég ætla sko að skemta mér vel.

Guðrún mín..já ég veit að það má ekki þvo hárið áður, en nú ert þú að segja mér fréttir þetta með flugeldasýninguna. Það er búið að auglýsa hana. Hvað er í gangi????

Erna mín...Nei það fylgja ekki verkir með tuskutremmanum sjálfum..en getur haft aukaverkanir svona eftir á...já þetta getur verið smitandi en spurning hversu næm þú ert fyrir því  og já þú ert í mikillri  hættu að fá þennann tremma.... Ég ætla að vona að veðrið verði svona þokkalegt allavega. En já verð illa svikin ef það verður engin flugeldasýning ...ég sem er svo mikið flugeldabarn hehehe...

Knús og klemm á ykkur allar og góða nótt.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband