Hugmyndaflug...;)
21.8.2008 | 12:52
Alveg er það ótrúlegt hvað fólk getur duddað sér við að búa til.
Mátti til að setja þetta með ykkur til skemmtunnar, þar sem þetta er gott grín.
Fyrir þá sem ekki hafa fengið þetta sent á maili .
Hugmyndaflug fólks er yndislegt.
25 ástæður fyrir því hvers vegna ætti að veita áfengi á vinnustöðum!
Bæði fyrir yfirmenn, starfsfólk og kúnna.
1. Það er góð ástæða fyrir því að mæta yfirleitt til vinnu.
2. Áfengi dregur úr stressi og spennu, eða virðist allavegana gera það.
3. Áfengi gerir öll samskipti opinskárri.
4. Þegar fólk er góðglatt kvartar það síður yfir lágum launum.
5. Fjarvistum vegna timburmanna fækkar.
6. Starfsmenn segja yfirmönnum sínum hvað þeim finnst, ekki það sem þeir vilja heyra.
7. Fólk þarf ekki að leita að bílastæðum þar sem enginn kemur á bíl til vinnu.
8. Fundir verða ef til vill ekki árangursríkir en hins vegar miklu skemmtilegri.
9. Það eykur starfsgleði fólks. Þeir sem eru í vondu starfi láta sér það í léttu rúmi liggja.
10. Frídögum fækkar þar sem fólk vill frekar mæta í vinnuna en að hanga heima.
11. Samstarfsfókið lítur betur út.
12. Maturinn í mötuneytinu virðist bragðast betur.
13. Yfirmenn eru ósparir á kauphækkanir þegar þeir eru undir áhrifum.
14. Aukin bjartsýni eykur tiltrú fólks á fyrirtækinu.
15. Það er ekki jafn pínlegt að ropa á fundum.
16. Starfsmenn vinna lengur þar sem það er engin ásatæða til að kíkja á barinn á leiðinni heim.
17. Starfsfólk er ófeimnara við að viðra hugmyndir sínar.
18. Fóki finnst vinnan léttari eftir að það hefur fengið sér 1-2 drykki.
19. Minni líkur á að fólk helli sig fullt í hádeginu.
20. Auknar líkur á að þú sjáir yfirmann þinn nakinn.
21. Bætt samskipti við Rússa.
22. Ræstingaskápurinn verður loksins að einhverju gagni.
23. Fólk þarf ekki lengur að notast við kaffi til að láta renna af sér.
24. Það þykir ekki lengur djarft að sitja á ljósritunarvélinni.
25. Það er ekkert óvanalegt við að vera þvoglumæltur.
Eigið góðan dag kæru vinir....blogga meira á eftir.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv Gunna.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Er þá ekki ráð að senda nokkra kassa af víni í Ráðhúsið í Reykjavík. ?
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 14:24
Heyrðu jú, það er ekki svo galin hugmynd...þá yrðu allir sáttir og glaðir...og þá losnar um málbeinin og þau fara að viðurkenna hlutina... já maður er svo hreinskilin og jákvæður þegar víman nær tökum á manni hehehe... og þau kannski sjá hlutina í "réttu" og eða í "öðru" ljósi, svo yrði líka alltaf stuð í Ráðhúsinu...
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 17:34
Þetta er góð hugmynd að senda kassa í Ráðhúsið
Sigrún Óskars, 21.8.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.