Ert þú vitrari en ljóskan....??
28.6.2008 | 15:11
Viltu vinna milljón?
Hafið blað og skriffæri og svarið spurningunni um leið. Ekki svindla með því að skrolla niður annars er ekkert gaman að þessu.
Ljóskan tekur þátt í "Viltu vinna milljón"
Hér kemur fyrsta spurningin
1 Hve langan tíma tók 100 ára stríðið
a) 116 ár
b) 99 ár
c) 100 ár
d) 150 ár
Hún sat hjá í þessari spurningu
2. Í hvaða landi var Panama hatturinn fundinn upp?
a) Brasiliu
b) Chile
c) Panama
d) Equador
Ljóskan spyr salinn
3. Í hvaða mánuði er október byltingin haldin hátíðleg ?
a) Janúar
b) September
c) Október
d) Nóvember
Ljóskan hringdi
4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI?
a) Albert
b) Georg
c) Manuel
d) Robert
Ljóskan tekur út tvö röng svör
5. Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?
a) Kanari fugli
b) Kengúru
c) Sel
d) Rottu
Ljóskan hætti
Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni,
þá skaltu lesa réttu svörin að neðan
1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453.
2. Panama hatturinn var hannaður í Equador.
3.Október biltingin er haldin 7.Nóvember
4.Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn
5.Kanari eyjar eru nefndar eftir sel Latneska nafnið Insukaria Canaria þýðir selseyjar.
Svaraðu nú hver veit betur þú eða ljóskan?
Og svo kommenta....;) ekki vera svona feimin við það, ég bít ekki.
Skjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Fyrirgefðu......en ég........bara.......skil þetta ekki
....er ég ljóska?
Gulli litli, 28.6.2008 kl. 16:03
Heyrðu þú ert að grínast....er það ekki???
Ég trúi ekki öðru...en ef þú hefur látið ljósku hafa þig í þessu...tja..að þá ertu meiri ljóska en ljóskan sjálf...
hehehehe...djók..en nei ég trúi ekki að þú sért ljóska..
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.6.2008 kl. 17:01
Það var eitthvað bogið við þessar spurningar
. Eigðu góða helgi.
Sigrún Óskars, 28.6.2008 kl. 18:29
Þetta flokkast líka undir spaug...
hehehehehe....og ekkert annað.
Og svona til gamans að leyfa ykkur að taka þátt í spurningunum...
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.6.2008 kl. 19:51
kvitt ;)
kveðja
Guðrun Ing
Aprílrós, 29.6.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.