Þetta er bara......;)

 

 Amerískur kall

frábært

Hæ hæ elskulegi eiginmaður.


... Áður en þú kemur heim úr viðskiptaferðinni vil ég bara láta þig vita um smá óhapp sem varð hér heima. Ég vil samt taka fram að það er allt í lagi með mig og ég er alveg ómeidd, svo þú hafir ekki óþarfa áhyggjur.

 Málið er að þegar ég var að koma heim úr búðinni í gær á stóra pallbílnum og var að beygja inn í innkeyrsluna varð ég fyrir því að, í stað þess að stíga á bremsuna, steig ég óvart á bensíngjöfina. Bílskúrshurðin beiglaðist dáldið en það sem verra var að antik-Ferrariinn þinn, sem ég veit að þú heldur svo mikið uppá, beiglaðist dáldið mikið þegar pallbíllinn stoppaði uppá honum.Ég ætlaði að reyna að rétta hann aðeins og eina sem ég fann til þess voru nýju flottu golfkylfurnar sem þú lést sérsmíða fyrir þig. Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því hvað væri veikt í þeim, en þær bara beygluðust líka.
 
Þá hugsaði ég með mér að reyna að bæta fyrir þetta allt með því að hafa allavega allt hreint og fínt þegar þú kæmir heim svo ég ákvað að þvo öll nýju sérsniðnu jakkafötin þín. Þú manst, þessi gráu voru með oggolitlum sósublett á innanverðum jakkanum og þessi grænu voru pínu krumpuð á innanverðu fóðrinu. Því miður tókst ekki betur til en svo að ég setti þvottavélina óvart ásuðu svo öll fötin þín hlupu um tvö númer. Elsku vinurinn minn, ég bara vona að þú fyrirgefir mér þennan klaufaskap, þetta var bara röð óhappa.

... Hlakka mikið til að fá þig heim,
 
... þín eigikona XXX
 
P.S. ... Ó,,já og kærastan þín í Frakklandi hringdi....

hahahaha.....skiljið þið sneiðina...röð óhappa... með (ó)viljandi hendi.....;)

Skjáumstum sæta fólk.

amma-a-motorhjoli-h Kv. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

.....

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Erna

Snilldin ein  Takk fyrir þetta vinkona og góða helgi

Erna, 26.6.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Aprílrós

hæhæ, þessi er snildar fyndinn.

Aprílrós, 26.6.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Góður

Sigrún Óskars, 27.6.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband