10 daga Gospelhátíð hér í Hafnarfirði.
Eða frá 20-29 Júni.
100 ára afmæli Hafnarfjarðar og 20 ára afmæli ABC barnahjálp.
Hæhæ mínir kæru vinir.
Já það eru endalausir tónleika hér í hf. Og á þessari hátíð að þá koma ýmsir listamenn og þenja á sér raddböndin til að skemmta öðrum... eins og t.d. Ragnar Bjarnason, Páll Rósinkrans, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Björgvin Halldórs og fl og fl. Og eru tónleikarnir haldnir hér á Viðistaðartúni og eitthvað á Thorsplani og fl stöðum.
Í gærkvöldi voru roknatónleikar til styrktar abc barnahjálp, og ég þurfti sko ekki að hafa neina tónlist á í mínum græjum. Og ég þarf sko ekki að fara á tónleikana þar sem ég get bara verið hér út í garði og hlustað á þá þar, ógó næææææææs... í sól og sumaryl. Svo það er nóg um að vera hér í firðinum.
Kallinn er komin í sumarfrí fyrr en áætlað var, þar sem báturinn var með bilaða vél. Já hann kom heim seint í gærkvöldi.
Sonur minn og tengdó komu að borða í gærkvöldi, ég bauð þeim í mat,´líka að sonur minn átti afmæli í gær, og það var æðislegt og maturinn æðislegur...nammmmmmi... og þar sem það var afgangur að þá ætla ég að gera pottrétt úr rest.. í kvöld.
En þar sem það er ekkert bloggveður að þá ætla ég að hætta í bili og skella mér út í góða veðrið.
Blogga kannski aftur í kvöld, fer eftir veðri, vindi og aðstæðum.
Skjáumstum sæta fólk. Og hafið það sem best í dag.
Kv. Gunna.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
já alltaf eittvað um að vera í Hafnarfirði
Aprílrós, 22.6.2008 kl. 22:58
Maður þarf að athuga þessa gospelhátíð.
Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 23:23
Það væri nú ekki amalegt að vera í Hafnarfirði þessa dagana Ég segi bara góða skemmtun
Erna, 23.6.2008 kl. 20:36
Guðrún Ing.. já það er alltaf eitthvað um að vera hér í firðinum..allavega núna...;)
Sigrún..já það er um að gera að kíkja á þetta, fínir tónleikar á Víðistaðartúni...;) alla daga..
Guðrún næstum alnafna...ég þarf svo sem ekki að fara á tónleikana, ég er með þá hinum megin við götuna þar sem ég bý...;) en það er skemmtilegra að sjá þá líka...;) já þeir eru heppnir með veður og á að vera svona næstu daga...;)
Erna..nei það er sko ekki amalegt að vera í firðinum þessa dagana...:) og ekki eyðileggur veðrið til að njóta þess....;)
Takk stelpur fyrir innlit og kvitt..knús og kram til ykkar..kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:43
innlitskvitt-kvitt...
Gulli litli, 25.6.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.