Færsluflokkur: Íþróttir

Áfram Ísland.....;)



Hæhæ kæru vinir..
Ég er ekkert smá stolt af strákunum okkar...þetta var MAGNAÐUR leikur frá upphafi til enda..þeir voru og eru stórkostlegir. Eftir að leikurinn var búin að ég gjörsamlega táraðist, og sjá hvernig þeim leið á eftir í eintómri sæluvímu og gleðitárum. Bara glæsilegt, og mín ætlar sko að horfa á leikinn á sunnudagsmorgunin...og sjá þá taka GULLIÐ. 
Ég hef svo mikla trú á þeim að það hálfa væri nóg. HVER hefur það ekki??? nei ég bara spyr...
Ég get sagt ykkur það að í hvert skipti sem Ísland skoraði að þá  sló ég alltaf höndunum svo fast, svona Yeeessssssss-klapp og svo Hi5 við kallinn að ég var orðin eldrauð á höndunum og var farin að verkja..hehehe en alveg þess virði samt. Bara gaman af þessu.

En svo þegar sigurinn var í höfn, að þá spratt þetta í gegnum heilabúið á mér.

Erum búnir að ná í silfrið
sem við náðum með höndum tveim.
Ætlum okkur að ná í gullið
og koma með það um'hálsinn heim.

Jamm þetta er svo sem ekkert sérstakt, bara svona upp á djókið sko..hehehehe...

Skelli hérna inn skemmtilegri mynd af Forsetahjónunum...


Svoooo sææææætt eitthvað...hehehe..

En nú ætla ég að hætta þessu pári í bili, enda er heilabúið ekkert að gera sig núna..þar sem hann er undir áhrifum sæluvímunar og ekkert annað kemst að.
En skjáumstum sæta fólk og munið að kommenta.
og svo bara ÁFRAM ÍSLAND!!!!!

Kv Gunna.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband