Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Hæhæ....;)
1.9.2008 | 17:42
Hæhæ góðir hálsar...
Ég er bara nokkuð spræk í dag þetta hefur verið bara eitthvað slen í gangi hjá mér.
En ég var að taka til í pósthólfinu hjá mér og fann þar skemmtilegann póst sem ég fékk sent fyrir löngu síðan og ég var GJÖRSAMLEGA búin að gleyma, svona getur maður verið.
En þótt það sé langt um liðið og sumarið nánast búið að þá ætla ég að skella því samt hér inn.
Velkomin í Skagafjörð
á ísbjarnaslóðir
Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar.
Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái.
Viltu sjá ísbjörn, elta ísbjörn eða borða ísbjörn.
Endalausir möguleikar sem bjóða upp á gríðarlegt adrenalínkikk.
Skagafjörður er staðurinn þar sem hlutirnir gerast aftur og aftur.
Ratleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark.
Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum.
Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð.
Ævintýralegar flugferðirí leyfisleysi þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi.
Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins.
Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði.
Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá
kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra.
Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél staðinn um leið og ísbjörn birtist.
Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi.
Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09-17
Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við Dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu.
Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki.
Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu.
Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk.
Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu.
Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum.
Danskur Bjarnarbjór á tilboðsverði.
Daglegir fyrirlestrar frá frægu fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni.
Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins.
Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna.
Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð.
Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélagsins.
Skagafjörður - iðandi af lífi og dauða.
Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.
Mér fannst þetta doltið skondið sko... hehehe...
En læt þetta nægja í bili, já eða þar til næst.
Skjáumstum sæta fólk og munið að KOMMENTA.
kv Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)