Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Allt er nú til....;)
9.7.2008 | 23:20
Hæhæ mínir kæru vinir...
Í síðasta bloggi fór ég með ykkur til Úkraínu..en núna fer ég með ykkur til Kína.... Segið svo að ég fari ekkert með ykkur kæru vinir...
Ef þið voruð ekki hrifin af lík-kistunni sem kaffihús...Hvað segið þið þá um ÞETTA..????? Fyrir mína parta að þá hljómar lík-kistukaffihúsið ekkert spennó...En ég held að ég hafi ekki áhuga fyrir að borða minn mat úr klósetti.. eða pissuskál..ææææjjjj nei. En myndirnar tala sínu máli..ég held að ég þurfi ekkert að útskýra þetta fyrir ykkur. Og næsta blogg hljóma meira spennó..ég gæti vel hugsað mér það dæmi.. En það kemur í ljós í næsta bloggi hvort sem það verður á morgun eða hvað...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað segir þú um þetta???
8.7.2008 | 20:49
Hæhæ góðir hálsar... þar sem ég er ekki að NENNA að blogga neitt ennþá að þá ákvað ég að setja þetta hérna inn, bara svona til að láta vita að ég er ekki dauð úr þreytu.
Já ég fann þetta á netinu..og ýmislegt fleira sem er svona frekar skondið..
World's Largest Coffin Bar
Visitors to the Ukrainian resort town of Truskavets, already renowned for its life-preserving mineral springs, will soon be able to tempt fate by drinking in the world's largest coffin.
The coffin, 20 metres long, six metres wide, and six metres high will be called Eternity and is the brainchild of a local group of undertakers. 'Thirty cubic metres of pine have been used for the construction,' said Andri, one of those behind the new enterprise. He refused to give his surname.
Jæja er þetta kaffihús sem mun koma og vera í framtíðinni????? Er þetta stefnan??? Ég bara svona spyr....
Skjáumstum sæta fólk og KVITTA núna......;D
Kv. Gunna.
Þreytt í dag....;(
7.7.2008 | 22:56
Hæhæ kæru vinir og aðrir...
Ég sagði í síðasta bloggi að ég ætlaði að blogga þegar ég kæmi til baka úr ferðarlaginu, eeeeen ég er bara svo þreytt eftir ferðina að það hálfa væri nóg af helming.
Það var farið hingað og þangað til að heimsækja ættingjana hans Salla kallsins míns en þetta var of mikið í einu, og svo í lokin að þá var farið í brúðkaup en athöfnin fór fram í Þingeyraklausturskirkju en í styttingu og í daglegu tali að þá nefnist hún Þingeyrarkirkja. Nú og svo var veislan sjálf lengst upp í öræfum lá við, ég hef aldrei heyrt um þetta hótel fyrr, Hótel Borgarvirki. Svo það var mikið um keyrslu, og það er þreytandi til lengdar að sitja svona tímunum saman. ÚFF...ég er allavega þreytt og ætla að liggja í leti núna og blogga síðar.
Skjáumstum sæta fólk..
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brúðkaup og fl.....;)
4.7.2008 | 14:32
Hæhæ kæru vinir...
Nú erum við turtildúfur að leggja land undir fót og fara norður á Akureyri og ætlum að gista þar í tvær nætur á Hóteli. Ætluðum ekki að fara fyrr en á morgun en við breyttum því og ætlum að fara í dag.
Förum í heimsóknir hingað og þangað og líka á Dalvík. Þannig að það er fínt að nota daginn á morgun í það. Minn kall á ættingja þarna frænkur, frændur, ömmu og afa. Og svo eru börnin hans þarna líka. Við förum svo á sunnudaginn í brúðkaup sem verður í Þingeyraklausturskirkju og veislan verður haldin á Hótel Borgarvirki. Já bróðir kallsins er að fara að gifta sig.
Þannig að það verður nóg að gera um helgina. Við förum svo suður á sunnudagskvöldið og börnin hans með okkur. Þau verða hér´hjá okkur í 2-3 vikur eða allavega það.
Sonur minn ætlar að huga að köttunum mínum og koma til að fylla á matarskálarnar og sonna.
En það þýðir ekkert að vera að slæpast hér í tölvunni, þarf að henda einhverju í tösku sem ég ætla að hafa með mér.
Vona að þið hafið það sem best um helgina.
Skjáumstum sæta fólk, ég blogga aftur þegar ég kem til baka.
kv. Gunna.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarbros.....;)
1.7.2008 | 14:07