Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Fjör í firðinum....;)
31.5.2008 | 15:22
JÁ HAFNARFJÖRÐUR Á 100 ÁRA AFMÆLI.
Hæhæ kæru vinir...
Hvað segist svo á þessum fallega og bjarta degi????
Það nötrar allt hérna...já húsið nötrar bara..en þó ekki vegna jarðskjálfta sem betur fer...nei það er nefnilega búið að setja upp stærðar svið hérna út á Viðistaðartúni og þeir voru að prufukeyra græjurnar í gærkvöldi og svo var byrjað aftur fyrir kl 11 í morgun. Já það verða miklir tónleikar þarna í kvöld eða frá kl 17 - 23. Þannig að ég fæ tónleikana beint í æð hérna heima hjá mér, þarf ekkert að fara langt gæti þess vegna sett borð og stóla út í garð og setið þar bara... haft það sko næææææssss..híhíhí..já og svo er nóg um að vera í firðinum þessa helgi..eitthvað um að vera út um allt..enda stór afmæli.. En nú ætla ég að setja upp spari-andlitið og koma mér í betri fötin og kíkja eitthvað út í góða veðrið, og reyna að draga kallinn út og viðran aðeins.
Skjáumstum sæta fólk.
Og hvernig væri að kommenta svona einu sinni til tilbreytingar, ég á mikið af leyni(lesara)aðdáendum....
kv Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eurovision.....undanúrslitin 22 mai..
21.5.2008 | 01:00
Hæhæ kæru vinir...
Nú fer að líða að Eurovisionkeppninni og mig hlakkar ekkert smá til, já ég er Eurovision-fan má segja....híhí.. en hvað um það ég horfði á forkeppnina í kvöld missti reyndar af helmingnum þar sem það var vitlaus tími skráð í sjónvarpsdagskránni... En þar sem ég er svona mikill júró-fan að þá var ég búin að hlusta á öll lögin og gefa þeim einkun og mitt álit...flest af þessum lögum finnst mér alveg hundleiðinleg.
Ég ætlaði alltaf að blogga um lögin sem tóku þátt í forkeppninni í kvöld, en ég var svo upptekin kona í dag var að stússast í öðru, segi frá því seinna. En ég ætla að blogga um forkeppnina sem verður á fimmtudaginn 22 mai, og segja mitt álit á þeim og solleis...
Land..................................mín einkunn..............................og álit.
1) Króatía = Nei glatað lag, á ekki von á því að það komist í úrslit.
Lag: Romanca.
.......................................................................................................................
2) Danmörk = Já hresst lag - spái því að það komist í úrslit.
Lag: All night long.
.......................................................................................................................
3) Búlgaría = Já hresst lag í tecno stíl, spái því að það komist í úrslit.
Lag: Dj-Take me away.
.......................................................................................................................
4) Portúgal = Æji nei þetta lag er ekki að gera sig sko, á ekki von á því að það
komist í úrslit.
Lag: Senhora do mar.
.......................................................................................................................
5) Úkraína = Já hresst og skemmtilegt lag, spái því að það komist í úrslit.
Lag: Shady lady.
.......................................................................................................................
6) Sviss = Ahh veit ekki, ég er ekki að fíla þetta lag, no more comment um
það.
Lag: Era stupendo.
.......................................................................................................................
7) Makedonía = Úff..nei glatað lag, á ekki von á því að það komist í úrslit.
Lag: Vo ime na ljubovta.
.......................................................................................................................
8) ÍSLAND = Já já já hresst og æðislegt lag. Get ekki setið kyrr þegar ég heyri
þetta lag. Ég spái því að það komist í úrslitin og ekkert
múður með það. VIÐ MUNUM KOMAST ÁTRAM.
Lag: This is my life.
.......................................................................................................................
9) Kýpur = Æji nei þetta lag hrýfur mig ekki, á ekki von á því að það komist í
úrslit.
Lag: Femme fatale.
.......................................................................................................................
10) Lettland = Já hresst lag, hugurinn komst á flug og datt inn í
kráarstemningu með víkingum í klæðum kartöflupoka með
reypi fyrir belti, hahahaha..... skondið og öfug snúið eitthvað.
Spái því að það komist í úrslit.
Lag: Wolves of the sea.
.......................................................................................................................
11) Hvítarússland = Allt í lagi lag hresst og sonna, en það rífur mig ekkert upp
úr stólnum samt sko. Spái því að það komist í úrslit.
Lag: Hasta la vista.
.......................................................................................................................
12) Ungverjaland = Æji nei ekki fyrir minn smekk takk, á ekki von á því að
komist í úrslit.
Lag: Szivverés.
.......................................................................................................................
13) Albanía = Nei held ekki, þetta er rólegt og fallegt lag, en ekki meira. Á ekki
von á því að það komist í úrslitin.
Lag: Zemren E lame peng.
.......................................................................................................................
14) Svíþjóð = Já hresst lag, spái því að það komist í úrslit. En af söngkonunni
að segja, að þegar ég sá myndbandið fyrst að þá virkaði hún á
mig sem mjónu með anorexíu og með útlit geimveru. En sá svo
fleiri myndir og sá að þetta var farðin sem kom svona út. Bara
skelfilegt. En hún skal ekki dirfast að stela af okkur sætinu aftur.
eins og hún gerði árið 1999. ÓÓÓ...nei...
Lag: Hero.
.......................................................................................................................
15) Tyrkland = Nei þetta lag hryfur mig ekkert, fær ekki einu sinni litlu tá til
að skaka sér. Það er svona 50%-50% hvort það komist í úrslit.
En á samt ekkert von á því.
Lag: Deli.
.......................................................................................................................
16) Litháen = Nei hjálp segi ég bara, Á ekki von á því að það komist í úrslit.
Ef þetta lag kemst áfram að þá er það fínt klósettpásulag.
ALLIR Á KLÓSETTIÐ ÞÁ.. hahaha...
Lag: Nomads in the night.
.......................................................................................................................
17) Georgia = Nei ekki alveg að gera sig fyrir minn smekk. Þeir gætu notað
þetta lag sem uppfyllingarlag til að fylla upp í kvótann á
úrslitatöflunni.
Lag: Pcace will com.
.......................................................................................................................
18) Tékkland = Já ferskt lag, fékk aðra löppina til að dilla sér. Spái því að það
komist í úrslit.
Lag: Have some fun.
.......................................................................................................................
19) Malta = Ahh..veit ekki, þetta lag hryfur mig ekkert, ég kemst allavega
ekki á flug. En spái því ekki langt sko.
Lag: Vodka.
.......................................................................................................................
En þetta er auðvitað bara mitt mat, og þarf ekki að endurspegla mat HEIMSINS.
En við skjáumstum sæta fólk.
kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18 dagurinn...
19.5.2008 | 23:04
Hæhæ kæru vinir, hvernig væri að blogga eitthvað. Ég er ekki bara að drukkna, ég ER að drukkna í fréttum vegna atburða síðustu 18 daga..já aðeins. Svo það er eins gott að koma því frá sér hér á bloggið áður en ég drukkna alveg.
Eins og fólk hefur kannski tekið eftir að þá hef ég ekki bloggað neitt alvöru blogg núna undan farið hef bara komið með eitt og annað hingað af gamla blogginu, en núna kemur ALVÖRU blogg.. já eða 18 daga blogg sko..hehehe... en ég ætla ekki að fara alveg í smæstu atriðin nema þá kannski sumstaðar..
Ení hú.. það er best að fara að byrja á bullinu, þið sem lásuð bloggið frá 1 mai( á hinni bloggsíðunni minni) að þá kom hann (kötturinn) Tímó til mín þann 1 mai (eftir 5 ára fjarveru) og ég var frekar hrædd um samkomulagið á milli hans og Perlu minnar (sem er köttur) jújú hann fékk að dúsa fyrst um sinn í búri svona rétt á meðan þau voru að venjast hvort öðru, það var bara urr og hvæs. Um nóttina varð ég að loka Tímó inn í þvottahúsi því samkomulagið var ekki gott. Hann mjálmaði og vældi sig hásann, það var skelfilegt að heyra í honum daginn eftir vegna hæsi.
En ég fór á dýraspítalann og keypti svona apparat sem stungið er í samband og frá þessu kemur lykt sem dýrin ein finna en ekki við. Og þessi lykt er sú sama og kettir gefa frá sér og á að róa þau.
Þetta er allt í áttina í dag en Tímó er svo mikill púki hann má ekki sjá hana Perlu að þá hleypur hann að henni eins og hann ætli að stökkva á hana, en hann slær til hennar stundum. Þannig hefur þetta gengið, en engin slagsmál sem betur fer.
En í morgun byrjaði hún Perla mín að breima já allt mér að kenna þar sem ég gleymdi að gefa henni pilluna í síðustu viku, já skömmin ég. En ég gaf henni pilluna í gærkvöldi og hugsaði einmitt þá hvort það væri of seint og hún færi að breima.ÚFF...bara, en hún er ekki svona hávaða söm eins og aðrir kettir það er oft erfitt að greina það hvort hún sé að breima eða ekki þar sem það kurrar meira í henni heldur en hitt og svo nuddar hún sér utan í allt og veltir sér á gólfinu og vill bara láta klappa sér..hehe..
En að öðru að þá eignaðist ég frænda þann 2 mai,(átti að koma 7 mai) já einn af mínum bræðrum var að eignast sitt 3ja, hann er algjört krútt sá stutti, hann sver sig sko í ættina sá, hann fæddist með þvílíkan lubba eins og ég og þessi bróðir minn... hann er bara hinn sprækasti og gengur bara vel með hann.
Eins dags gamall.
Árni Fannar Kristjánsson.
Ca viku gamall.
Nú svo þar sem ég fór á röltið í netheiminum að þá staldraði ég við bloggið hjá einum frænda mínum og þar rak ég augun í að þann 1 mai þá eignaðist ég frænku..já það fjölgar í báðum ættum. Á því miður enga mynd af henni.
Svo um hvítasunnuna að þá vorum við hjónaleysin í letistuði vorum bara heima og við klæddum okkur ekki einu sinni..hehehe.. hámark letinar sem sagt.
En svo á þriðjudaginn að þá var farið að búðarápast, fórum í Kringluna og sá eitt og annað í Next og það var keypt eitt og annað, já vorum að lagfæra fataskápinn þar sem hann var ónýtur.. Svo var komið við í Smáralindinni og þar fór ég í Zöru og þar var líka eitt og annað keypt. Já keypti líka í Vera moda. En fataskápurinn ætti að vera komin í lag þar sem keypt var fyrir 59.000kr á einu bretti og það bara á mig sko..svo keypti hann á sig annað eins.. í Jack og Jonse..þannig að við ættum að vera vel stödd fatalega séð í bili.
Svo var farið aftur að búðarápast á föstudaginn og hann bættu einhverju við á sig.. Fórum líka að skoða græjur, mig vantar svo græjur en ætlum að skoða það aðeins betur, kíkja svona í kringum okkur því þær verða að vera almennilegar sko.. ekkert drasl takk fyrir.
Nú svo á föstudagskvöldinu að þá fengum við næturgesti, mágkona hans Salla og börnin hennar 4 + 1 hundur... svo komu fl gestir og þar kom 1 hundur til viðbótar. Þannig að það var mikið fjör, 7 fullornir, 4 börn, 2 hundar og 2 kettir...hehehehe..já þið getið ímyndað ykkur það.
Jæja ætli ég láti þetta bull mitt ekki nægja í bili, þetta er orðið ansi langt blogg sko. Ég gæti alveg ritað eitthvað meira en nei ekki núna. Myndirnar sem þið sjáið hér á blogginu sem eru í hinu og þessu er það sem ég hef verið að dúttla við að búa til undan farið, já ég hef verið að dunda mér við þetta og er búin að gera alveg heilan helling það er svo gaman að þessu að ég er óstöðvandi þegar ég byrja. Langaði svona aðeins að koma með smá sýnishorn... ég er ógó stolt af þessu.
Skjáumstum sæta fólk, kv Gunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvert fór límið???
15.5.2008 | 13:59
Ein vinkona mín sendi mér þetta í pósti... og ég ákvað að skella því hér inn. Og leyfa ykkur að njóta þess sem ekki hafa séð þetta....
Subject: Blanda saman vatni og hveiti ?
Þegar þú blandar saman vatni og hveiti |
Já það er best að fara varlega í kökurnar, sem betur fer er ég ekki mikil köku-kjjjeeeelllling en samt það er ein og ein sem mér finnst góð og því miður að þá límast þær á botnin....
Skjáumstum kv Gunna.
Er bara að prufa.
12.5.2008 | 23:46
Sælt veri fólkið..Ég er bara að prufa þetta hérna ég er reyndar með bloggsíðu á öðrum stað. En það er allt í lagi að prufa þetta hérna og vera hér og þar.... Ég er svo sem engin svaka bloggari enda þarf maður ekki að vera það til að blogga. Ég luma á einu og öðru sem ég get sett hér inn... En slóðin á hina bloggsíðuna mína er http://www.123.is/gunna61 ef þið hafið áhuga fyrir að kíkja...
En ætli ég láti þetta ekki nægja í bili eða þar til næst. Kv Gunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)