Framhald frá því á mánudag...;)

Hæhæ kæru vinir.

Hér ætla ég að koma með smá blogg um dýrin mín.OOh...hugsar einhver...dýrin eina ferðina enn.

En já þetta er framhald af dýrablogginu frá því á mánudaginn. Þar sem ég bloggaði um að prinsinn minn varð fyrir árás frá örðum ketti.
En ég segi bara það að það var eins gott að ég hafði áhyggjur af prinsinum mínum, ég fór með hann í morgun á dýraspítalann því dýró vildi skoða hann og þá kom í ljós að hann er allur út bitinn ekki bara á höfðinu heldur á hálsinum líka báðum megin og það voru nokkur af þeim sem voru mjög djúp alveg gegnum holdið að beini. Og hann er mikið bólginn og komin sýking í allt saman. Þannig að það var of seint að sauma því þá hefði  lokast fyrir sýkinguna og hún myndi grassera þar. Núna næstu 5 dagana allavega þarf ég að gefa honum sýklalyf og verkjalyf og hreinsa sárin með sáravatni. Og gangi mér vel með það...úff það verður ekki auðvelt að koma pillum ofan í litla prinsinn.

Hér er litli prinsinn minn
 
Tímó Tígull


Nú ég bloggaði einhvern tíman um prinsessuna mína hana Perlu, þegar hún fór í aðgerðina í vor vegna sár sem hún fékk aftan á hálsinum sem  vildi ekki gróa. Var búin að vera með þetta sár í tæpt ár og búin að fá alskins lyf og sprautur  og krem en ekkert virkaði, þannig að sárið var skorið í burtu. Núna er þetta allt annað og hárin farin að vaxa og hún að fá sinn fallega kraga aftur. Ég set myndir af henni með svo þið fattið hvað ég á við.

Hér sést sárið


Hér eftir aðgerðina


Hér komin með hár


Perla fallega prinsessa

fallegi kraginn að vaxa aftur.

En svo að öðru að þá er ég orðin grasekkja, jamm kallinn fór á sjóinn í gær og kemur ekki aftur fyrr en 12 des, og verður þá í fríi fram yfir áramót.
Þannig að ég verð í að dunda mér við jólahreingerningar og jólabakstur.
Er að spá í að búa sjálf til jólakortin á svo mikið af fallegum myndum til að hafa á þeim, og svo að búa til mitt eigið frímerki það kostar að vísu doltið en það er bara skemmtilegra að vera aðeins öðruvísi...hehehehe..en það kemur allt í ljós hvernig þetta tekst allt til...nú ef ekki að þá kaupi ég þau bara og verð þá eins og allir..hahaah....

En jæja ætla að hætta í bili eða þar til næst.
Og ég skal lofa því að bögga ykkur ekki meira með dýrabloggi...allavega gefa ykkur pásu frá því.

Skjáumstum sæta fólk.
Munið að kommenta.
kv Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta datt mér í hug, að hann fengi ígerð. Það er nánast undantekningarlaust þegar þeir eru bitnir. Það er ekkert mál að gefa honum meðalið, stingur því bara í eitthvað sem honum finnst gott og hann étur það.

Minn kisi var svo þægur í gamla daga að ég setti bara pillur fyrir framan hans og sagði honum að borða það. Og hann gerði það.

Þetta eru ótrúlega fallegar kisur hjá þér, bloggaðu sem mest um þær og endilega hafðu myndir.

Knús á þig

Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt

Aprílrós, 19.11.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Horsí....Já einmitt..enda hafði ég áhyggjur, þetta er eins og með börnin ef þau eru bitin af öðrum börnum það kemur sýking. Ég hef reynslu af því. Já ég muldi pilluna niður og setti í matinn hjá honum ég var svona að láta mig dreyma um að geta gefið honum það beint..en það tókst ekki alveg að þessu sinni. Þakka þér fyrir já þær eru virkilega flottar kisurnar mínar þetta eru algjörir krúttmolar. Ég kem með blogg um þær næst um jólin...

Guðrún... takk.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Erna

Dýrin okkar eru yndisleg og okkur kær. Við gerum að sjálfsögðu allt til að þeim líði sem best. Hún Tinna mín er ekki sem kátust þessa dagana vegna þess að hún er í megrun samkvæmt læknisráði  En hún heldur nú að ég tími ekki að gefa henni að éta og á bágt með að skilja þessa nísku í mér og horfir á mig ásakandi augnaráði. En þetta verð ég að gera með heilsufar hennar í huga. Dýrablogg finnst mér skemmtileg og bögga mig ekki Gunna mín. Hafðu það gott og góða grasekkjuhelgi við jólaundirbúning. Knús

Erna, 20.11.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Dóra.... já það er alltaf leiðinlegt að geta ekki verið með dýrin hjá sér af einhverjum ástæðum..en svona vill þetta oft verða. En það er bót í máli að geta heimsótt þau...

Erna.. já satt segirðu dýrin eru yndisleg og gefa manni líka svo mikið.  Fyrir mér eru þau eins og börnin mín.... Æji litla skinnið hún Tinna þín ekki gott mál...er hún ekki á megrunar-þurrfóðri? Er hún kannski ekki hrifin af því? En gangi þér vel með hana Erna mín...

KNús knús á ykkur...þið eruð æði...

Takk fyrir innlitin.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Gulli litli

Dýrin mín stór og smá....

Gulli litli, 21.11.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband