Hæhæ mínir kæru vinir...
Þá er þessi blessuð helgi liðin.. sem var svona upp og ofan hjá mér, hefði alveg getað verið betri.
En já tónleikarnir á laugardagskvöldið voru æðislegir, ég fór reyndar ekki enda þurftir ég þess ekkert þar sem ég var bara hérna í garðinum heima og hlustaði á þá þar....ferlega næs....;) en það hefði samt verið gaman að sjá liðið á sviði en KALLINN minn nennti engu, nei ég náði ekki að dragann með mér neitt út...:( bara ömurlegt . Þannig að ég var bara út í garði.
Svo eftir tónleikana að þá reyndi ég að fá kallinn með mér á rall en nei það tókst ekki heldur þannig að míns fór þá bara með mínum vinum á djammið.
Ég var ferlega fúl og sár út í kallinn en ég ákvað að láta það ekki skemmileggja neitt fyrir mér, og ég djammaði vel og það vara ógó gaman. Hitti fólk sem ég hafði ekki séð mjög lengi. Við fórum á Catalínu og svo niðrí bæ.
Svo núna er kallinn farin á sjóinn þannig að ég er grasekkja þessa dagana.
En að öðru núna er Perla mín prinsessa komin í sjúkragalla, já hann er reyndar á tjúa en passar svona nokkurn vegin á hana, ermarnar eru að vísu of stórar en ég braut bara upp á þær..hehehe..;) og svo verð ég að laga þær öðru hvoru. ´Já það er allt gert til að reyna að hjálpa dýrinu hún er nefnilega farin að klóra sér til blóðs aftur og það gengur barasta ekki. Ætli ég verði ekki að kaupa sjúkrafóðrið handa henni, það er bara svo helv...dýrt milli 8000 og 9000 kr pokinn. Svo er það í dæminu að taka blóðprufu af henni og senda það út í greiningu til að finna út hvað þetta er sem er að angra hana og það dæmi er sko ráááándýrt hafa þær sagt.
En ég ætla að sjá hvort sjúkragallinn tolli á henni, hún er nefnilega svo klár að klæða sig úr....;)
Perla í sjúkragallanum.
Hún urraði sko á meðan ég var að klæða hana í hann. Er sko ekkert hrifin af þessu. En hún hvorki klóraði né beit mig, hún er svo góð þessi elska, þótt hún láti skap sitt í ljós og leyfi mér að heyra það....;) hehehe..
En jæja ætla að láta þetta nægja í bili, eða þar til næst.
Sjáumstum sæta fólk.
Kv. Gunna.
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Krúttleg hún Perla þín, vona að hún hætti þessu klóri það getur orðið erfitt að ráða við þetta þegar það er byrjað.
Erna, 4.6.2008 kl. 14:57
Takk takk, já hún er algjört krútt. En þetta ætlar ekkert að hætta, en hún er búin að vera svona síðan í Apríl eða Mai í fyrra, eftir aðgerð sem hún fór í þá.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.