Hæhæ kæru vinir...
Nú fer að líða að Eurovisionkeppninni og mig hlakkar ekkert smá til, já ég er Eurovision-fan má segja....híhí.. en hvað um það ég horfði á forkeppnina í kvöld missti reyndar af helmingnum þar sem það var vitlaus tími skráð í sjónvarpsdagskránni... En þar sem ég er svona mikill júró-fan að þá var ég búin að hlusta á öll lögin og gefa þeim einkun og mitt álit...flest af þessum lögum finnst mér alveg hundleiðinleg.
Ég ætlaði alltaf að blogga um lögin sem tóku þátt í forkeppninni í kvöld, en ég var svo upptekin kona í dag var að stússast í öðru, segi frá því seinna. En ég ætla að blogga um forkeppnina sem verður á fimmtudaginn 22 mai, og segja mitt álit á þeim og solleis...
Land..................................mín einkunn..............................og álit.
1) Króatía = Nei glatað lag, á ekki von á því að það komist í úrslit.
Lag: Romanca.
.......................................................................................................................
2) Danmörk = Já hresst lag - spái því að það komist í úrslit.
Lag: All night long.
.......................................................................................................................
3) Búlgaría = Já hresst lag í tecno stíl, spái því að það komist í úrslit.
Lag: Dj-Take me away.
.......................................................................................................................
4) Portúgal = Æji nei þetta lag er ekki að gera sig sko, á ekki von á því að það
komist í úrslit.
Lag: Senhora do mar.
.......................................................................................................................
5) Úkraína = Já hresst og skemmtilegt lag, spái því að það komist í úrslit.
Lag: Shady lady.
.......................................................................................................................
6) Sviss = Ahh veit ekki, ég er ekki að fíla þetta lag, no more comment um
það.
Lag: Era stupendo.
.......................................................................................................................
7) Makedonía = Úff..nei glatað lag, á ekki von á því að það komist í úrslit.
Lag: Vo ime na ljubovta.
.......................................................................................................................
8) ÍSLAND = Já já já hresst og æðislegt lag. Get ekki setið kyrr þegar ég heyri
þetta lag. Ég spái því að það komist í úrslitin og ekkert
múður með það. VIÐ MUNUM KOMAST ÁTRAM.
Lag: This is my life.
.......................................................................................................................
9) Kýpur = Æji nei þetta lag hrýfur mig ekki, á ekki von á því að það komist í
úrslit.
Lag: Femme fatale.
.......................................................................................................................
10) Lettland = Já hresst lag, hugurinn komst á flug og datt inn í
kráarstemningu með víkingum í klæðum kartöflupoka með
reypi fyrir belti, hahahaha..... skondið og öfug snúið eitthvað.
Spái því að það komist í úrslit.
Lag: Wolves of the sea.
.......................................................................................................................
11) Hvítarússland = Allt í lagi lag hresst og sonna, en það rífur mig ekkert upp
úr stólnum samt sko. Spái því að það komist í úrslit.
Lag: Hasta la vista.
.......................................................................................................................
12) Ungverjaland = Æji nei ekki fyrir minn smekk takk, á ekki von á því að
komist í úrslit.
Lag: Szivverés.
.......................................................................................................................
13) Albanía = Nei held ekki, þetta er rólegt og fallegt lag, en ekki meira. Á ekki
von á því að það komist í úrslitin.
Lag: Zemren E lame peng.
.......................................................................................................................
14) Svíþjóð = Já hresst lag, spái því að það komist í úrslit. En af söngkonunni
að segja, að þegar ég sá myndbandið fyrst að þá virkaði hún á
mig sem mjónu með anorexíu og með útlit geimveru. En sá svo
fleiri myndir og sá að þetta var farðin sem kom svona út. Bara
skelfilegt. En hún skal ekki dirfast að stela af okkur sætinu aftur.
eins og hún gerði árið 1999. ÓÓÓ...nei...
Lag: Hero.
.......................................................................................................................
15) Tyrkland = Nei þetta lag hryfur mig ekkert, fær ekki einu sinni litlu tá til
að skaka sér. Það er svona 50%-50% hvort það komist í úrslit.
En á samt ekkert von á því.
Lag: Deli.
.......................................................................................................................
16) Litháen = Nei hjálp segi ég bara, Á ekki von á því að það komist í úrslit.
Ef þetta lag kemst áfram að þá er það fínt klósettpásulag.
ALLIR Á KLÓSETTIÐ ÞÁ.. hahaha...
Lag: Nomads in the night.
.......................................................................................................................
17) Georgia = Nei ekki alveg að gera sig fyrir minn smekk. Þeir gætu notað
þetta lag sem uppfyllingarlag til að fylla upp í kvótann á
úrslitatöflunni.
Lag: Pcace will com.
.......................................................................................................................
18) Tékkland = Já ferskt lag, fékk aðra löppina til að dilla sér. Spái því að það
komist í úrslit.
Lag: Have some fun.
.......................................................................................................................
19) Malta = Ahh..veit ekki, þetta lag hryfur mig ekkert, ég kemst allavega
ekki á flug. En spái því ekki langt sko.
Lag: Vodka.
.......................................................................................................................
En þetta er auðvitað bara mitt mat, og þarf ekki að endurspegla mat HEIMSINS.
En við skjáumstum sæta fólk.
kv Gunna.
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
hæ, ég hef ekki heyrt eitt lag nema Island svo eg get ekki spáð neinu, missti af forkeppninni á þriðjudaginn og missi aftur af henni í kvöld.
Kveðja Krútta.
Aprílrós, 22.5.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.