18 dagurinn...



Hæhæ kæru vinir, hvernig væri að blogga eitthvað. Ég er ekki bara að drukkna, ég ER að drukkna í fréttum vegna atburða síðustu 18 daga..já aðeins. Svo það er eins gott að koma því frá sér hér á bloggið áður en ég drukkna alveg.

Eins og fólk hefur kannski tekið eftir að þá hef ég ekki bloggað neitt alvöru blogg núna undan farið  hef bara komið með eitt og annað hingað af gamla blogginu, en núna kemur ALVÖRU blogg.. já eða 18 daga blogg sko..hehehe... en ég ætla ekki að fara alveg í smæstu atriðin nema þá kannski sumstaðar..



Ení hú.. það er best að fara að byrja á bullinu,  þið sem lásuð  bloggið frá 1 mai( á hinni bloggsíðunni minni) að þá kom hann (kötturinn) Tímó til mín þann 1 mai (eftir 5 ára fjarveru) og ég var frekar hrædd um samkomulagið á milli hans og Perlu minnar (sem er köttur) jújú hann fékk að dúsa fyrst um sinn í búri svona rétt á meðan þau voru að venjast hvort öðru, það var bara urr og hvæs. Um nóttina varð ég að loka Tímó inn í þvottahúsi því samkomulagið var ekki gott. Hann mjálmaði og vældi sig hásann, það var skelfilegt að heyra í honum daginn eftir vegna hæsi.
En ég fór á dýraspítalann og keypti svona apparat sem stungið er í samband og frá þessu kemur lykt sem dýrin ein finna en ekki við. Og þessi lykt er sú sama og kettir gefa frá sér og á að róa þau.
Þetta er allt í áttina í dag en Tímó  er svo mikill púki hann má ekki sjá hana Perlu að þá hleypur hann að henni eins og hann ætli að stökkva á hana, en hann slær til hennar stundum. Þannig hefur þetta gengið, en engin slagsmál sem betur fer.



En í morgun byrjaði hún Perla mín að breima já allt mér að kenna þar sem ég gleymdi að gefa henni pilluna í síðustu viku, já skömmin ég. En ég gaf henni pilluna í gærkvöldi og hugsaði einmitt þá hvort það væri of seint og hún færi að breima.ÚFF...bara, en hún er ekki svona hávaða söm eins og aðrir kettir það er oft erfitt að greina það hvort hún sé að breima eða ekki þar sem það kurrar meira í henni heldur en hitt og svo nuddar hún sér utan í allt og veltir sér á gólfinu og vill bara láta klappa sér..hehe..


En að öðru að þá eignaðist ég frænda þann 2 mai,(átti að koma 7 mai) já einn af mínum bræðrum var að eignast sitt 3ja, hann er algjört krútt sá stutti, hann sver sig sko í ættina sá, hann fæddist með þvílíkan lubba eins og ég og þessi bróðir minn... hann er bara hinn sprækasti og gengur bara vel með hann.
Eins dags gamall.

Árni Fannar Kristjánsson.


Ca viku gamall.

Nú svo þar sem ég fór á röltið í netheiminum að þá staldraði ég við bloggið hjá einum frænda mínum og þar rak ég augun í að þann 1 mai þá eignaðist ég frænku..já það fjölgar í báðum ættum. Á því miður enga mynd af henni.

Svo um hvítasunnuna að þá vorum við hjónaleysin í letistuði vorum bara heima og við klæddum okkur ekki einu sinni..hehehe.. hámark letinar sem sagt.
En svo á þriðjudaginn  að þá var farið að búðarápast, fórum í Kringluna og sá eitt og annað í Next og það var keypt eitt og annað, já vorum að lagfæra fataskápinn þar sem hann var ónýtur.. Svo var komið við í Smáralindinni og þar fór ég í Zöru og þar var líka eitt og annað keypt. Já keypti líka í Vera moda. En fataskápurinn ætti að vera komin í lag þar sem keypt var fyrir 59.000kr á einu bretti og það bara á mig sko..svo keypti hann á sig annað eins.. í Jack og Jonse..þannig að við ættum að vera vel stödd fatalega séð í bili.
Svo var farið aftur að búðarápast á föstudaginn og hann bættu einhverju við á sig.. Fórum líka að skoða græjur, mig vantar svo græjur en ætlum að skoða það aðeins betur, kíkja svona í kringum okkur því þær verða að vera almennilegar sko.. ekkert drasl takk fyrir.

Nú svo á föstudagskvöldinu að þá fengum við næturgesti, mágkona hans Salla og börnin hennar 4 + 1 hundur... svo komu fl gestir og þar kom 1 hundur til viðbótar. Þannig að það var mikið fjör, 7 fullornir, 4 börn, 2 hundar og 2 kettir...hehehehe..já þið getið ímyndað ykkur það.

Jæja ætli ég láti þetta bull mitt ekki nægja í bili, þetta er orðið ansi langt blogg sko. Ég gæti alveg ritað eitthvað meira en nei ekki núna. Myndirnar sem þið sjáið hér á blogginu sem eru í hinu og þessu er það sem ég hef verið að dúttla við að búa til undan farið, já ég hef verið að dunda mér við þetta og er búin að gera alveg heilan helling það er svo gaman að þessu að ég er óstöðvandi þegar ég byrja. Langaði svona aðeins að koma með smá sýnishorn... ég er ógó stolt af þessu.



Skjáumstum sæta fólk, kv Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

já þetta er mikil saga, og mikið fjör i kringum þig.

Kveðja Krútta 

Aprílrós, 20.5.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband