Færsluflokkur: Ferðalög

Farin í fríið....;)


Hæhæ vinir.
Nú er ég orðin klár fyrir ferðarlagið og búin að loka og læsa öllu. Það eina sem er eftir er að slökkva á tölvunni.. hehehe..
Jamm það er best að fara hendast í bílinn og bruna norður í sólina.
Svo ég segi bara, hafið það gott (í rigningunni) á meðan ég er í burtu og vona að þið saknið mín ekki mjög mikið... hehehe..
 you
Kv. Gunna.


Smá-frí...;)


Hæhæ kæru vinir....
Nú er ég að fara í smá blogg-frí, þar sem við erum að fara norður á Akureyri AFTUR...jamm við erum að skila krökkunum hans kallsins míns. Þau eru búin að vera hér hjá okkur allan mánuðinn, eða við sóttum þau í byrjun júlí. Við ætluðum að gista í heimahúsi þarna á Akureyri en þar er fullt hús af gestum og ekkert pláss, og við verðum örugglega ekki í tjaldi nei nei nei... þannig að við verðum að gista þá á hóteli. Verðum á sama hóteli og við vorum á síðast eða á Hótel Norðurlandi gistum allavega í 2 nætur, spurning með þá þriðju.... eeeen...það kemur bara í ljós.

Já það verður lagt af stað einhvern tímann á morgun (mánudag) veit ekki nákvæmlega hvenær. Ég þarf allavega að fara í dýraríkið og versla mat handa fjórfættlingunum mínum..já og sonur minn ætlar að huga að þeim á meðan, kemur daglega eftir vinnu og gefur þeim og það sem þarf að gera í kringum þá.

En ég er búin að panta sól á Akureyri og það er ein bloggvinkona mín þarna á AK sem ætlar að halda í hana og passa að hún fari ekki neitt....já hún LOFAÐI því allavega ég á tvær bloggvinkonur þarna svo það er spurning ef þær taka sig saman í að halda í sólina að þá mun hún örugglega ekki ná að fara neitt.... Það á nefnilega að vera rigning hér í borginni og í þessum töluðum orðum já eða rituðum reyndar að þá er byrjað að rigna svo það er fínt að skreppa í sólina og góða veðrið.

Ég vona að það verði meiri slökun núna á Ak en það var síðast. Þá var keyrt hingað og þangað og svo í brúðkaup sem sagt endlaus keyrsla. Enda var ég dauð já dauðþreytt þegar við komum í bæinn. ÆÆÆJJJ ég er ekki að nenna að vera svoleiðis aftur takk fyrir. En það er að vísu ekkert brúðkaup núna. Svo að það munar því.

Jæja ætli ég láti þetta pár mitt ekki duga í bili, enda komin nótt og ég þarf að vakna kl 8 í fyrramálið og tala við þá á hótelinu, já hann vildi það sá sem ég talaði við í kvöld honum fannst það svona öruggara og uppá að ekkert fari í vitleysu þar sem hótelið er að tæmast á morgun.
En skjáumstum sæta fólk, ég kem kannski með smá kveðjublogg í fyrramálið.
Gunna.


Brúðkaup og fl.....;)



Hæhæ kæru vinir...
Nú erum við turtildúfur að leggja land undir fót og fara norður á Akureyri og ætlum að gista þar í tvær nætur á Hóteli. Ætluðum ekki að fara fyrr en á morgun en við breyttum því og ætlum að fara í dag. 
Förum í heimsóknir hingað og þangað og líka á Dalvík. Þannig að það er fínt að nota daginn á morgun í það. Minn kall á ættingja þarna frænkur, frændur, ömmu og afa. Og svo eru börnin hans þarna líka. Við förum svo á sunnudaginn í brúðkaup sem verður í Þingeyraklausturskirkju og veislan verður haldin á Hótel Borgarvirki. Já bróðir kallsins er að fara að gifta sig.
Þannig að það verður nóg að gera um helgina. Við förum svo suður á sunnudagskvöldið og börnin hans með okkur. Þau verða hér´hjá okkur í 2-3 vikur eða allavega það.
Sonur minn ætlar að huga að köttunum mínum og koma til að fylla á matarskálarnar og sonna.
En það þýðir ekkert að vera að slæpast hér í tölvunni, þarf að henda einhverju í tösku sem ég ætla að hafa með mér.
Vona að þið hafið það sem best um helgina.
Skjáumstum sæta fólk, ég blogga aftur þegar ég kem til baka.
kv. Gunna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband