1 des....;)


Hæhæ kæru vinir...


Ég og ein vinkona mín fórum í búðir í dag og spreðuðum peningum hingað og þangað eins og engin kreppa væri, já og ég henti klinki í box sem einn harmonikkugaur sat og spilaði. Já því það vill svo til að það eru líka að koma jól hjá honum og ég sé ekki eftir því að rétta honum smá klink. Hann var svo þakklátur og ég fékk fallegt bros að launum. Ég veit sko hvernig það er að vera fátækur, en í dag get ég sko ekki kvartað.

Eníhú...við stöllur fórum í Ikea settum eitt og annað í innkaupakörfuna og svo ætluðum við að finna eldhúsgardínur en fundum bara stofugardínur..svo ég arkaði til aðstoðarkonu þarna og spurði hvort það væru til eldhúsgardínur??? nei við erum bara með þessar 3 metra langar gardínur en þú getur klippt þær til og notað sem eldhúsgardínur. Og ég bara DÖÖÖÖ......emoticon og sagði nei ég held ekki,mér finnst það nú ekki sniðugt. Þannig að við héldum áfram og borguðum og fórum í ´RL búðina (Rúmfatalagerinn) og fundum gardínur þar. Ég fann æðislegar fallegar jólagardínur fyrir eldhúsið, keypti í metratali og svo kemur í ljós hvort ég þurfi að klippa eitthvað smá. En það er höfuðverkur morgundagsins þar að segja ef ég skelli mér ekki í þetta á eftir þegar ég er búin að blogga.
Og ég keypti auðvitað seríur til að setja í eldhúsgluggann og ætla að bæta við í einu herberginu. Ég er svo mikið jólabarn að ég er óstöðvandi þegar ég byrja. Og ég má helst ekki detta inn í jóladeildina í búðunum.

Ég er búin að vera frekar lengi að skrifa þessa færslu, alltaf eitthvað að trufla.Síminn eða eitthvað, svo litli prinsinn minn hann svaf hérna á stól við hliðina á mér en svo þegar hann vaknaði að þá stökk hann upp á tölvuborðið og setti framlappirnar á axlirnar á mér og þá er það vísbending á að ég á að halda á honum, og hann vildi bara kela og kelaði mikið. Ég er öll út kysst eftir hann, æji hann er svo æðislegur.

Jæja ætla nú að hætta þessu pári mínu og fara að ath með gardínur og ljósin.
Skjáumstum sæta fólk.
Munið að kommenta.
Knús á ykkur öll.
kv Gunna.

                             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Eigðu ljúft kvöld ;)

Aprílrós, 2.12.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Erna

Ég var líka að spreða í dag  það er svo gaman að kaupa gjafir handa sínu fólki. Annars er ég bara búinn að vera dugleg, steikti 60. Laufabrauðskökur í gær og er byrjuð að skrifa á jólakortin mín flottu sem ég bjó til, smá mont   Gangi þér vel með nýju jólgardinurnar Gunna mín og jólaknús til þín

Erna, 2.12.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Dóra

Það eru forréttindi í dag að glíma bara við svona lúxusvandamál... Ég er þakklát fyrir að mín eru svoleiðis....

Helga Dóra, 3.12.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Takk allar fyrir innlit og kvitt.

Þið eruð æði..

knús á ykkur allar.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.12.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband