Æðisleg helgi....;D

miscellaneous_528

Hæhæ kæru vini.

Ég hef svo sem ekki frá miklu að segja, en allavega var helgin æðislega góð. Minn maður kom í land á föstudaginn og þann dag átti hann einmitt afmæli. En hann stoppaði stutt, kom um morguninn og fór aftur um miðjan dag.

Svo um kvöldið að þá kom ein vinkona mín til mín og sátum hér og skröfuðum langt frameftir nóttu og var virkilega gaman hjá okkur eins og alltaf.

Svo á Laugardagskvöldið á sjálfan valentínusardaginn að þá eldaði ég mér æðislegan mat, ég grillaði nautasnitsel í heilsugrillinu og bjó til rjómalagaða piparostasósu mmmm.....hún var geðveikislega góð hjá mér og kjötið líka, ég mæli með þessu grilli. Svo var ég bara að góna á imbann ég nennti ekki einu sinni að vera hér í tölvunni ég bara rétt kíkti. Svo var hringt á dyrabjöllunni og úti stóð maður með blómvönd og spurði eftir mér og ég bara úllala...ég vissi svo sem frá hverjum þau voru. Jú jú blómin voru frá mínum manni og það fylgdi auðvitað kort með og það var svo fallegt sem í því stóð að ég táraðist bara. Já hann hringdi í blómabúð en hann gat auðvitað ekki valið vöndin sjálfur og varð að biðja blómastúlkuna að vera sín augu þar sem hann væri sjálfur staddur einhvers staðar út á ballarhafi. Og þetta var virkilega fallegur vöndur.

Nú og svo í dag er ég bara búin að hafa það rólegt, má eiginlega segja of rólegt. Eldaði mér góðan mat Já mexikanskan rétt sem var auðvitað æðislega góður, og hafði það svo bara næs.

Jæja ætla að hætta núna þessu pári mínu. Skjáumst sæta fólk.

Lovjúgæs.....

barlove

Kv. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Knús til þín Guðrún min.

Aprílrós, 16.2.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband