Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hæhæhæ...



Kæru vinir.
Fyrirgefið mér elskurnar.
Ég hef sko ekki staðið við það að koma með vikublogg eins og ég sagðist ætla að gera og setja það inn hér á föstudögum.
En núna ætla ég að bæta úr því þó að það sé miðvikudagur.

Það er ýmislegt búið að gerast hjá mér undanfarið.

Þriðjudagur 3 mars. Þá kom sjóarinn minn í land og í 12 daga frí.

Miðvikudagur. 4 mars. Vorum bara í afslöppun hér heima. Að vísu var ég að gera alveg helling í tölvunni að rippa tónlist og brenna á diska. Og búa til hulstur um cd-diskana og skrifa öll lögin svo vitað sé hvaða lög eru á þeim.

Fimmtudagur 5 mars. Þá fórum við að skoða trúlofunarhringa og fundum og þeir áttu að vera til á laugardeginum og eftir það að þá fórum við í sófaleiðangur. Fyrst fórum við í Ikea en fundum engan sem okkur leist á þaðan fórum við í Húsgagnahöllina og það var sama sagan þar, þannig að við fórum í RL-búðina og sáum sófa sem okkur leist vel á. Það er hornsófi með hægindarstól á öðrum endanum og svo er hægt að breyta sófanum í rúm. Svo nú eru 3 hægindarstólar á heimilinu....;))
Nú og svo fórum við í heimsókn til mömmu og borðuðum þar og vorum þar fram eftir kvöldi.

Föstudagur 6 mars. Minn maður fór að kaupa sófann og eitt og annað í leiðinni. Sófinn kom um kvöldið og við héldum að við yrðum að skila honum því hann komst varla inn, þá sáum við hvað sófinn var stór í rauninni mikið stærri en í búðinni en inn komst hann með naumindum og við vorum í að púsla honum saman og vorum alsæl með hann og erum enn.

Laugardagur 7 mars. Við fórum uppúr hádeginu til að ná í trúlofunarhringana og svo voru þeir settir upp þegar heim var komið.
Ég eldaði lambahrygg sem var æðislega góður (eins og alltaf...hehehe) og allt meðlætið auðvitað, ég skapaði rómantískann kvöldverð með kertaljósum og rauðvíni, þetta var æði.

Sunnudagur 8 mars. Við buðum foreldrum okkar út að borða um kvöldið og áttum pantað borð kl 8 á A-Hansen, við vorum ekki búin að segja neinum frá trúlofuninni þannig að þau vissu ekki neitt en við vorum búin að vera í yfirheyrslum frá foreldrunum en við sögðum að okkur langaði bara að bjóða þeim út að borða. Það áttu allir að hittast á A-Hansen EEEENN foreldrar hans komu til okkar áður og við reyndum að fela hringana því það átti engin að sjá þá fyrr en allir voru mættir. En mamma hans sá þá strax, svo fór Salli að ná í mömmu og hann reyndi að fela hringinn eins og hann gat og mamma óskaði honum til hamingju með nýja sófann og Salli var eitt bros allann hringinn. En mömmu var farið að gruna að eitthvað var í gangi og hún spurði mig reyndar daginn áður hvort við værum að opinbera og ég sagði nei nei nei...hehehehe
En svo vorum við mætt á A-Hansen og var bara æðislega kósý og mamma sá þá auðvitað hringana..hehehe....og svo var skálað í Kampavíni allir ógó glaðir og brosmildir.. við mamma fengum okkur þrírétta máltið en Salli og foreldrar hans fengu sér 5 rétta máltið, með matnum fengum við okkur rauðvín. Þetta var æðislega gott allt saman, vel heppnað kvöld.

Dagarnir þar á eftir vorum við bara í rólegheitum hér heima og höfðum það kósý.

Fimmtudagur 12 mars. Þá kom sonur hans en dóttir hans kom á föstudeginum og þau voru hjá okkur um helgina eða fóru á sunnudaginn, svo um kvöldið þá fór ástin mín út á sjó þannig að ég er grasekkja þessa dagana.

Þannig að núna er ég bara búin að vera í leti og ég hef varla klædd mig...hehehe þvílík leti...

En á morgun fimmtudag þá ætla ég í Smáralindina og finna eitthvað. Ætla að kíkja í Debenhams og finna eitthvað flott á mig til að vera í á Hollywood-ballinu 4 Apríl. Þar að segja ef ég fer. Ég er ekki alveg að sjá það að mitt vinafólk ætli að fara og ég er varla að nenna að fara ein og standa eins og vesæl og einmana baunaspíra einhvers staðar. En ég ætla samt ekki að gefa upp alla von allavega ekki strax.

Þega minn maður kemur af sjónum næst að þá er spurning hvort við förum í sófaborðsleiðangur því mitt er orðið gamalt og vaggar hehehe...og svo vantar mig bókahillu, ég er gjörsamlega búin að sprengja bókahillurnar sem ég er með núna. Ég er farin að hlaða ofaná og komnar tvöfaldar raðir.Bókahillurnar hans Salla er líka fullar  usssss...bara.. það er komin tími á fleirri bókhillur. Ég er nefnilega í tveimum bókaklúbbum eða reyndar þremum einn tilheyrir snyrtiskólanum. Og fæ bækur sendar í hverjum mánuði. Og svo þær bækur sem ég panta á netinu og þær sem ég fæ í jólagjöf...ég var einmitt að fá eina senda í dag...pantaði mér bókina Viltu vinna milljarð, ég ætla að lesa fyrst bókina og svo að sjá myndina.

Jæja gott fólk, ætli það sé ekki komin tími á að hætta þessu pári???? jú ég held það.
Skjáumstum sæta fólk og ég skal reyna að standa mig betur í blogginu.
Hafið það gott þar til næst.
kv Gunna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband