Bloggið sem ég lofaði að koma með.....;)



Ég lofaði að koma með blogg um litla ættleidda loðboltann, og ég verð auðvitað að standa við það.


Ég náði í loðboltann í gær eins og ég bloggaði um í gær og hann er algjört krútt. Hann er svo mikill fjörkálfur að hann getur ekki verið kjur nema þegar hann sefur.
Tígull og Perla voru sko ekki par hrifin af þessu uppátæki mínu og eru búin að vera frekar fúl. En ég vona að þetta fari allt vel. Þau stærri hafa urrað og hvæst á þann litla og sá hefur bara hvæst á móti. Já hann kann að svara fyrir sig sá stutti. Meira að segja þau stærri hvæstu og urruðu á mig svona til að segja mér það að þau væru sko ekki sátt. Já þau láta mann heyra það ef þeim líkar ekki eitthvað. En að öðru leiti hefur þetta gengið þokkalega.
Ég keypti þetta lyktarefni í dag sem ég ´talaði um í síðustu færslu svo þetta ætti allt að ganga vel hér eftir.

Þessi litli loðbolti er blandaður persi en er að vísu ekki mikið loðin ennþá en hann mun líklega líkjast mömmunni sem er aðeins loðin og rosalega falleg. Hann er á litin eins og mamman svarbrúnn  og það er spurning hvort hann fái rauðbrúna litin líka eins og mamman, og svo er hann með silfraðan ælaner á augnlokunum (eins og Perla mín) fyndið að vera með tvo ketti með silfur ælaner.
En litli loðboltinn fékk nafnið Lúkas og ég var búin að ákveða það áður en ég sá hann. Og það fyndna við það er að sá stutti er með pínu hvítt undir hökunni  eins og prestkraga, þannig að nafnið hitti beint í mark. Lúkas postuli eða séra Lúkas.....hehehehe


Og það er búið að gantast mikið með þetta síðan, mútta mín var nú fljót að finna það út að þarna væri þá komin prestur sem gæti gefið mig og minn mann saman....heehhehe. Jamm mútta mín bíður efitir því að ég fari upp að altarinu. Hún er orðin hrædd um að hún muni missa af því eins og pabbi. En kemur kannski að þessu einhvern tíman.

Ég reyndi að taka mynd af honum en það var varla hægt og hún er ekki nógu góð, ætla samt að koma með hana.

Lúkas prins.
Dauðþreyttur eftir leikjatímann.
Sofnaði með músina (leikfangamús) og heldur utan um hana.

kem með betri myndir seinna.

En ætli ég láti þetta pár mitt ekki duga í bili, veit ekkert hvenær ég blogga næst.
Skjáumstum seinna.
Kv. Gunna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ávvv langar í fleiri myndir.  krúttkveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband